Dalabyggð
Byggðarráð Dalabyggðar - 325
|Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri og staðgengill sveitarstjóra, Magnína Kristjánsdóttir fjármálastjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sátu fundinn undir liðum 1 og 2.|
**1. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028**
|Rætt um einstaka þætti sem hafa þarf í huga við gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár, t.a.m. innleiðingu rafrænna lausna.|
Byggðarráð samþykkir að vinna samkvæmt þeim tímaramma sem lagður er til, sjá fylgigagn.
[Tímarammi vinnu við fjárhagsáæltun 2025 - 2028.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=Ibsz5qdUIUu1hZ12uHRhIA&meetingid=0rfPcim8UaAyBQsz5OF_w1)
[Ný þjóðhagsspá Hagstofu og forsendur (sumar 2024).pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=nOxSTkeYMEGxqdM_Mip9mQ&meetingid=0rfPcim8UaAyBQsz5OF_w1)
**2. 2407004 - Fjárhagsáætlun 2024 -staða mála á rekstri eftir 6 mánuði**
|Ekki er um veruleg frávik að ræða heilt yfir og reksturinn í jafnvægi.|
**3. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024**
**4. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024**
|Byggðarráð þakkar fyrir kynninguna og felur sveitarstjóra að vinna samkvæmt þeim umræðum sem fram fóru á fundinum í kjölfarið. Lokaskýrsla starfshópsins verður lögð fyrir sveitarstjórn á fundi í ágúst.|
**5. 2302004 - Vinnuhópur um úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi**
|Lokaskýrsla hópsins verður kynnt þegar líður frekar á sumarið. Samþykkt að taka málið upp í kjölfar þess í byggðarráði.|
**6. 2406029 - Félagsheimilið Tjarnarlundur**
|Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við meðeigendur Dalabyggðar um framtíðarfyrirkomulag varðandi rekstur og eignarhald á húsinu.|
**7. 2407001 - Umsagnarbeiðni Rekstrarleyfi Vínlandssetur ehf. vegna veitingastaðarins Blys.**
|Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við rekstrarleyfi með þeim fyrirvara að rekstraraðili hafi gert samning vegna sorphirðu.|
**8. 2403021 - Styrkvegir 2024**
|Byggðarráð samþykkir framkomna tillögu um útdeilingu fjármuna til viðhalds styrkvega en lýsir jafnframt vonbrigðum með að ekki sé um hærra framlag að ræða.|
**9. 2407005 - Bréf frá framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um tillögur ríkisins um breytingar á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits**
|Rætt var um framkomnar tillögur.|
Byggðarráð Dalabyggðar tekur undir bókun stjórnar Samtaka heilbrigðissvæða á Íslandi frá 8.nóvember 2023 og leggst gegn því að starfsemi heilbrigðiseftirlits verði færð til ríkisins.
**10. 2407007 - Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags**
|Byggðarráð veitir samþykki sitt fyrir grunnskólavist utan lögheimilis.|
**11. 2407008 - Umsókn um leikskólavist í öðru sveitarfélagi**
|Byggðarráð veitir samþykki sitt fyrir leikskólavist utan lögheimilis.|
**12. 2405001F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 39**
**12.1. 2310001 - Bæjarhátíð 2024**
Nefndin samþykkir dagskránna.
**12.2. 2003007 - Málefni Listasafns Dalasýslu**
Frestað til næsta fundar.
**13. 2401003 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2024**