Hveragerðisbær
Bæjarstjórn
= Bæjarstjórn =
Dagskrá
=== 1.Fundargerð bæjarráðs frá 13. maí 2024 ===
2405001F
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Ingibjörg Zoëga Björnsdóttir, Sigmar Karlsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Minnihluti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar D-listans koma á framfæri óánægju sinni með fundargerð bæjarráðs frá 13. maí síðastliðnum en þar kemur fram að fulltrúi D-listans hafi ekki mætt á fundinn. Hið rétta er að vegna misskilnings í boðun fundarins kom sú staða upp að fulltrúi D-listans var á fundinum í gegnum TEAMS. Óskað er eftir að fundargerðin verði leiðrétt. Einnig óska fulltrúar D-listans eftir því að samræmis sé gætt í vinnslu fundargerða á vegum bæjarins. Í því samhengi skal tekið fram að formaður Skipulags- og umhverfisnefndar mætti ekki til fundar og boðaði ekki forföll á síðasta fundi nefndarinnar þann 4. júní síðastliðinn og þess var ekki sérstaklega getið í fundargerð nefndarinnar.
Sigmar Karlsson
Ingibjörg Zoëga
Meirihluti bæjarráðs staðfesti fundargerðina. Minnihluti bæjarstjórnar sat hjá.
Fulltrúar D-listans koma á framfæri óánægju sinni með fundargerð bæjarráðs frá 13. maí síðastliðnum en þar kemur fram að fulltrúi D-listans hafi ekki mætt á fundinn. Hið rétta er að vegna misskilnings í boðun fundarins kom sú staða upp að fulltrúi D-listans var á fundinum í gegnum TEAMS. Óskað er eftir að fundargerðin verði leiðrétt. Einnig óska fulltrúar D-listans eftir því að samræmis sé gætt í vinnslu fundargerða á vegum bæjarins. Í því samhengi skal tekið fram að formaður Skipulags- og umhverfisnefndar mætti ekki til fundar og boðaði ekki forföll á síðasta fundi nefndarinnar þann 4. júní síðastliðinn og þess var ekki sérstaklega getið í fundargerð nefndarinnar.
Sigmar Karlsson
Ingibjörg Zoëga
Meirihluti bæjarráðs staðfesti fundargerðina. Minnihluti bæjarstjórnar sat hjá.
=== 2.Fundargerð bæjarráðs frá 16. maí 2024 ===
2405003F
Liður afgreiddur sérstaklega: 7.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Liður 7 "Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 9. apríl 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að við fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár verði hugað að framkvæmd um byggingu verknámshúss við Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem kostnaðarhlutdeild sveitafélaganna er 40% af heildarkostnaði verkefnisins.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að við fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár verði hugað að framkvæmd um byggingu verknámshúss við Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem kostnaðarhlutdeild sveitafélaganna er 40% af heildarkostnaði verkefnisins.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
=== 3.Fundargerð bæjarráðs frá 6. júní 2024 ===
2406000F
Liðir afgreiddir sérstaklega: 8, 10, 11, 12, 13, 14 og 15.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sigmar Karlsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sigmar Karlsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Liður 8 "Bréf frá Jónasi Pálssyni frá 3. júní 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti að fasteigninni við Breiðumörk 16, F2210097, Hveragerðisbæ, að þessu sinni.
Liður 10 "Verðkönnun á jarðvinnu í tengslum við nýjan gervigrasvöll við Hamarshöll í Hveragerði" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Auðverk ehf. enda uppfylli tilboð fyrirtækisins öll skilyrði útboðsgagna.
Liður 11 "Minnisblað skrifstofustjóra vegna verðfyrirspurnar á raforkusölu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði Orku heimilanna.
Liður 12 "Minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna eldri borgara er varðar Heilsuefling 60 plús" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir veitingu aukins fjármagns kr. 700.000 í verkefnið Heilsuefling 60 plús.
Liður 13 " Viðauki við fjárhagsáætlun - starfsmannamál" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun upp á kr. 9.000.000,- vegna tímabundinnar ráðningar starfsmanns í hlutastarf á velferðarsviði. Viðauka verður mætt af launalið í fjárhagsáætlun 2101-9990.
Liður 14 "Reglur um umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega.
Eftir nánari skoðun liggur fyrir að gera þurfi breytingu á reglunum og bæjarstjórn samþykkir því að fresta afgreiðslu á lið 14.
