Vopnafjarðarhreppur
Sveitarstjórn - 33
== Fundur nr. 33 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
BA
Bjartur AðalbjörnssonNefndarmaður
AÖS
Axel Örn SveinbjörnssonNefndarmaður
SGS
Sigurður Grétar SigurðssonNefndarmaður
BM
Bobana MicanovicNefndarmaður
BHS
Björn Heiðar SigurbjörnssonNefndarmaður
KÓP
Kristrún Ósk PálsdóttirNefndarmaður
VOH
Valdimar O. HermannssonSveitarstjóri
ÍEJ
Íris Edda JónsdóttirRitari
Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 22. ágúst 2024 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00. Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að bæta inn þremur erindum frá umhverfis- og framkvæmdaráði „Framkvæmdaleyfi fyrir landbótum á jörðum í Selárdal”, „Ósk um stækkun á lóð við Hamrahlíð 16” og „Breyting á lóð við Búðaröxl 9”. Einnig var leitað afbrigða með því að bæta inn erindi „Forkaupsréttur Vopnafjarðarhrepps að fasteigninni Lónabraut 23, F 217-1990”. Til máls tóku: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson og Valdimar O. Hermannsson. Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur minnisblað frá sveitarstjóra varðandi hugmynd um kaup Vopnafjarðarhrepps á Lónabraut 4, húsnæðishluta Afls starfsgreinafélags.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps veitir sveitarstjóra fullt umboð til að ganga til samningaviðræðna við Afl starfsgreinafélag um kaup á fasteigninni og í framhaldi af því að leggja samning til staðfestingar fyrir sveitarstjórn.**
Til máls tóku Valdimar O. Hermannsson, Axel Örn Sveinbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur að skipta þarf um keðjur og lása í tveimur flotbryggjum af þremur í Vopnafjarðarhöfn, samkvæmt úttekt frá Köfunarþjónustunni.
Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga:
** Sveitarstjórn Vopnafjarðarhepps felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Köfunarþjónustuna á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og undirbúa viðauka fyrir framkvæmdinni.**
Til máls tóku Valdimar O. Hermannsson, Kristrún Ósk Pálsdóttir og Axel Örn Sveinbjörnsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur minnisblað sveitarstjóra varðandi afnám á vinnusluskyldu byggðakvóta.
Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga:
** Sveitarstjórn Vopnafjarðarhepps felur sveitarstjóra að óska eftir því formlega við Matvælaráðuneytið að vinnsluskylda byggðakvóta í Vopnafjarðarhreppi fiskveiðiárið 2023/2024 verði afnumin á grundvelli fyrirliggjandi samskipta hans við ráðuneytið.**
Til máls tóku Valdimar O. Hermannsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson og Kristrún Ósk Pálsdóttir.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir fundinum liggur beiðni frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga um viðbótarframlag frá sveitarfélögum á Austurlandi.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að veita Héraðsskjalasafni viðbótarfjárframlag að upphæð 400.000 kr. og felur sveitarstjóra að undirbúa viðauka í samræmi við það.**
Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson og Valdimar O. Hermannsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir fundinum liggur bréf frá Sambandi austfirskra kvenna þar sem óskað er eftir menningarlegu samstarfi við Vopnafjarðarhrepp varðandi uppsetningu á fræðsluskiltum um sögu kvenna í sveitarfélaginu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
** Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps vísar erindinu til afgreiðslu í Menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir fundinum liggur minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi gjaldfrjálsar máltíðir grunnskólabarna.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir með vísan til nýgerðra kjarasamninga og samkvæmt nánari útfærslu Sambands íslenskra sveitarfélaga.**
Til máls tóku Valdimar O. Hermannsson, Bobana Micanovic, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Bjartur Aðalbjörnsson
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Mál nr. 792-2024 í Skipulagsgátt.
Í lið c. í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi tillaga bókuð: Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hún heimili útgáfu framkvæmdaleyfisins að teknu tilliti til fyrirliggjandi umsagna og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
** Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps heimilar útgáfu framkvæmdaleyfis að teknu tilliti til fyrirliggjandi umsagna og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.**
Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson og Valdimar O. Hermannsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt með 4 atkvæðum. Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Kristrún Ósk Pálsdóttir og Bjartur Aðalbjörnsson sitja hjá.
Björn Heiðar, Bjartur og Kristrún gerðu grein fyrir hjásetu sinni vegna skorts á gögnum fyrir fundinn og ekki möguleiki á að setja sig inn í málið í tæka tíð.
Í lið d. í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi tillaga bókuð: Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar og vísar erindinu til sveitarstjórnar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir stækkun lóðar við Hamrahlíð 16.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Í lið e. í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi tillaga bókuð: Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir breytingu á lóðinni og vísar úthlutun til sveitarstjórnar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
** Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir breytingar á lóð við Búðaröxl 9 og vísar úthlutun á henni til hreppsráðs Vopnafjarðarhrepps.**
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Kristrún Ósk Pálsdóttir og Axel Örn Sveinbjörnsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Vopnafjarðarhreppur hefur þinglýstan forkaupsrétt á Lónabraut 23, fasteignanúmer F217-1990.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
** Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkkir að falla frá forkaupsrétti sínum að fasteigninni Lónabraut 23, F 217-1990, og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út nýjan lóðaleigusamning án kvaða um forkaupsrétt.**
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóri fór yfir verkefni sveitarfélagsins og svaraði spurningum.
Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjönsson og Valdimar O. Hermannsson.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson undir lið a.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tók Kristrún Ósk Pálsdóttir.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:12.