Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 28. (2129)
|30.07.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir varamaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2404296 - Tinnuvellir 11 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Ingu Cristinu Campos, kt. 010879-2139, leyfi fyrir byggingu hesthúss að Tinnuvöllum 11.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2403504 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem nær til lóðarinnar við Þorraholt 2-4. **
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar og afgreiðslu skipulagsstjóra á breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem nær til lóðanna Þorraholt 2-4.
|
Tillagan var auglýst 5. maí 2024 og var frestur til að gera athugasemdir við tillöguna til 13. júní 2024. Tillagan var jafnframt grenndarkynnt. Athugasemdir við tillöguna voru lagðar fram á fundi skipulagsnefndar 20. júní 2024 og var þeim vísað til úrvinnslu umhverfissviðs.
Fyrir liggur afstaða til athugasemda sem bárust og skal þeim aðilum sem gerðu athugasemdir send umsögn um þær.
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi forsendum:
- Lóðirnar Þorraholt 2-4, 2a og 2b (spennustöð og dælustöð) verði sameinaðar þannig að lóðin verði 11.406 m2.
- 3.000 m² bætt við bílageymslu í kjallara.
-Nýtingarhlutfall breytist úr 2,2 í 2,4.
-Hús nr. 2 er hækkað um 2,5m, verður í sömu hæð og upphaflegt deiliskipulag gerði ráð fyrir sem samþykkt var í desember 2021.
-Breidd byggingarreits húss nr. 2 minnkar úr 25m í 22m.
-Grasþaki breytt í bílastæðaþak á húsi nr. 2.
-Austurhluti 1. hæðar í húsi nr.2 verður atvinnurými í stað bílageymslu á 2 hæðum og byggingarreitur stækkar lítillega.
-Gert er ráð fyrir akstursrömpum innan lóðamarka.
-4 kjallarar í stað 2-3 kjallara.
-Kjallari 2 verður atvinnurými.
-Staðsetning spennistöðvar er inni á lóð Þorraholti 2-4. Lóð dælustöðvar felld út.
-Svalir og skyggni mega fara út fyrir byggingareit um allt að 2,0 metra.
Samþykkt er afgreiðsla skipulagsstjóra, í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar á fundi nefndarinnar 9. júlí 2024, að sú breyting verði gerð á tillögunni að hámarkshæð verði 78 metrar yfir sjávarmáli, sem er 1 metra lægri en auglýst tillaga gerir ráð fyrir. Ákvæði verði bætt við tillöguna um grænt yfirbragð bílastæðis næst Vetrarbraut.
Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1.mgr. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og þá skal niðurstaða bæjarráðs auglýst, sbr. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. .
|