Liður 15 "Ábyrgð Hveragerðisbæjar vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 190.000.000.-, í samræmi við skilmála láns til ársins 2039 eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Hveragerðisbær veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum.
Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýjum dælubíl, vegna byggingar á tækja- og búnaðargeymslu á Laugarvatni og vegna fyrsta áfanga byggingar á Flúðum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Hveragerðisbær skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Hveragerðisbær selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hveragerðisbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Pétri G. Markan, kt 160281-5459, bæjarstjóra Hveragerðisbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hveragerðisbæjar veitingu ofnangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Bæjarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti að fasteigninni við Breiðumörk 16, F2210097, Hveragerðisbæ, að þessu sinni.
Liður 10 "Verðkönnun á jarðvinnu í tengslum við nýjan gervigrasvöll við Hamarshöll í Hveragerði" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Auðverk ehf. enda uppfylli tilboð fyrirtækisins öll skilyrði útboðsgagna.
Liður 11 "Minnisblað skrifstofustjóra vegna verðfyrirspurnar á raforkusölu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði Orku heimilanna.
Liður 12 "Minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna eldri borgara er varðar Heilsuefling 60 plús" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir veitingu aukins fjármagns kr. 700.000 í verkefnið Heilsuefling 60 plús.
Liður 13 " Viðauki við fjárhagsáætlun - starfsmannamál" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun upp á kr. 9.000.000,- vegna tímabundinnar ráðningar starfsmanns í hlutastarf á velferðarsviði. Viðauka verður mætt af launalið í fjárhagsáætlun 2101-9990.
Liður 14 "Reglur um umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega.
Eftir nánari skoðun liggur fyrir að gera þurfi breytingu á reglunum og bæjarstjórn samþykkir því að fresta afgreiðslu á lið 14.
Liður 15 "Ábyrgð Hveragerðisbæjar vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 190.000.000.-, í samræmi við skilmála láns til ársins 2039 eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Hveragerðisbær veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum.
Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýjum dælubíl, vegna byggingar á tækja- og búnaðargeymslu á Laugarvatni og vegna fyrsta áfanga byggingar á Flúðum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Hveragerðisbær skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Hveragerðisbær selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hveragerðisbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Pétri G. Markan, kt 160281-5459, bæjarstjóra Hveragerðisbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hveragerðisbæjar veitingu ofnangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
=== 4.Fundargerði skipulags- og umhverfisnefndar frá 4. júní 2024. ===
2405005F
Liðir afgreiddir sérstaklega: 3, 5 og 7.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Liður 3 "Breyting á deiliskipulagi Hólmabrúnar, Dalsbrúnar og Hjallabrúnar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulagbreytinguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Liður 5 "Réttarheiði 14 - umsókn um stækkun lóðar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að hafna erindinu þar sem hitasvæði eru enn í skoðun.
Liður 7 "Framkvæmdaleyfi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfið í samræmi við 1. mgr. 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulagbreytinguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Liður 5 "Réttarheiði 14 - umsókn um stækkun lóðar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að hafna erindinu þar sem hitasvæði eru enn í skoðun.
Liður 7 "Framkvæmdaleyfi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfið í samræmi við 1. mgr. 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
=== 5.Fundargerð skólanefndar frá 6. maí 2024. ===
2404014F
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.
=== 6.Fundargerð Fasteignafélags Hveragerðis ehf. frá 27. maí 2024. ===
2405004F
Liður 1 afgreiddur sérstaklega.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Halldór B. Hreinsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Halldór B. Hreinsson.
Liður 1 "Tillaga að samkomulagi um uppgjör vegna Hamarshallar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að fela Kristni Bjarnasyni lögmanni að undirrita lokasamkomulag við Sjóvá að upphæð kr. 35 milljónir vegna falls Hamarshallarinnar en um er að ræða heildarfjárhæð fyrir bæði húseigendatryggingu og lausafjártryggingu.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
=== 7.Fundargerð öldungaráðs frá 6. maí 2024 ===
2405028
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.
=== 8.Fundargerð yfirkjörstjórnar frá 16. maí 2024 ===
2406045
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.
=== 9.Fundargerð yfirkjörstjórnar frá 27. maí 2024 ===
2406046
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.
