Reykjavíkurborg
Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 48
==
==
[Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 48
](/fundargerdir/ibuarad-laugardals-fundur-nr-48-0)
**Íbúaráð Laugardals**
Ár 2024, miðvikudaginn, 12. ágúst, var haldinn 48. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug, Pálstofu og hófst kl. 16.30 Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Atli Stefán Yngvason, Þorleifur Örn Gunnarsson, Helga Margrét Marzellíusardóttir, Grétar Már Axelsson, Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir og Lilja Sigrún Jónsdóttir. Fundinn sat eftirfarandi starfsfólk: Arna Hrönn Aradóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 4. júní 2024 um samantekt íbúafundar borgarstjóra í Laugardal. MSS24020072
Fylgigögn
Lögð fram umsögn íbúaráðs Laugardals dags. 10. júní 2024, vegna tillögu um mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardal til framtíðar, sbr. samþykkt íbúaráðs Laugardals frá 29. maí s.l. SFS24050075
Fylgigögn
Lögð fram auglýsing Skipulagsgáttar dags. 16. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi vegna Klettasvæði - Klettagarðar. USK24050210
Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Laugardals að vinna drög að umsögn í samráði við fulltrúa ráðsins og skila inn fyrir tilskilinn frest.
Fylgigögn
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 8. júlí 2024, um endurgreiðslu styrks vegna verkefnis úr Sumarborg 2022. MSS22040042
Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
**Fundi slitið kl. 17.56**
Atli Stefán Yngvason Þorleifur Örn Gunnarsson
Helga Margrét Marzellíusardóttir Grétar Már Axelsson
Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir Lilja Sigrún Jónsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 12. ágúst 2024**