Grindavíkurbær
Bæjarstjórn - Fundur 572
572. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 25. júní 2024 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti, Hjálmar Hallgrímsson aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson varamaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson aðalmaður.
Einnig sat fundinn: Fannar Jónasson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fannar Jónasson bæjarstjóri.
Dagskrá:
**1. Jarðkönnun í Grindavík vegna náttúruhamfara - 2402008 **
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðný Sverrisdóttir, Gunnar Einarsson og Hanna Dóra Másdóttir frá Grindavíkurnefnd, Hallgrímur Örn Arngrímsson og Jóhann Örn Friðsteinsson frá Verkís og Ögmundur Erlendsson frá ÍSOR. Einnig sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Skarphéðinn Berg Steinarsson ráðgjafi.
Til máls tóku: Bæjarfulltrúar, gestir fundarins og bæjarstjóri.
Kynnt var staða jarðkönnunarverkefnis sem nú er á ábyrgð Grindavíkurnefndar vegna jarðhræringa í Grindavík.
**2. Samþykktir og stjórnsýsla Grindavíkurbæjar - Tillögur vinnuhóps - 2406069 **
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðný Sverrisdóttir, Gunnar Einarsson og Hanna Dóra Másdóttir frá Grindavíkurnefnd og Skarphéðinn Berg Steinarsson ráðgjafi.
Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri.
Lögð fram fundargerð vinnuhóps um endurskoðun samþykkta Grindavíkurbæjar, dags. 14. júní sl.
**3. Félagsþjónustu- og fræðslusvið - Breytingar á reglum - 2406104 **
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðný Sverrisdóttir, Gunnar Einarsson og Hanna Dóra Másdóttir frá Grindavíkurnefnd og Skarphéðinn Berg Steinarsson ráðgjafi.
Til máls tók: Ásrún.
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs þar sem vakin er athygli á þörf fyrir reglubreytingum á félagsþjónustu- og fræðslusviði. Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram.
**4. Aukinn kostnaður grunnskóla í kjölfar náttúruhamfara í Grindavík - 2405123 **
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðný Sverrisdóttir, Gunnar Einarsson og Hanna Dóra Másdóttir frá Grindavíkurnefnd og Skarphéðinn Berg Steinarsson ráðgjafi.
Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri.
Lögð fram tillaga að uppgjöri sem sent var þeim sveitarfélögum sem tóku á móti grindvískum grunnskólabörnum á síðasta skólaári vegna þess viðbótarkostnaðar sem leiddi af skólavistinni.
**5. Flutningur og geymslumál - 2406063 **
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðný Sverrisdóttir, Gunnar Einarsson og Hanna Dóra Másdóttir frá Grindavíkurnefnd og Skarphéðinn Berg Steinarsson ráðgjafi.
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Gunnar Már og Hallfríður.
Málinu er frestað til næsta fundar.
**6. Starfsstyrkir til UMFG 2024 - 2403006 **
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðný Sverrisdóttir, Gunnar Einarsson og Hanna Dóra Másdóttir frá Grindavíkurnefnd og Skarphéðinn Berg Steinarsson ráðgjafi. Einnig sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Hallfríður og Gunnar Már.
UMFG óskar eftir áframhaldandi fjárstuðningi frá Grindavíkurbæ til að styðja við starfsemi félagsins.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að greiða allt að kr. 10.200.000 til UMFG vegna barna- og unglingastarfs fyrir maí til september með vísan í gildandi samstarfssamning.
**7. Aðstaða UMFG til æfinga og keppni - 2404147 **
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, bæjarstjóri og Hallfríður.
Lögð fram drög að leigusamningi milli UMFG og Kópavogsbæjar vegna æfingaaðstöðu í íþróttahúsinu við Kársnesskóla tímabilið 2024-2025.
Bæjarstjórn lýsir yfir verulegum áhyggjum af því að ekki sé búið að tryggja meistaraflokkum UMFG í körfuknattleik aðstöðu til æfinga og keppni fyrir keppnistímabilið 2024-2025.
Áðurnefndir flokkar hefðu að öllu eðlilegu fengið endurgjaldslaus afnot af íþróttamannvirkjum í Grindavík gegnum samstarfssamninga þar um á milli sveitarfélagsins og UMFG, líkt og önnur íþróttafélög. Ljóst er að UMFG mun þurfa að greiða leigu fyrir afnot af umsetnum íþróttamannvirkjum á suðvesturhorni landsins til æfinga og keppni, þrátt fyrir mikinn velvilja hjá viðkomandi sveitarfélögum og íþróttafélögum sem nýta aðstöðuna. Sömuleiðis liggur það fyrir að Grindavíkurbær mun ekki hafa tök á að styrkja félagið til að greiða þá leigu á næstu árum í ljósi gerbreyttra forsendna í rekstri sveitarfélagsins.
