Suðurnesjabær
Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga
= Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga =
Dagskrá
=== 1.Þjónusta og þjónustuþörf aldraðra í Suðurnesjabæ ===
2405069
Minnisblað um þjónustu og þjónustuþörf aldraðra lagt fram til kynningar
Öldungaráð vill vekja athygli á biðlista íbúða fyrir eldri borgara Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga, hvetur Öldungaráð bæjarstjórnir bæjarfélaganna til að hefja vinnu við fjölgun búseturúrræða fyrir eldri borgara í bæjarfélögunum.
=== 2.Kynning á framkvæmdum í Vogum til Öldungaráðs ===
2406051
Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri kynnti framkvæmdir í Vogum
Hanna Lísa Hafsteinsdóttir boðaði forföll.
=== 3.Tilgangur og hlutverk Öldungaráðs ===
2109035
Tilgangur og hlutverk Öldungaráðs rædd
Leggur til að erindisbréf verði endurskoðað í samráði við Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga næstkomandi haust 2024.
Heilsugæsla í heimabyggð, hvernig getur öldungaráð komið að því máli?
Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga leggur til að eftirfarandi ályktun verði send framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, bæjarstjórum Suðurnesjabæjar/ Sveitarfélagsins Voga og heilbrigðisráðherra.
Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagins Voga leggur áherslu á mikilvægi heilsuverndar og eru það ákveðin mannréttindi að hafa aðgang að góðri og traustri heilsugæslu í heimabyggð. Það er löngu tímabært að íbúar í sveitarfélögunum hafi aðgang að heimilislæknum, sem er hluti af öryggisneti í nærumhverfi okkar. Við hvetjum framkvæmdastjórn HSS, bæjarstjórnir Suðurnesjabæjar, Sveitarfélagsins Voga og Heiðlbrigðisráðuneytið, til að ganga nú þegar til samninga og undirbúnings heilsugæslu í okkar bæjarfélögum.
Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga leggur til að eftirfarandi ályktun verði send framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, bæjarstjórum Suðurnesjabæjar/ Sveitarfélagsins Voga og heilbrigðisráðherra.
Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagins Voga leggur áherslu á mikilvægi heilsuverndar og eru það ákveðin mannréttindi að hafa aðgang að góðri og traustri heilsugæslu í heimabyggð. Það er löngu tímabært að íbúar í sveitarfélögunum hafi aðgang að heimilislæknum, sem er hluti af öryggisneti í nærumhverfi okkar. Við hvetjum framkvæmdastjórn HSS, bæjarstjórnir Suðurnesjabæjar, Sveitarfélagsins Voga og Heiðlbrigðisráðuneytið, til að ganga nú þegar til samninga og undirbúnings heilsugæslu í okkar bæjarfélögum.
Fundi slitið - kl. 14:00.