Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 27. (2128)
|16.07.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Gunnar Valur Gíslason varamaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir varamaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir varaáheyrnarfulltrúi, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2404346 - Vorbraut 1 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vorbraut 1 ehf., kt. 440823-1300, leyfi fyrir byggingu fjölbýlishúss með sjö íbúðum að Vorbraut 1.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2403409 - Miðhraun 18 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Krókhálsi 13 ehf., kt. 510315-0490, leyfi til að breyta útliti og innra skipulagi iðnaðarhúsnæðis að Miðhrauni 18. Breytingar miða að lágmarks tilfærslum á núverandi hönnun. Ytri breytingar snúa aðallega að suð-austur og suð-vestur hlið. Innri breytingar eru flestar í mið og suðurhluta á jarðhæð hússins. Þær felast í að innrétta núverandi húsnæði sem dekkjaverkstæði og dekkjalager með tilheyrandi starfsmannarýmum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2406919 - Sunnuflöt 33 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Ingólfi Erni Guðmundssyni, kt. 310170-4889, leyfi til að byggja 42,2m2 viðbyggingu við bílskúr til norðurs, að Sunnuflöt 33.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2406835 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um viðbyggingu við húsið Helguvík, Lambhaga 3.**
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 9. júlí 2024 að vísa umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við einbýlishúsið Helguvík við Höfðabraut á Álftanesi að austanverðu, til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekkert deiliskipulag er í gildi á staðnum. Grenndarkynna skal eigendum aðliggjandi lóða. Þar sem fyrir liggur að þeir sem grenndarkynning nær til gera ekki athugasemd við umsóknina er skipulagsstjóra heimilt að stytta tíma grenndarkynningar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2403504 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem nær til lóðarinnar Þorraholt 2-4.**
|Samkvæmt afgreiðslu skipulagsnefndar á fundi nefndarinnar 9. júlí 2024, var umsóknaraðila veittur frestur til að koma á framfæri viðbótargögnum og rökstuðningi vegna tillögunnar. Á grundvelli slíkra gagna er skipulagsstjóra heimilt að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við auglýsta tillögu hvað hámarkshæð varðar. Viðbótargögn eru í yfirferð hjá skipulagsstjóra. Afgreiðslu frestað.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2402118 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu deiliskipulags Breiðumýri vegna lóðarinnar að Lambamýri 3.**
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 9. júlí 2024 að samþykkja tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Breiðumýrar, í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
Tillagan, sem varðar staðsetningu sorpskýlis verslunar og bílastæða meðfram Breiðumýri, var grenndarkynnt. Engar athugasemdir bárust.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2407063 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður vegna lóðanna við Skerpluholt 11 og 13 - dsk br. hækkun hæðarkóta.**
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 9. júlí 2024 að meta tillöguna sem óverulega deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísa henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr. sömu laga. Grenndarkynna skal lóðarhöfum að Vorbraut 14 og 16, sem og Skerpluholti 8, 9 og 10.
|
Tillagan varðar breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður sem gerir ráð fyrir því að gólfkóti einbýlishúsanna að Skerpluholti 11 og 13 hækki um 50 cm. Hæð gólfkóta er skilgreind á útgefnum hæðarblöðum.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2311540 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi notkun íbúðarhússins Þórukots á Álftanesi sem bráðabirgða golfskála.**
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 9. júlí 2024 að samþykkja að húsið verði nýtt sem golfskáli með veitingaðstöðu til bráðabirgða, eða þangað til golfvöllur hefur hafið starfsemi annarsstaðar á Álftanesi og íbúðarhús verði samþykkt við Þórukot eins og deiliskipulag gerir ráð fyrir.
|
Notkun hússins sem golfskáli er tímabundin eða þar til golfiðkun á svæðinu leggst af, enda er ekki gert ráð fyrir golfvelli þar í skipulagsáætlunum.
Fjarlægð frá næstu íbúðarhúsum er um 100 metrar og aðkoma að húsinu er beint frá Suðurnesvegi.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2407142 - Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi nýja þjóðhagsspá Hagstofu Íslands, dags. 10. júlí 2024.**
|Ný þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og forsendur, lögð fram.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 8:20.
|