Garðabær
Skipulagsnefnd Garðabæjar - 9
|
|**Skipulagsnefnd Garðabæjar**
|09.07.2024 kl. 16:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Kjartan Vilhjálmsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Hlynur Elías Bæringsson áheyrnarfulltrúi, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Anna María Guðmundsdóttir verkefnastjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
|
||Formaður skipulagsnefndar óskaði eftir því að tveimur málum sem voru ekki í fundarboði nefndarinnar verði tekin fyrir fundinn. Eru það mál nr.10 og 11 í fundargerð þessari.
|
Skipulagsnefnd samþykkir að málin verði tekin fyrir.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2403504 - Hnoðraholt norður - Þorraholt 2-4 - Dsk.br.**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður að lokinni auglýsingu ásamt þeim umsögnum og athugasemd sem borist hafa.
|
Skipulagsstjóri gerði grein fyrir fundi með þeim sem gerðu athugasemdir og lúta þær að áhrifum breytingarinnar á útsýni frá lóðum við Útholt. Einnig var gerð athugasemd við kynningargögn, að þau mættu vera ítarlegri. Á fundi með þeim sem athugasemdir gera voru kynntar skýringarmyndir sem sýna betur útsýnisbreytingar frá viðkomandi lóðum við Útholt. Ítarlegri gögn hafa ekki áhrif á þær athugasemdir sem gerðar eru.
Skipulagsnefnd leggur til að sú breyting verði gerð á tillögunni að hámarkshæð verði 77,5 metrar yfir sjávarmáli sem er 1,5 m lægri en auglýst tillaga gerir ráð fyrir. Ákvæði verði bætt við tillöguna um grænt yfirbragð bílastæðis næst Vetrarbraut.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með ofangreindum breytingum sem breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Umsóknaraðila er veittur frestur á að koma á framfæri viðbótargögnum og rökstuðningi vegna tillögunnar til fimmtudagsins 11. júlí 2024 kl. 16:00. Að því gefnu að þau gögn fullnægi því að koma frekar til móts við þær athugasemdir sem gerðar hafa verið og þá eftir atvikum að fyrir liggi samþykki þeirra sem athugasemdir hafa gert, skal skipulagsfulltrúa heimilt að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við auglýsta tillögu hvað hámarkshæð varðar, fyrir hönd skipulagsnefndar. Berist fullnægjandi gögn ekki telst tillagan afgreidd eins og að framan greinir.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2406282 - Hnoðraholt norður-dsk br-raðhús-fjölbýlishús íbúðareiningar**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem gerir ráð fyrir fjölgun íbúðareininga í raðhúsum við Útholt og Stekkholt og í fjölbýlishúsum sunnan Vorbrautar.
|
Skipulagsráðgjafar, Sigurður Einarsson og Unnur Íris Bjarnadóttir arkitektar hjá Batteríinu ehf gerðu grein fyrir tillögunni.
Vísað til frekari úrvinnslu hjá umhverfissviði og skipulagsráðgjafa.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2406836 - Miðbær, Svæði I og II, Garðatorg 1, dsk breyting**
|Elín Rita Sveinbjörnsdóttir hjá Eflu og Bjarki Eysteinsson hjá Heimum hf gerðu grein fyrir niðurstöðu valkostagreiningar vegna aðkomu að austanverðu að húsum við Garðatorg og tengsl við umferð um Hrísmóa.
|
Vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 1405080 - Móar, endurskoðað deiliskipulag**
|Elín Rita Sveinbjörnsdóttir hjá Eflu og Bjarki Eysteinsson hjá Heimum hf gerðu grein fyrir niðurstöðu valkostagreiningar vegna aðkomu að austanverðu að húsum við Garðatorg og tengsl við umferð um Hrísmóa.
|
Vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2202488 - Deiliskipulag Vetrarmýrar og Smalaholts. Golfvöllur og útivistarskógur.**
|Þráinn Hauksson landslagsarkitekt og skipulagsráðgjafi gerði grein fyrir tillögum að deiliskipulagi golfvallar og útivistarskógar sem er í mótun.
