Suðurnesjabær
Bæjarráð
= Bæjarráð =
Dagskrá
=== 1.Búsetuúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda ===
2406068
Minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs varðandi vöntun á búsetuúrræði hjá barnaverndarþjónustu sveitarfélagsins vegna barna með fjölþættan vanda. Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Hilmar Jón Stefánsson teymisstjóri barnaverndarþjónustu sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
=== 2.Fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum ===
2406028
Erindi frá Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi til sveitarfélaga vegna innleiðingar á nýju fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits, sem færist frá sveitarfélögum til ríkisins.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
=== 3.Suðurnesjabær - Lághitaleit ===
2402059
Minnisblað frá bæjarstjóra ásamt gögnum varðandi lághitaleit á Suðurnesjum. Fram kemur meðal annars að góð niðurstaða varð af borun eftir lághita við Rockville í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Bæjarráð lýsir ánægju með góðan árangur af lághitaleit á svæðinu, sem er liður í því að tryggja betur orkuöryggi á Suðurnesjum.
Bæjarráð lýsir ánægju með góðan árangur af lághitaleit á svæðinu, sem er liður í því að tryggja betur orkuöryggi á Suðurnesjum.
=== 4.Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla ===
2406061
Erindi frá Jafnréttisstofu dags. 19.06.2024 þar sem vakin er athygli á ábyrgð og hlutverki sveitarfélaga til að brúa bilið sem myndast þegar foreldrar hafa fullnýtt fæðingarorlofsrétt og þar til barn fær dvöl á leikskóla.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
=== 5.Skötumessa ===
2406067
Erindi frá Ásmundi Friðrikssyni fyrir hönd Skötumessu, ósk um gjaldfrjáls afnot af Gerðaskóla vegna Skötumessu 17.júlí 2024.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að veita Skötumessu gjaldfrjáls afnot af Miðgarði, sal Gerðaskóla þann 17.júlí 2024. Allur ágóði rennur til velferðarmála.
Samþykkt samhljóða að veita Skötumessu gjaldfrjáls afnot af Miðgarði, sal Gerðaskóla þann 17.júlí 2024. Allur ágóði rennur til velferðarmála.
=== 6.Húsnæðismál leik-og grunnskóla Suðurnesjabæjar ===
2406071
Minnisblað frá bæjarstjóra varðandi húsnæðismál leik-og grunnskóla.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra umboð til samninga við Fisktækniskóla Íslands um leigu á hluta húsnæðis Sólborgar til eins árs. Jafnframt samþykkt að skoða þann möguleika að húsnæðið Skerjaborg verði leigt út til afnota fyrir dagforeldra. Samþykkt að selja færanlegar húseiningar við Skerjaborg.
Samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra umboð til samninga við Fisktækniskóla Íslands um leigu á hluta húsnæðis Sólborgar til eins árs. Jafnframt samþykkt að skoða þann möguleika að húsnæðið Skerjaborg verði leigt út til afnota fyrir dagforeldra. Samþykkt að selja færanlegar húseiningar við Skerjaborg.
=== 7.Ferða-, safna- og menningarráð - 28 ===
2406008F
Fundur dags. 11.06.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
=== 8.Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga - 17 ===
2406014F
Fundur dags. 20.06.2024.
Afgreiðsla:
Varðandi mál 8.1 á dagskrá Öldungaráðs, óskar bæjarráð eftir kynningu á viðkomandi minnisblaði um þjónustu og þjónustuþörf aldraðra. Varðandi ályktun öldungaráðs undir dagskrárlið 8.3 um heilbrigðisþjónustu, þá bendir bæjarráð á að Suðurnesjabær hefur síðustu misserin og árin verið í viðræðum við heilbrigðisráðuneyti og HSS um að heilbrigðisþjónusta verði starfrækt í sveitarfélaginu og mun Suðurnesjabær halda uppi þrýstingi á það mál þar til það verður í höfn.
Varðandi mál 8.1 á dagskrá Öldungaráðs, óskar bæjarráð eftir kynningu á viðkomandi minnisblaði um þjónustu og þjónustuþörf aldraðra. Varðandi ályktun öldungaráðs undir dagskrárlið 8.3 um heilbrigðisþjónustu, þá bendir bæjarráð á að Suðurnesjabær hefur síðustu misserin og árin verið í viðræðum við heilbrigðisráðuneyti og HSS um að heilbrigðisþjónusta verði starfrækt í sveitarfélaginu og mun Suðurnesjabær halda uppi þrýstingi á það mál þar til það verður í höfn.
=== 9.Fjölskyldu- og velferðarráð - 52 ===
2406013F
Fundur dags. 20.06.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
=== 10.Bílastæðasjóður Suðurnesjabæjar - fundargerðir ===
1911045
6. fundur stjórnar dags. 12.06.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
=== 11.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2024 ===
2401024
559. fundur stjórnar dags. 11.06.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
=== 12.Svæðisskipulag Suðurnesja - fundargerðir 2024 ===
2402100
47. fundur dags. 13.06.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 16:52.
Bæjarráð lýsir þungum áhyggjum af því neyðarástandi sem ríkir í málefnum barna með fjölþættan vanda, þar sem sveitarfélög bera ein alla ábyrgð á þjónustu og úrræðum varðandi viðkomandi börn. Bæjarráð skorar á ráðherra barnamála og fjármála að beita sér nú þegar fyrir viðunandi lausnum í málaflokknum og hagræðingu í kostnaði sveitarfélaga vegna þessarar þjónustu. Þá skorar bæjarráð á Samband íslenskra sveitarfélaga að beita sér í þessum málum í þágu sveitarfélaganna í landinu.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun samkvæmt því sem óskað er eftir í minnisblaði sviðsstjóra velferðarsviðs og miðað verði við fjárhæð 30 mkr.