Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 25. (2126)
|02.07.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2405208 - Spilda A úr landi Grundar - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Erlendi Kára Kristjánssyni,kt. 190982-3009 leyfi fyrir viðhaldi og endurgerð útihúsa á jörðinni Grund á Álftanesi.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2406885 - Erindi Hafnarfjarðarbæjar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi 2013-2025 vegna stækkunar Straumsvíkurhafnar og efnistökusvæðis Rauðamelsnámu, dags. 24. júní 2024.**
|Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðarkaupstaðar 2013-2025, sem felur í sér stækkun Straumsvíkurhafnar og stækkun á efnistökusvæði.
|
Framsett tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar, sbr. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 122/2010.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2208745 - Viðauki þjónustusamnings um samræmda móttöku flóttafólks. **
|Bæjarráð samþykkir viðauka þjónustusamnings milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og Garðabæjar, um samræmda móttöku flóttafólks sem undirritaður var 20. mars 2024. Viðaukinn varðar framlengingu gildistíma núgildandi samnings til og með 31. desember 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2209699 - Verksamningur um þriðja áfanga Urriðaholtsskóla. **
|Lægstbjóðandi í þriðja áfanga Urriðaholtsskóla, Þarfaþing ehf., hefur skilað inn fullnægjandi gögnum í samræmi við kafla 0.1.11. í útboðs- og verklýsingum.
|
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda. Samningsfjárhæðin er kr. 2.449.005.747.
Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings, sem þegar er liðinn. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
Bæjarráð vísar samningnum til undirritunar bæjarstjóra, að framangreindum skilyrðum uppfylltum.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2401133 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 18.06.24. **
|Lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. .
|