|
Vísað til áframhaldandi úrvinnslu hjá umhverfissviði og skipulagsráðgjafa.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2402118 - Lambamýri sorpskýli verslunar, dsk br Breiðamýri**
|Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Breiðumýrar að lokinni grenndarkynningu sem gerir ráð fyrir staðsetningu sorpkýlis verslunar og bílastæða meðfram Breiðumýri. Engar athugasemdir bárust.
|
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Breiðumýrar í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2406835 - Helguvík - Lambhagi 3 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við einbýlishúsið Helguvík við Höfðabraut á Álftanesi að austanverðu. Ekkert deiliskipulag er í gildi á staðnum.
|
Skipulagsnefnd vísar umsókninni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Grenndarkynna skal eigendum aðliggjandi lóða.
Þar sem að fyrir liggur að þeir sem grenndarkynning nær til gera ekki athugasemd við umsóknina er skipulagsstjóra heimilt að stytta tíma grenndarkynningar.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2407063 - Skerpluholt 11og 13 - dsk br. hækkun hæðarkóta**
|Lögð fram umsókn um breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem gerir ráð fyrir því að gólfkóti einbýlihúsanna að Skerpluholti 11 og 13 hækki um 50 cm. Hæð gólfkóta er skilgreind á útgefnum hæðablöðum.
|
Skipulagsnefnd metur tillöguna sem óverulega deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga. Grenndarkynna skal lóðarhöfum að Vorbraut 14 og 16 sem og Skerpluholti 8, 9 og 10.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2403398 - Kjarrprýði 4 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsalóð að Kjarrprýði 4.
|
Þar sem framkvæmt hefur verið í óleyfi á lóðinni má telja ljóst að erfitt verður að uppfylla ákvæði deiliskipulags Garðahrauns um verndun hraunmyndana á lóðinni.
Skipulagsnefnd óskar eftir skýringum lóðarhafa á því hvernig hann hyggst uppfylla fyrrgreind ákvæði deiliskipulags. Jafnframt er óskað eftir skýringum á því hvers vegna verkinu var hrundið af stað án tilskilinna leyfa.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2311540 - Þórukot - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á íbúðarhúsinu Þórukoti sem gerir ráð fyrir því að notkun breytist úr íbúðarhúsi í golfskála.
|
Notkun hússins sem golfskáli er tímabundin eða þar til að golfiðkun á svæðinu leggst af enda ekki gert ráð fyrir golfvelli þar í skipulagsáætlunum.
Fjarlægð frá næstu íbúðarhúsum er um 100 metrar og aðkoma að húsinu er beint frá Suðurnesvegi. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að húsið verði nýtt sem golfskáli með veitingaaðstöðu til bráðabirgða eða þangað til að golfvöllur hefur hafið starfsemi annarsstaðar á Álftanesi og íbúðarhús verði samþykkt við Þórukot eins og deiliskipulag Helguvíkur gerir ráð fyrir.
Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir vék af fundi undir þessum fundarlið.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2406882 - Skógarprýði 6 - DSK br.**
|Með vísan í sambærilega beiðni um uppskiptingu lóðar að Garðprýði 3 mælir skipulagsnefnd ekki með því að lóðinni Skógarprýði 6 verði skipt upp í tvær lóðir.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2406030F - Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 7**
|
|
|2404284 - Útholt 2 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2405437 - Þorraholt 13 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2405443 - Vorbraut 9 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2406346 - Spilda A í landi Grundar - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2403089 - Landakot II - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2406725 - Kinnargata 22 - Umsókn um byggingarleyf
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2403196 - Lambhagi 17 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
||Að loknum fundi var nefndarmönnum, bæði aðalmönnum og varamönnum boðið í sameiginlega skoðunarferð um Garðabæ. Ekið var í Hnoðraholt, Vetrarmýri og út á Álftanes.
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.
|