Það er ósk Grindavíkurbæjar að ríkisvaldið finni leiðir til þess að tryggja áframhaldandi starf UMFG með greiðslu leigustyrks. Mennta- og barnamálaráðuneytinu hafa borist greinagerðir frá sveitarfélaginu og UMFG þar sem mikilvægi þessa starfs er rakið. Þeir íþróttaleikir sem stuðningsfólk UMFG sækir og fylgist með efla viðnámsþrótt og samkennd samfélagsins sem þó er sundrað. Þar hafa börn og fullorðnir tækifæri til þess að hittast sem annars væri ekki möguleiki. UMFG er og verður sameiningartákn okkar Grindvíkinga þrátt fyrir tímabundið aðsetur utan sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna málið áfram.
**8. Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur óskar eftir stuðningi - 2406086 **
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og Gunnar Már.
Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur hefur sent bæjarstjórn beiðni um fjárhagsstyrk til að styðja við starfsemina. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
**9. Samningar við félög og félagasamtök 2024 - 2401212**
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, bæjarstjóri, Hallfríður og Hjálmar.
Farið yfir samstarfssamninga við félög og félagasamtök á frístunda- og menningarsviði. Bæjarstjórn samþykkir að greiða allt að kr. 11.300.000 vegna almenns rekstrar Golfklúbbs Grindavíkur og rekstrar mannvirkja með vísan í gildandi samstarfssamning.
**10. Beiðni um styrk til tækjakaupa - 2406101 **
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Til máls tóku: Ásrún og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. Lagt fram erindi frá S240, óstofnuðu félagi, sem óskar eftir styrk til tækjakaupa.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
**11. Kosning í nefndir samkvæmt C-lið 48. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 2205252 **
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri og Hallfríður.
Lögð fram tillaga um að Elísabet Bjarnadóttir verði aðalmaður í Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja í stað Atla Geirs Júlíussonar. Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
**12. Forkaupsréttur vegna sölu á skipinu Fjölnir GK-157, sknr. 1136 - 2406049**
Til máls tók: Ásrún.
Vísir hf. kt. 701181-0779 hefur gert kaupsamning vegna skipsins Fjölnir GK-157, sknr. 1136 og er Grindavíkurbæ boðinn forkaupsréttur, sbr, 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti.
**13. Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024 - 2401118 **
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Rán, Hjálmar, Gunnar Már, bæjarstjóri, Hallfríður og Sævar Þór.
Grindavíkurbær samþykkir að setja kr. 30.000.000 í nauðsynlegar viðgerðir á götum til að tryggja að bæjarfélagið haldi þeim sérhæfðu verktökum sem unnið hafa við sprunguviðgerðir á Nesvegi og/eða Austurvegi og þar með brúa bilið þar til fyrir liggur nákvæm greining á skiptingu kostnaðar milli þeirra aðila sem eiga að hlutast til um framkvæmdina.
**14. Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2024 - 2403177 **
Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar, Gunnar Már og Hallfríður.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**15. Fundargerðir 2024 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2404011 **
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 16:40.
Bæjarstjórn / 2. júlí 2024
[Bæjarstjórn nr. 573](/v/27284)
Bæjarstjórn / 25. júní 2024
[Fundur 572](/v/27283)
Bæjarstjórn / 11. júní 2024
[Fundur 571](/v/27265)
Bæjarstjórn / 3. júní 2024
[Fundur 570](/v/27264)
Bæjarstjórn / 30. maí 2024
[Fundur 569](/v/27263)
Bæjarstjórn / 21. maí 2024
[Fundur 568](/v/27262)
Bæjarstjórn / 7. maí 2024
[Fundur 567](/v/27261)
Skipulagsnefnd / 3. júní 2024
[Fundur 133](/v/27259)
Skipulagsnefnd / 8. maí 2024
[Fundur 132](/v/27249)
Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023
[Fundur 128](/v/27248)
Bæjarstjórn / 30. apríl 2024
[Fundur 566](/v/27205)
Bæjarstjórn / 23. apríl 2024
[Fundur 565](/v/27194)
Bæjarstjórn / 17. apríl 2024
[Fundur 564](/v/27184)
Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024
[Fundur 131](/v/27169)
Bæjarstjórn / 4. apríl 2024
[Fundur 562](/v/27168)
Bæjarstjórn / 10. apríl 2024
[Fundur 563](/v/27163)
Bæjarstjórn / 26. mars 2024
[Fundur 561](/v/27138)
Skipulagsnefnd / 25. mars 2024
[Fundur 130](/v/27133)
Skipulagsnefnd / 25. mars 2024
[Fundur 130](/v/27131)
Bæjarstjórn / 19. mars 2024
[Fundur 560 ](/v/27114)
Bæjarstjórn / 12. mars 2024
[Fundur 559](/v/27096)
Bæjarstjórn / 20. febrúar 2024
[Fundur 556](/v/27040)
Bæjarstjórn / 13. febrúar 2024
[Fundur 555](/v/27026)
Bæjarstjórn / 8. febrúar 2024
[Fundur 554](/v/26997)
Bæjarstjórn / 30. janúar 2024
[Fundur 553](/v/26971)
Bæjarstjórn / 23. janúar 2024
[Fundur 552](/v/26943)
Bæjarstjórn / 16. janúar 2024
[Fundur 551](/v/26926)
Bæjarstjórn / 9. janúar 2024
[Fundur bæjarstjórnar nr. 550](/v/26907)
Bæjarstjórn / 29. desember 2023
[Fundur bæjarstjórnar nr. 549](/v/26890)