Garðabær
Bæjarstjórn Garðabæjar - 11. (944)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarstjórn Garðabæjar**
|
|**11. (944). fundur**
|
|
|15.08.2024 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Stella Stefánsdóttir varabæjarfulltrúi. Harpa Rós Gísladóttir varabæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson bæjarfulltrúi. Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
||Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.
|
Gunnar Valur Gíslason, fyrsti varaforseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Fundargerð bæjarstjórnar frá 20. júní 2024 er lögð fram.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2406026F - Fundargerð bæjarráðs frá 25/6 ´24.**
|Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls og ræddi 1.tl., Garðabæjarleiðina lykiltölur í leikskólamálum - kynningu.
|
Hrannar Bragi Eyjólfsson tók til máls og ræddi 10.tl., styrkbeiðni Hestamannafélagsins Spretts vegna Landsmóts hestamanna 2024. Óskaði hann hestamannafélaginu til hamingju með glæsilegt landsmót.
Sigríður Hulda Jónsdóttir tók til máls og ræddi 1.tl., Garðabæjarleiðina lykiltölur í leikskólamálum - kynningu.
Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi 1.tl., Garðabæjarleiðina lykiltölur í leikskólamálum - kynningu.
Fundargerðin sem er 11. tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2406036F - Fundargerð bæjarráðs frá 2/7 ´24.**
|Enginn kvaddi sér hljóðs.
|
Fundargerðin sem er 5. tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2407003F - Fundargerð bæjarráðs frá 9/7 ´24.**
|Enginn kvaddi sér hljóðs.
|
Fundargerðin sem er 16. tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2407009F - Fundargerð bæjarráðs frá 16/7 ´24.**
|Enginn kvaddi sér hljóðs.
|
Fundargerðin sem er 9. tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2407019F - Fundargerð bæjarráðs frá 30/7 ´24.**
|Enginn kvaddi sér hljóðs.
|
Fundargerðin sem er 2. tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2408004F - Fundargerð bæjarráðs frá 13/8 ´24.**
|Almar Guðmundsson ræddi 4.tl., gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Áréttaði hann bókun bæjarráðs um að bæjarstjóra sé falið að gæta hagsmuna Garðabæjar gagnvart Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þannig að sjóðurinn greiði Garðabæ í samræmi við raunkostnað skólamáltíða og raunfjölda nemenda í þjónustunni. Þá áréttaði hann jafnframt bókun bæjarráðs um að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að halda utan um þann kostnað sem fellur til vegna málsins, nýtingu áskrifta, umfang matarsóunar og greina hvernig innleiðing gjaldfrjálsra skólamáltíða tekst í grunnskólum Garðabæjar. Þá ræddi Almar jafnframt 11. tl., erindi Hafnarfjarðar - deiliskipulag borteiga í sunnanverðu Kapelluhrauni og bókaði að erindinu verði jafnframt vísað til umhverfisnefndar.
|
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 4.tl., gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi 4.tl., gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
Almar Guðmundsson tók aftur til máls og ræddi 4.tl., gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
Hrannar Bragi Eyjólfsson tók til máls og ræddi 6.tl., bréf frá Strætó bs. um aukið rekstrarframlag vegna hækkunar kostnaðar við aðkeyptan akstur.
Fundargerðin sem er 17.tl. er samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla mála:
|
|
|2408082 - Bréf Strætó bs um aukið rekstrarframlag vegna hækkunar kostnaðar við aðkeyptan akstur, dags. 8. ágúst 2024.
|
|
|
|„Bæjarstjórn samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2024, samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. (Mál nr. 2408082)
|
Strætó bs.
Aukið framlag til Strætó bs. vegna kostnaðarauka við aðkeyptan akstur. Kostnaðarhlutdeild Garðabæjar er kr. 14.069.412. - 10720."
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2406012F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 20/6 ´24. **
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2406029F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 9/7 ´24.**
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2407015F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 17/7 ´24.**
|Stella Stefánsdóttir tók til máls og ræddi 1.tl., snyrtilegt umhverfi 2024.
|
Ingvar Arnarson tók til máls og ræddi 2.tl., mengunarmælingar 2024.
Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi 2.tl., mengunarmælingar 2024.
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2406014F - Fundargerð velferðarráðs frá 19/6 ´24.**
|Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl., samning um þjónustu Samhjálpar við heimilislausa einstaklinga með miklar og flóknar þjónustuþarfir, 3.tl., úttekt á samræmdri móttöku flóttafólks og 4.tl., aðgerðaráætlun Garðabæjar í jafnréttismálum 2024-2026.
|
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls og ræddi 4.tl., aðgerðaráætlun Garðabæjar í jafnfréttismálum 2024-2026.
Brynja Dan Gunnarsdóttir tók til máls og ræddi 4.tl., aðgerðaráætlun Garðabæjar í jafnréttismálum - 2020-2026.
Gunnar Valur Gíslason tók til máls að nýju og ræddi jafnréttisstefnu Garðabæjar sem væri í undirbúningi.
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2401141 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 25/6 ´24.**
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2401135 - Fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 17/5 ´24.**
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2401607 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 26/6 ´24.**
|Stella Stefánsdóttir tók til máls og ræddi fundargerðina og málefni Reykjanesfólksvangs.
|
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2307150 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2024 - lántaka**
|Almar Guðmundsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga samtals að fjárhæð kr. 600.000.000 samkvæmt lánssamningi nr. 2408_36. Um er að ræða jafngreiðslulán með lokagjalddaga 5. nóvember 2055, með 2,5% árlegum föstum vöxtum allan lánstímann. Virkir vextir eru í samræmi við lið 1.D og eru 3,85%. Lánið er með uppgreiðsluheimild.
|
Þá gerði bæjarstjóri jafnframt grein fyrir tillögu um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga, samtals að fjárhæð kr. 400.000.000 samkvæmt lánssamningi nr. 2407_37. Um er að ræða jafngreiðslulán með lokagjalddaga 20. febrúar 2039, með 4,25% föstum vöxtum og án uppgreiðsluheimildar.
"Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að útgreiðslufjárhæð allt að kr. 600.000.000,- með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi,
auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á endurbótum á skólahúsnæði sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra, kt. 030572-2979, veitt fullt og
ótakmarkað umboð til þess f.h. Garðabæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð
sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 400.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til vegna byggingar 3.áfanga Urriðaholtsskóla sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra, kt. 030572-2979, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Garðabæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns."
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)