Suðurnesjabær
Framkvæmda- og skipulagsráð
= Framkvæmda- og skipulagsráð =
Dagskrá
Sigurður Elíasson óskaði eftir að fá að sitja fundinn í máli nr. 1.
=== 1.Brimklöpp 2 - umsókn um lóð ===
2406072
9 umsóknir hafa borist vegna endurúthlutunar einbýlishúsalóðar við Brimklöpp 2.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn nr.5, Rebekka Ósk Ragnarsdóttir dregin út og úthutað lóðinni.
=== 2.Báruklöpp 7 - Fyrirspurn um byggingu sólstofu ===
2407060
Eigandi Báruklappar 7 óskar eftir að fá að byggja sólstofu við norðausturhlið íbúðar skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið samþykkir að fela byggingarfulltrúa útgáfu byggingarheimildar með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.
=== 3.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar - Meiðastaðavegur 7A ===
2402064
Eigandi Meiðastaðavegar 7a sækir um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II.
Ráðið felur byggingafulltrúa að gefa jákvæða umsögn á grundvelli uppfærðara gagna og athugasemdalausrar úttektar á húsnæðinu. Nágrannasamþykki liggur fyrir.
=== 4.Skagabraut 36 - bílageymsla er stækkuð og breytt í íbúð ===
2405045
Eigandi Skagabrautar 36 sækir um að breyta bílgeymslu í íbúð skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og skipulagsfulltrúa falið að grendarkynna breytta notkun húsnæðis.
=== 5.Reykjanesbraut, Hafnarvegur - Garðskagavegur (Mat á umhverfisáhrifum) ===
2407061
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögnum um matsáætlun á tvöföldun Reykjanesbrautar á milli Hafnavegar og Garðskagavegar. Gögn málsins má sjá á skipulagsgatt.is undir máli nr. 853/2024.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina.
=== 6.Aðalskipulagsbreyting Höfnum - Hvammur og Selvogur ===
2407064
Reykjanesbær leggur fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi til umsagnar. Gögn málsins má sjá á skipulagsgatt.is undir máli nr. 141/2024.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna.
=== 7.Deiliskipulag fyrir Aðaltorg ===
2407063
Reykjanesbær leggur fram tillögu að deiliskipulag fyrir Aðaltorg til umsagnar. Gögn málsins má sjá á skipulagsgatt.is undir máli nr. 742/2024.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillöguna sem slíka en ítrekar ábendingu vegna aðalskipulagsbreytingar sama svæðis um mikilvægi þess að umferðalausnir/tengingar vegna hverfisins verði leystar innan svæðis Reykjanesbæjar þannig að Reykjanesbraut verði ekki þungamiðja innanbæjartenginga hverfisins.
=== 8.Deiliskipulag Skógarhverfis og Grænásbrautar ===
2407062
Reykjanesbær leggur fram tillögu að deiliskipulag Skógarhverfis og Grænásbrautar til umsagnar. Gögn málsins má sjá á skipulagsgatt.is undir máli nr. 745/2024.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
=== 9.Bræðraborgarland - þétting íbúðabyggðar - Fyrirspurn ===
2202070
Ný tillaga landeigenda lögð fram með fyrri fyrirspurn um heimild til breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags vegna þéttingu íbúðabyggðar á landi Bræðraborgar. Mál áður á dagskrá á 51. fundi ráðsins 6.2.2024 og á 43. fundi ráðsins 29.3.2023.
Tillaga landeigenda hefur ekki tekið þeim breytingum sem óskað var eftir og tillögu því hafnað. Skipulagsfulltrúa falið að leggja landeigendum ramma af uppbyggingu og fjölda íbúða í samræmi við fyrri umræður ráðsins.
=== 10.Gerðatún Efra - Reitur við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut - Tillaga að deiliskipulagi ===
2202043
Athugasemdarfresti vegna deiliskipulagstillögurnar lauk 18. júlí s.l. Alls bárust 7 umsagnir við tillöguna. Sjá umsagnir á skipulagsgatt.is undir máli nr. 636/2024
Ráðið samþykkir að bæta inn í texta við greinagerð skipulagsins frekari skilmálum vegna lagnainnviða svæðisins að ósk HS Veitna og eins verði sett inn tilvísun í 24. gr.laga um menningarminjar skv. ábendingu Minjastofnunar. Ekki bárust frekari athugasemdir um skipulagið. Lagt er til við bæjarstjórn að staðfesta skipulagið með ofangreindri breytingu og senda til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.
=== 11.Deiliskipulag: Iðngarðar: Endurskoðun ===
1806201
Athugasemdarfresti vegna endurauglýstrar tillögu að deiliskipulagi lauk 17. júlí s.l. Alls bárust 4 umsagnir við tillöguna. Sjá umsagnir á skipulagsgatt.is undir máli nr. 679/2024
Afgreiðslu máls frestað þar til samráðsfundur með Vegagerðinni hefur farið fram vegna með t.t. umsagnar.
=== 12.Deiliskipulag Ofan Garðvangs -Teiga- og Klappahverfi - Endurskoðun seinni hluta hverfis ===
2109110
Athugasemdarfresti vegna endurauglýstrar breytingu á deiliskipulagi lauk 17. júlí s.l. Alls bárust 5 umsagnir við tillöguna. Sjá umsagnir á skipulagsgatt.is undir máli nr. 683/2024
Afgreiðslu máls frestað þar til samráðsfundur með Vegagerðinni hefur farið fram vegna með t.t. umsagnar.
=== 13.Gauksstaðir, tillaga að deiliskipulagi ===
2407065
Eigendur Gauksstaða, landnr. 196408 leggja fram tillögu að deiliskipulagi frístundahússbyggðar undir ferðaþjónustu.
Ráðið tekur jákvætt í tillöguna en telur nauðsynlegt að samkomulag um endanlega útfærslu af vegtengingu svæðisins eða úrbótum á núverandi vegi liggi fyrir áður en tillagan fer í kynningarferli.
=== 14.Aðalskoðun leiksvæða ===
2011097
Skoðunarskýrslur leiksvæða og úrbætur lagðar fram til umfjöllunar.
Lagt fram til upplýsingar
=== 15.Suðurnesjabær - Umhverfismál ===
2302086
Tillögur um skógrækt í Suðurnesjabæ lagðar fram til umfjöllunar.
Ráðið leggur til að unnið verði í samræmi við tillögur sem voru til umfjöllunar.
Fundi slitið - kl. 18:45.