Vopnafjarðarhreppur
Sveitarstjórn - 32
= Sveitarstjórn =
== Fundur nr. 32 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
== 20. júní 2024 ==
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 13:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
=== Mætt til fundar ===
Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 20. júní 2024 í félagsheimilinu Miklagarði kl 13:00.
Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að taka inn fundargerð menningar- og atvinnumálanefndar nr 21 - 190624 til staðfestingar.
Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
- Tilnefning fulltrúa í hreindýraráð
Beiðni um tilnefningu fulltrúa í hreindýraráð frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
** Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps tilnefnir Hafdísi Báru Óskarsdóttur, en SSA tilnefnir í ráðið eins og verið hefur.**
Til máls tóku Valdimar O. Hermannsson, Hafdís Bára Óskarsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Umsagnarbeiðni tækifærisleyfis – USS bistro
Fyrir liggur umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis USS bistro.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps gerir ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis USS bistro samkvæmt fyrirliggjandi beiðni.**
Sigurður Grétar Sigurðsson óskar eftir að fá að víkja af fundi undir þessum lið.
Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Sigurður kemur aftur inn á fund.
- Erindi frá umhverfis- og framkvæmdaráði: Aðalskipulagsbreyting vegna veiðihúss í Hofsárdal
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst.**
Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Valdimar O. Hermannsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá umhverfis- og framkvæmdaráði: Deiliskipulagstillaga vegna veiðihúss í landi Hofs
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
** Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá umhverfis- og framkvæmdaráði: Umsagnir vegna framkvæmdaleyfisumsóknar í landi Torfastaða
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn heimilar skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út og veita framkvæmdaleyfi fyrir áformaðri skógrækt að teknu tilliti til umsagna og fyrirliggjandi staðfestingar frá Umhverfisstofnun.**
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá umhverfis- og framkvæmdaráði: Framkvæmdaleyfi fyrir landbótum á jörðum í Selárdal
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að kynna umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir umsagnaraðilum.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt með 5 atkvæðum. Hafdís Bára Óskarsdóttir og Bjartur Aðalbjörnsson sitja hjá.
- Skýrsla sveitarstjóra
Sveitarstjóri fór yfir verkefni sveitarfélagsins og svaraði spurningum.
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Jenný Heiða Hallgrímsdóttir.
Tillaga kom um að birta skýrslu sveitarstjóra með fundargerð og var það samþykkt samhljóða.
**Skýrsla/minnispunktar sveitarstjóra um stöður helstu mála, 20. Júní 2024.** **Hafnarframkvæmdir: **
- Viðræður/fundir hafa verið við fulltrúa Vegagerðarinnar um stöðu málsins af þeirra hálfu og einnig við forstjóra Brims og fulltrúa hans í tvígang. Stálþil komið en framkvæmd má frestast. Þá hafa einnig verið samtöl við KPMG - endurskoðanda okkar, sem mun leiðbeina með framh.
**Sundabúð: **
- Yfirfærsla starfsmanna til HSA gekk vel og búið að ná saman um þau atriði sem skipta þar máli, orlofsréttindi miðast við 31. maí og önnur atriði um samstarf verði klárað fyrir haustið.
- Þá er unnið að samningi um önnur atriði sem munu gilda frá 1. júní 2024, en varða til dæmis: húsaleigu, viðhald, búnað, birgðir, og bifreið, en heimahjúkrun-HSA og heimaþjónusta-Vfh.
**Sundlaug: **
- Áætlanir um viðhald á húsi hafa verið uppfærðar, og kostnaðaráætlun einnig, og samkvæmt því áliti er húsið ekki eins illa farið og talið var, en þarfnast klæðningar og all mikils viðhalds.
- Skynsamlegt að fresta upphafi framkvæmda til næsta árs, og undirbúa vel vegna kostnaðar, og einnig vegna fyrirliggjandi viðbótar jarðhitaleitar á svæðinu sem á að fara í gang í sumar.
**Tilraunaboranir í sumar:** ** **
- Íslenskar orkurannsóknir - ÍSOR hefur gert Jarðlagamælingar í rannsóknarholum í vor, og er unnið úr niðurstöðum þess, af Jarðfræðistofunni Stapa, sem mun koma á svæðið í framhaldi af því og staðsetja næstu borholu. Áætlað að nota sömu bora í Vesturárdal fyrir kalt vatn.
- Búið er að ná samkomulagi við landeigenda og verður gerður samningur eftir staðsetningu.
**Gatnaframkvæmdir: **
- Áætlað er að vinna við gatnaframkvæmdir við Hamrahlið og Miðbraut hefjist í síðari hluta júnímánaðar og standi yfir fram í september, en EFLA er með okkur í skipulagningu á þessu flókna verkefni, sem verður mun kostnaðarsamara en áætlun gerði ráð fyrir,
*sem má læra af*. **Aðrar framkvæmdir: **
- Eru fjölmargar, og misstórar, svo sem skólalóð, útisvæði við Sundabúð, og hleðslustöð ofl.ofl.
**Áherslubreytingar í stjórnsýslu: **
- Eru hafnar, m.a. með fundum og viðtölum við starfsmenn þjónustumiðstöðvar, og skrifstofu, en vegna mikilla breytinga og óvissu hjá starfsfólki á fyrri hluta árs þá verður innleiðing hæg.
**Önnur mál:** ** **
- Skýrslur og upplýsingagjöf sveitarstjóra, verða þróaðar á næstunni með sveitarstjórn Vfh.
*Valdimar O. Hermannsson*
Sveitarstjóri
- Hreppsráð nr. 28 - 060624
Lagt fram til kynningar.
Undir lið c. tók til máls Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Valdimar O. Hermannsson og Hafdís Bára Óskarsdóttir.
- Umhverfis- og framkvæmdaráð nr. 18 - 120624
Lagt fram til kynningar.
- Fjölskylduráð nr. 22 - 110624
Lagt fram til kynningar.
- Samband íslenskra sveitarfélaga nr. 948
Lagt fram til kynningar.
- Menningar- og atvinnumálanefnd nr. 21 – 190624
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn fer í sumarleyfi og er næsti fundur á dagskrá 22. ágúst n.k.. Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps fer með fullnaðarafgreiðslu í sveitarfélaginu í fjarveru sveitarstjórnar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.14:38.