=== 10.Fundargerð yfirkjörstjórnar frá 31. maí 2024 ===
2406048
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.
=== 11.Fundargerðir kjörstjórnar frá 1. júní 2024, kjördeild 1 og kjördeild 2. ===
2406049
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.
=== 12.Fundargerð aðalskipulagsnefndar frá 30. janúar 2024 ===
2403717
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir,
Fundargerðin er staðfest.
=== 13.Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923 2023 ===
2401128
Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023 auk minnisblaðs bæjarritara um breytingu á samþykkt er varðar tímafresti til að setja mál á dagskrá bæjarráðs og nefnda sveitarfélagsins.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða til síðari umræðu þær breytingar sem lagðar eru til á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023.
=== 14.Minnisblað frá byggingarfulltrúa vegna gatnagerðar ===
2406058
Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir heimild til greiðslu viðbótarkostnaðar vegna lagningar grasþaka milli Dalsbrúnar og Sunnumarkar, milli Hjallabrúnar og Dalsbrúnar, milli Hjallabrúnar og Þelamerkur og meðfram nýju svæði NLFÍ.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir og Pétur G. Markan.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir og Pétur G. Markan.
Bæjarstjórn samþykkir veitingu viðbótarfjármagns upp á kr. 14.000.000,- til lagningar grasþaka á svæðinu. Fjármögnun verður mætt af lið nr. 3180 í fjárhagsáætlun.
=== 15.Tillaga frá meirihluta bæjarstjórnar - Af leiksvæðum í Hveragerði ===
2406061
Tillaga frá meirihluta bæjarstjórnar.
Meirihluti bæjarstjórnar leggur til að bæjarstjóra verði falið að vinna áfram að eftirfarandi verkefnum vegna leiksvæða Hveragerðisbæjar;
1. Vinna nánar og leggja fyrir bæjarráð í byrjun júlí tillögu að nýtingu á opnu svæði milli Varmahlíðar, Dynskóga og Laufskóga. Óskað er eftir því nánar að útfærðar verði tillögur að leiktækjum eða öðrum búnaði sem ýtir undir nýtingu á reitnum með tilliti til samveru fjölskyldunnar og leiksvæðis sem henta á svæðinu í ljósi, aðgengis, skipulags og samtals við íbúa. (Leynilundur)
2. Koma í farveg vinnu við frumhönnun á leiksvæði fyrir börn að Heiðmörk 66, sem á skipulagi er ætluð undir leiksvæði.
3. Vinna tillögu að leiktækjum fyrir börn á skipulögðu opnu svæði í vesturenda Dalahrauns og leggja fyrir bæjarráð í byrjun júlí.
4. Vinna samantekt kostnaðar við kaup á fótboltamörkum fyrir túnið við Heiðarbrún (þríhyrninginn) og leggja fyrir bæjarráð í byrjun júlí.
5. Vinna samantekt á núverandi leiksvæðum og ástandi leiktækja og úrbótum eftir atvikum og kynna fyrir bæjarráði í júlí.
Greinargerð
Undanfarnar vikur hefur meirihluti bæjarstjórnar ásamt bæjarstjóra og öðru starfsfólki bæjarins unnið að mögulegum útfærslum á leiksvæðum innan bæjarmarka Hveragerðisbæjar, í samræmi við málefnasamning flokkanna þar sem sett er fram það markmið að koma upp leikvöllum víðar um bæinn og ríka áherslu á fjölskylduvænt samfélag. Í ljósi þessarar vinnu leggur meirihluti bæjarstjórnar til að bæjarstjóra verði falið að vinna áfram að framangreindum verkefnum vegna leiksvæða Hveragerðisbæjar.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Sigmar Karlsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar leggur til að bæjarstjóra verði falið að vinna áfram að eftirfarandi verkefnum vegna leiksvæða Hveragerðisbæjar;
1. Vinna nánar og leggja fyrir bæjarráð í byrjun júlí tillögu að nýtingu á opnu svæði milli Varmahlíðar, Dynskóga og Laufskóga. Óskað er eftir því nánar að útfærðar verði tillögur að leiktækjum eða öðrum búnaði sem ýtir undir nýtingu á reitnum með tilliti til samveru fjölskyldunnar og leiksvæðis sem henta á svæðinu í ljósi, aðgengis, skipulags og samtals við íbúa. (Leynilundur)
2. Koma í farveg vinnu við frumhönnun á leiksvæði fyrir börn að Heiðmörk 66, sem á skipulagi er ætluð undir leiksvæði.
3. Vinna tillögu að leiktækjum fyrir börn á skipulögðu opnu svæði í vesturenda Dalahrauns og leggja fyrir bæjarráð í byrjun júlí.
