Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 26. (2127)
|
|
|
|**1. 2406965 - Upplýsingaöryggi Garðabæjar - kynning.**
|Sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs kynnti vinnu við að tryggja upplýsingaöryggi Garðabæjar og þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í á undanförnum mánuðum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2302261 - Brekkugata 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Viktori Karli Ævarssyni, kt. 041187-2989 leyfi fyrir færslu á innveggjum 1. og 2. hæð, bæta við niðurgröfnu geymslurými sunnan við hús og uppfærslu á skráningartöflu, að Brekkugötu 10.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2402112 - Engimýri 6 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Helga Hafsteini Helgasyni, kt. 100169-3989, leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi efri hæðar og kjallara, setja glugga á kjallara og innrétta og nýta kjallara sem hobby- og vinnuaðstöðu, að Engimýri 6.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2405515 - Garðatorg 7 - Umsókn um byggingarleyfi - snyrtistofa.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Object ehf., kt. 610104-3470, leyfi fyrir endurbótum vegna bruna.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2406878 - Vorbraut 9 og 11 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vorbraut ehf., kt. 411123-1890, heimild til jarðvegsframkvæmda á lóðunum að Vorbraut 9 og 11.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2402030 - Opnun tilboða á ræstingum í stofnunum Garðabæjar.**
|Eftirfarandi tilboð bárust vegna útboðs á ræstingum í stofnunum Garðabæjar:
|
Sólar ehf., kr. 1.122.268.161.-
Dagar hf., kr. 926.130.104.-
iClean ehf., kr. 1.195.754.944.-
AÞ-Þrif ehf., kr. 1.097.932.329.-
Hreint ehf., kr. 1.373.857.991.-
Kostnaðaráætlun kr. 1.100.000.000.-
Tilboð frá Dögum hf. er lægsta tilboðið og uppfyllir það lágmarkskröfur útboðsgagna samkvæmt kafla 0.17.2. „Gild tilboð - lágmarkskröfur", en í því felst að tilboðsskrá er rétt útfyllt og bjóðandi lagði fram gögn sem óskað var eftir í kafla 0.17.1 „Almennt".
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að óska eftir frekari gögnum frá lægstbjóðanda til að sannreyna kröfur í kafla 0.18 „Forsendur fyrir vali á tilboði". Að því gefnu að allar kröfur séu uppfylltar er lagt til að tilboði Daga hf. verði tekið sem er í samræmi við valforsendur útboðsgagna.
Margrét Bjarnadóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2407085 - Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarfélaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, dags. 4. júlí 2024.**
|Vísað er til viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars 2024, sem hafði það að markmiði að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði. Ein af þeim aðgerðum sneri að því að útfæra leið til að skólamáltíðir gunnskólabarna verði gjaldfrjálsar á árunum 2024-2027.
|
Viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir að ríkið greiði 75% af kostnaðarþátttöku forráðamanna vegna skólamáltíða og sveitarfélögin 25%. Gert er ráð fyrir að við tekjur Jöfnunarsjóðs bætist árlegt framlag úr ríkissjóði sem Jöfnunarsjóður úthlutar til þeirra sveitarfélaga sem bjóða öllum börnum í grunnskóla upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
Bæjarráð samþykkir, á grundvelli viljayfirlýsingarinnar, að vinna drög að verkferlum innan bæjarins sem geri ráð fyrir gjaldfrjálsum skólamáltíðum skólaárið 2024-2025. Sérstaka áherslu skal leggja á að stemma stigu við matarsóun og að raunkostnaður við máltíðir og hlutdeild ríkis og sveitarfélags við kostnaðinn verði aðgengilegur.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og bæjarstjóra til frekari útfærslu og til frekari umræðu og samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2407053 - Erindi frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli, dags. 3. júlí 2024.**
|Tilboð Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli. Um stryki til ljósleiðaravæðingar lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli 2024-2026 vísast til skilmála fjarskiptasjóðs frá 2. júlí 2024.
|
Bæjarráð vísar tilboðinu til umhverfissviðs til afgreiðslu, en tilboðsfrestur er til 16. ágúst 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2407083 - Beiðni Carbfix um leyfi til vatnshæðarmælingar í Urriðavatni.**
|Erindi Carbfix vegna leyfis til vatnshæðamælinga í Urriðaholtsvatni. Mælingarnar eru hluti af vöktun fyrir verkefnið Coda Terminal í Straumsvík og er mikilvægur þáttur í því að mæla ákveðin grunngildi áður en verkefnið hefst.
|
Bæjarráð samþykkir að veita Carbfix leyfi til að setja mælitæki niður í Urriðaholtsvatn í eitt ár, með það að markmiði að skrásetja árstíðabundnar sveiflur. Mælitækinu skal fundinn staður sem er ekki í námunda við göngustíga.
Erindinu vísað til umhverfissviðs.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2407067 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi Samgöngusáttmálann - sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. dags. 4. júlí 2024.**
|Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf., um stöðu og framgang verkefna, sbr. h-lið 6.gr. Samgöngusáttmálans lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2407068 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi Fjölsmiðjuna - endurnýjun þjónustusamnings dags. 4. júlí 2024.**
|Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna endurnýjunar þjónustusamnings við Fjölsmiðjuna.
|
Bæjarráð samþykkir að samningurinn verði endurnýjaður til allt að fimm ára á grunni núverandi samnings og viðauka við hann. Sá fyrirvari er gerður að aðrir sem koma að rekstri Fjölsmiðjunnar geri slíkt hið sama. Áhersla er lögð á að stjórn Fjölsmiðjunnar eigi samtal við fulltrúa ríkisins um frekari aðkomu.
Erindinu er vísað til bæjarstjóra til afgreiðslu.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2407029 - Tilkynning um árlega ráðstefnu Almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra þann 31. október 2024.**
|Erindi Ríkislögreglustjóra frá 28. júní 2024 um árlega ráðstefnu Almannavarnarsviðs ríkislögreglustjóra, sem haldin verður fimmtudaginn 31. október, á Hilton Reykjavík Nordica.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2401133 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 1. júlí 2024.**
|Lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2401134 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21. júní 2024.**
|Lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2401136 - Fundargerð stjórnar SSH frá 1. júlí 2024.**
|Lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**16. 2401138 - Fundargerð eigendafundar Strætó bs. frá 1. júlí 2024.**
|Lögð fram.
|
|
|
|
|