Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 30. (2131)
|20.08.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Guðný Hrönn Antonsdóttir, nýráðinn samskipta- og kynningarfulltrúi, sat fund bæjarráðs sem gestur.
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2408215 - Sorpa bs. - ESA mál.**
|Kynning á drögum að samkomulagi um lyktir máls Eftirlitsstofnunar ESA um ríkisstyrk til handa Sorpu í formi tekjuskattsundanþágu.
|
Haraldur Flosi Tryggvason Klein, lögmaður, mætti á fundinn og kynnti málið. Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu bs., sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir, fyrir hönd Garðabæjar, að efnahagsleg starfsemi Sorpu bs. verði færð í félag, eða eftir atvikum félög, með takmarkaðri ábyrgð. Efnahagsleg starfsemi í þessu tilliti tekur til reksturs móttöku- og flokkunarstöðvar í Gufunesi, gas- og jarðgerðarstöðvar á Álfsnesi og urðurnarstaðar á Álfsnesi. Tillögur um nánari útfærslur þessa munu liggja fyrir í upphafi árs 2025. Framangreind samþykkt bindur ekki hendur eigenda við frekari stefnumótun, þ.á.m. varðandi breytingar á rekstrarformi Sorpu bs., kjósi þeir svo.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2405334 - Lækjarfit 6 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Unni B. Johnsen, kt. 210383-5149, leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi hús að Lækjarfit 6.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2405041 - Tillaga umhverfisnefndar varðandi viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi.**
|Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar um viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi árið 2024. Fyrirhugað er að veita aðilum viðurkenningar við athöfn á Garðatorgi miðvikudaginn 28. ágúst nk. kl. 17:00.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2408257 - Sala á byggingarréttum lóða í Garðabæ.**
|Minnisblað vegna sölu byggingarrétta lóða í Garðabæ lagt fram.
|
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leita til tveggja fasteignasala um sölumeðferð byggingarrétta óseldra lóða. Lóðirnar skulu jafnframt auglýstar á vef Garðabæjar. Við ákvörðun lágmarksverðs skuli haft að leiðarljósi að söluverð nemi að lágmarki sömu lágmarksfjárhæð og í söluskilmálum og skulu lágmarksfjárhæðir framreiknaðar m.t.t. hækkunar á vísitölu. Þá skal við það miðað að slíkar lágmarksfjárhæðir skili sér nettó til sveitarfélagsins, a.t.t. til söluþóknunar fasteignasala. Gera skal bæjarráði reglulega grein fyrir framvindu málsins.
Samþykkt með fjórum atkvæðum (BF, SHJ, HBE, GK). Ingvar Arnarson greiddi atkvæði á móti.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2408200 - Bréf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um verkefnið, Göngum í skólann, dags. 14. ágúst 2024. **
|Bréf Fræðslu- og almenningsíþróttasviðs ÍS varðandi verkefnið Göngum í skólann, dags. 14. ágúst 2024.
|
Bæjarráð vísar erindinu til Skólanefndar grunnskóla.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00.
|