Vopnafjarðarhreppur
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 19
== Fundur nr. 19 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
BS
Borghildur SverrisdóttirNefndarmaður
SGS
Sigurður Grétar SigurðssonNefndarmaður
LÁ
Lárus ÁrmannssonNefndarmaður
AKÁ
Agnar Karl ÁrnasonNefndarmaður
SK
Sandra KonráðsdóttirNefndarmaður
ÁI
Ásmundur IngjaldssonNefndarmaður
IDJ
Ingólfur Daði JónssonNefndarmaður
VOH
Valdimar O. HermannssonSveitarstjóri
ÍEJ
Íris Edda JónsdóttirRitari
SJ
Sigurður JónssonByggingarfulltrúi
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 21. ágúst 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 10:00.
Sveitarstjóri kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir við tilraunaboranir eftir vatni.
Lagt fram til kynningar.
Fjallskilaskrá Vopnafjarðarhrepps 2024 liggur fyrir fundinum.
Fjallskilastjóri er Eyþór Bragi Bragason.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fjallskilaskrá ársins 2024 og verður hún birt á vef sveitarfélagsins.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Mál nr. 792-2024 í Skipulagsgátt.
Málið var kynnt í skipulagsgáttinni og var frestur til að skila umsögnum til 22 júlí sl. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Slökkviliði Múlaþings og
Hafrannsóknarstofnun. Í umsögnum er ekki lagst gegn veitingu leyfisins en lögð áhersla á mikilvægi vöktunar vegna framkvæmdarinnar auk þess sem Náttúrufræðistofnun gerir athugasemdir við að elri sé notaður við þar sem líkur séu á að það sé ágeng tegund.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hún heimili útgáfu framkvæmdaleyfisins að teknu tilliti til fyrirliggjandi umsagna og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur beiðni um stækkun lóðarinnar við Hamrahlíð 16 frá lóðarhafa ásamt drögum að merkjalýsingu fyrir lóðina. Stækkunin tekur til svæðis ofan við lóðina upp í brekkuna svipaða lengd og lóðirnar beggja vegna.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar og vísar erindinu til sveitarstjórnar.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggja drög að mæliblaði fyrir lóðina Búðaröxl 9 og lóðirnar beggja vegna við Búðaröxl.
Eftirfarandi tillaga liggur fyirir fundinum:
**Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir breytingu á lóðinni og vísar úthlutun til sveitarstjórnar.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:50.