4. Vinna samantekt kostnaðar við kaup á fótboltamörkum fyrir túnið við Heiðarbrún (þríhyrninginn) og leggja fyrir bæjarráð í byrjun júlí.
5. Vinna samantekt á núverandi leiksvæðum og ástandi leiktækja og úrbótum eftir atvikum og kynna fyrir bæjarráði í júlí.
Greinargerð
Undanfarnar vikur hefur meirihluti bæjarstjórnar ásamt bæjarstjóra og öðru starfsfólki bæjarins unnið að mögulegum útfærslum á leiksvæðum innan bæjarmarka Hveragerðisbæjar, í samræmi við málefnasamning flokkanna þar sem sett er fram það markmið að koma upp leikvöllum víðar um bæinn og ríka áherslu á fjölskylduvænt samfélag. Í ljósi þessarar vinnu leggur meirihluti bæjarstjórnar til að bæjarstjóra verði falið að vinna áfram að framangreindum verkefnum vegna leiksvæða Hveragerðisbæjar.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Sigmar Karlsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum meirihlutans, minnihlutinn sat hjá.
=== 16.Tillaga frá meirihluta bæjarstjórnar - Kaup á félagslegri íbúð ===
2406062
Tillaga frá meirihluta bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar felur bæjarstjóra að taka saman stöðu á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Bæjarstjóri hefji um leið leit á fasteignamarkaði eftir heppilegum íbúðarkostum, með því augnamiði að auka við félagslegt íbúðarhúsnæði í Hveragerðisbæ, og leggja fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu og samþykktar.
Greinargerð
Í meirihlutasamkomulagi Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins er kveðið á um að auka við félagslegt húsbæði sveitarfélagsins til að bregðast við brýnni þörf á húsnæðismarkaði í bæjarfélaginu. Tillagan er lögð fram til að létta á biðlistum bæjarins og mæta fyrr erfiðum aðstæðum þeirra sem þurfa nauðsynlega húsnæðisaðstoð. Í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir fjárfestingu til aukningar á félagslegu húsnæði sem nemur 40.000.000 kr.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sandra Sigurðardóttir, Sigmar Karlsson og Halldór B. Hreinsson.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar felur bæjarstjóra að taka saman stöðu á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Bæjarstjóri hefji um leið leit á fasteignamarkaði eftir heppilegum íbúðarkostum, með því augnamiði að auka við félagslegt íbúðarhúsnæði í Hveragerðisbæ, og leggja fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu og samþykktar.
Greinargerð
Í meirihlutasamkomulagi Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins er kveðið á um að auka við félagslegt húsbæði sveitarfélagsins til að bregðast við brýnni þörf á húsnæðismarkaði í bæjarfélaginu. Tillagan er lögð fram til að létta á biðlistum bæjarins og mæta fyrr erfiðum aðstæðum þeirra sem þurfa nauðsynlega húsnæðisaðstoð. Í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir fjárfestingu til aukningar á félagslegu húsnæði sem nemur 40.000.000 kr.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sandra Sigurðardóttir, Sigmar Karlsson og Halldór B. Hreinsson.
Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum meirihlutans, minnihlutinn sat hjá.
=== 17.Útboð hönnunar á stækkun íþróttahússins við Skólamörk ===
2406069
Tillaga frá bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar felur bæjarstjóra að hefja undirbúning á útboði vegna hönnunar á stækkun íþróttahússins við Skólamörk.
Greinargerð
Góður gangur er á vinnu í kringum uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerðisbæ, sem samþykkt var að fara í, í fjárhagsáætlun ársins 2024. Til þess að viðhalda þeirri vinnu áfram er nauðsynlegt að hefja áðurnefndan undirbúning.
Klukkan 18:09 var gert fundarhlé.
Klukkan 18:14 hélt fundur áfram.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sigmar Karlsson.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar felur bæjarstjóra að hefja undirbúning á útboði vegna hönnunar á stækkun íþróttahússins við Skólamörk.
Greinargerð
Góður gangur er á vinnu í kringum uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerðisbæ, sem samþykkt var að fara í, í fjárhagsáætlun ársins 2024. Til þess að viðhalda þeirri vinnu áfram er nauðsynlegt að hefja áðurnefndan undirbúning.
Klukkan 18:09 var gert fundarhlé.
Klukkan 18:14 hélt fundur áfram.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sigmar Karlsson.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
=== 18.Tillaga frá fulltrúum D-listans - vegna leiksvæðis í Kambalandi ===
2406060
Tillaga frá bæjarfulltrúum D-listans.
Bæjarfulltrúar D-listans leggja til að útbúið verði nýtt leiksvæði í Kambalandi með leiktækjum fyrir börn.
Lagt er til að leiksvæðið verði byggt upp í Kambalandi í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Ingibjörg Zoëga Björnsdóttir,
Sigmar Karlsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson og Sandra Sigurðardóttir.
Bæjarfulltrúar D-listans leggja til að útbúið verði nýtt leiksvæði í Kambalandi með leiktækjum fyrir börn.
Lagt er til að leiksvæðið verði byggt upp í Kambalandi í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Ingibjörg Zoëga Björnsdóttir,
Sigmar Karlsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson og Sandra Sigurðardóttir.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
=== 19.Kosning forseta- og varaforseta í bæjarstjórn skv. 7. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923 2023. ===
2406063
Enginn tók til máls.
Kosning forseta bæjarstjórnar. Halldór B. Hreinsson fékk 7 atkvæði. Halldór B. Hreinsson er því kjörinn forseti bæjarstjórnar.
Kosning varaforseta bæjarstjórnar. Sandra Sigurðardóttir fékk 7 atkvæði. Sandra Sigurðardóttir er því kjörinn varaforseti.
Kosning varaforseta bæjarstjórnar. Sandra Sigurðardóttir fékk 7 atkvæði. Sandra Sigurðardóttir er því kjörinn varaforseti.
=== 20.Kosning í bæjarráð skv. 27. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923 2023. ===
2406064
Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð og þriggja til vara.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Tillaga kom um aðalmenn: Dagný Sigurbjörnsdóttir, formaður, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, varaformaður og Friðrik Sigurbjörnsson.
Tillaga kom um varamenn: Njörður Sigurðsson, Halldór Benjamín Hreinsson og Alda Pálsdóttir.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Tillaga kom um varamenn: Njörður Sigurðsson, Halldór Benjamín Hreinsson og Alda Pálsdóttir.
Tillagan samþykkt samhljóða.
=== 21.Kosning í nefndir og ráð skv. 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923 2023. ===
2406065
Kosning í nefndir og ráð skv. 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Tillaga kom um eftirfarandi fulltrúa í nefndir.
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd
Marta Rut Ólafsdóttir, formaður.
Sandra Sigurðardóttir, varaformaður.
Nefnd um eignarsjóð
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, formaður.
Halldór Benjamín Hreinsson, varaformaður.
Skipulags- og umhverfisnefnd
Í stað Kolbrúnar Eddu Jensen Björnsdóttur, varamanns, kemur Marta Rut Ólafsdóttir, varamaður.
Velferðar- og fræðslunefnd
Í stað Snorra Þorvaldssonar, aðalmanns, kemur Kristinn Ólafsson, aðalmaður.
Fulltrúar á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga
Sandra Sigurðardóttir, aðalmaður.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, varamaður.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd
Marta Rut Ólafsdóttir, formaður.
Sandra Sigurðardóttir, varaformaður.
Nefnd um eignarsjóð
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, formaður.
Halldór Benjamín Hreinsson, varaformaður.
Skipulags- og umhverfisnefnd
Í stað Kolbrúnar Eddu Jensen Björnsdóttur, varamanns, kemur Marta Rut Ólafsdóttir, varamaður.
Velferðar- og fræðslunefnd
Í stað Snorra Þorvaldssonar, aðalmanns, kemur Kristinn Ólafsson, aðalmaður.
Fulltrúar á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga
Sandra Sigurðardóttir, aðalmaður.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, varamaður.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
=== 22.Sumarleyfi bæjarstjórnar ===
2406068
Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir að fella niður fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst vegna sumarleyfis bæjarstjórnar og felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 5. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 33. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór B. Hreinsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir að fella niður fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst vegna sumarleyfis bæjarstjórnar og felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 5. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 33. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór B. Hreinsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 19:02.
Getum við bætt efni síðunnar?
Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Samkvæmt samþykktum Hveragerðisbæjar þurfa bæjarfulltrúar að senda inn tillögur og fyrirspurnir 4 virkum dögum fyrir bæjarstjórnarfund og fundarboð er sent út 3 virkum dögum fyrir fund. Fundir bæjarstjórnar eru á fimmtudögum kl 17:00, þannig til að ná 4 heilum virkum dögum þarf að senda inn tillögur á föstudögum fyrir kl. 17:00 og fundarboð er síðan sent út á mánudögum fyrir kl. 17:00.
Föstudaginn síðasta sendu fulltrúar D-listans inn tillögu um uppbyggingu leikvallar í Hveragerði, tillagan var send inn kl 14:48. 4 virkum dögum fyrir fund.
Á mánudaginn var fundarboð bæjarstjórnar sent út og barst okkur kl. 16:46. Í fundarboðinu var tillaga D-listans (liður 18. á þessum fundi) sem og tillaga frá bæjarfulltrúum meirihlutans(liður 15. á þessum fundi) sem snerist einnig um uppbyggingu leikvalla. Fulltrúar D-listans óskuðu í framhaldinu eftir upplýsingum um hvenær tillaga bæjarfulltrúa meirihlutans var send inn, kom þá í ljós að þeirra tillaga var send inn á mánudaginn kl. 15:52. Sem er 3 virkum dögum fyrir fund.
Þó að tillögurnar snúist í grunninn um það sama, er það ekki stóra málið í þessu, því við erum öll sammála um uppbyggingu leikvalla í bænum okkar. Greinilegt er að þarna hafa bæjarfulltrúar meirihlutans ekki farið eftir 10. gr. samþykkta Hveragerðisbæjar sem fjallar um hvenær mál skulu send inn frá bæjarfulltrúum og með því er ekki gætt að jafnræðis milli minnihluta og meirihluta. Í rauninni senda bæjarfulltrúar D-listans tillögur sínar inn 6 dögum fyrir fund séu helgar teknar með, en bæjarfulltrúar meirihlutans 3 dögum fyrir fund. Fulltrúar meirihlutans hafa þannig 3 daga til að skoða og velta fyrir sér tillögur minnihlutans áður en þau leggja sínar tillögur fram.
Úr 10. gr samþykktanna
"Bæjarfulltrúi sem óskar að fá mál tekið á dagskrá bæjarstjórnarfundar skal tilkynna það bæjarstjóra með rafrænum hætti fjórum virkum dögum fyrir fund. Í beiðninni skal tilgreina efnisatriði málsins og eftir atvikum hvaða gögn skuli fylgja, til þess að unnt sé að taka það á dagskrá."
Bæjarfulltrúar D-listans leggja því til að liður nr. 15 verði felldur úr dagskrá bæjarstjórnarfundar þar sem ekki var farið eftir samþykktum bæjarins þegar málið var sent inn.
Sigmar Karlsson
Ingibjörg Zoega
Forseti lagði fram eftirfarandi bókun.
Forseti og meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar á þessu kjörtímabili hefur túlkað ákvæði samþykkta Hveragerðisbæjar vítt um hvenær tillögur fyrir fundi skuli liggja fyrir. Með því er virtur réttur bæjarfulltrúa til að koma málum á dagskrá, þó að komið hafi fyrir að mál hafi ekki borist með tilhlíðilegum fyrirvara. Þannig hafa mál sem hafa borist frá minnihluta á þessu kjörtímabili verið samþykkt inn á fundi þó að málin hafi borist of seint, síðast á fundi bæjarráðs Hveragerðisbæjar 6. júní 2024 þegar mál D-listans í Hveragerði barst of seint. Jafnframt er rétt að minna á að sú dagskrá sem send er með fundarboði, með þeim fyrirvara sem tiltekinn er í samþykktum bæjarins, er í reynd tillaga til sveitarstjórnar um það sem skuli taka fyrir á fundi. Þannig liggur fyrir tillaga í upphafi hvers fundar og ef enginn fundarmanna hreyfir mótmælum að þá telst dagskráin þegjandi samþykkt. Bæjarfulltrúar geta óskað eftir breytingu á dagskrá í upphafi fundar en það er sveitarstjórn sjálf sem tekur þá ákvörðun. Í fræðiritinu Sveitarstjórnarréttur eftir Trausta Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, er m.a. fjallað um þetta og bent á að sá sem boðar fundi hafi ákvörðunarvald um það hvaða málefni skuli sett á dagskrána sem send er út ásamt fundarboði, en hann er þó ekki frjáls um hvað fer á hina útsendu dagskrá, hann þarf að fullnægja fyrirmælum í samþykktum sveitarfélagsins og fyrirmælum sem leiða af lögum. Í þessu samhengi hefur forseti og meirihlutinn túlkað ákvæði um tímafresti til að koma málum á dagskrá vítt eins og áður segir.
Víða hefur samþykktum sveitarfélaga verið breytt á þann veg að setja inn tímafresti til að koma málum á dagskrá og er ástæðan að minnihlutar í sveitarstjórnum voru farnir að óska eftir að mál væru sett á dagskrá á síðustu stundu áður en fundarboð fór út. Slíkt er erfitt í stjórnsýslu sveitarfélags og setur starfsfólk, sem gera fundarboð og gögn tilbúin, í erfiða stöðu við að senda út fundarboð á réttum tíma. Þetta er ástæða þess að tímafrestur um hvenær skuli setja mál á dagskrá var sett inn í samþykktir Hveragerðisbæjar sem var breytt á síðasta ári.
Forseti vill taka fram að þar sem að dagskrá og öll fundargögn bárust með fundarboði er að engu vegið að rétti fulltrúa minnihluta bæjarstjórnar til viðunandi tíma til undirbúnings upplýstrar umfjöllunar um þau mál sem eru á dagskrá fundarins sem skiptir mestu. Í þessu samhengi er vert að vísa í að gerðar voru athugasemdir við stjórnsýslu Hveragerðisbæjar í áliti innviðaráðuneytisins dags. 21. júlí 2023 þar sem fundið var að því að ekki hefðu legið fyrir nægileg gögn til að allir bæjarfulltrúar gætu tekið upplýsta afstöðu í máli sem lá fyrir í meirihlutatíð D-listans í Hveragerði. Beindi ráðuneytið því til Hveragerðisbæjar að huga að þessum atriðum til framtíðar. Þetta á ekki við í því máli sem minnihlutinn gerir athugasemdir við nú og því eru allir bæjarfulltrúar jafnsettir við að taka afstöðu til málsins og afgreiða það.
Forseti þakkar ábendingu minnihlutans og mun verða hugað að þessum atriðum til framtíðar. Í því máli (uppbyggingu leiksvæða í Hveragerði) sem minnihlutinn hefur hér gert athugasemd um hefur komið fram að málið hafi verið í vinnslu hjá Hveragerðisbæ í tvær vikur og tímabært var orðið að setja það á dagskrá bæjarstjórnar. Í því samhengi var ekki óeðlilegt að fullmótuð tillaga hafi verið kláruð áður en fundarboð fór út eins og raunin var. Hefði bæjarfulltrúi meirihlutans óskað eftir að setja nýtt mál á dagskrá áður en tímafrestir væru liðnir mætti líta svo á að málið væri of seint inn komið. Í því tilfelli hefði sá er boðar fund þurft að meta hvort að málið yrði sett á dagskrá, sbr. það sem gert var þegar mál minnihlutans barst of seint í bæjarráði í síðustu viku. Mikilvægt er að stuðla að jafnræði í innsendingu mála hjá minni- og meirihluta en líka mikilvægt að sá er boðar fund geti haft svigrúm til að setja mál á dagskrá sem kunna að berast eftir tímafresti, eins og hefur verið gert á þessu kjörtímabili og áður.
Það er von forseta að bæjarfulltrúar allir geti unnið saman að þeim jákvæðu uppbyggingarmálum sem liggja hér fyrir fundinum, samstarfið í bæjarstjórn hefur gengið vel undanfarið og væntir forseti þess að það verði áfram.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Forseti bar undir atkvæði tillögu D-listans um að fella lið nr. 15 af dagskrá fundarins: Tillagan felld með 5 atkvæðum meirihlutans, fulltrúar minnihlutans með.
Klukkan 17:14 vék Kolbrún Edda Jensen Björnsdóttir af fundi og Halldór B. Hreinsson tók sæti.