Garðabær
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar - 21
|
|**Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar**
|21.08.2024 kl. 16:00 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður, Jóhann Steinar Ingimundarson aðalmaður, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir aðalmaður, Hjördís Guðný Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi, Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Sesselja Þóra Gunnarsdóttir fulltrúi skólastjóra.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi Garðabæjar.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2212136 - Verkferlar er varða aðgerðir í tengslum við rakaskemmdir o.fl. í húsnæði stofnana bæjarins.**
|Fræðslustjóri og grunnskólafulltrúi fóru yfir stöðu framkvæmda í þeim grunnskólum þar sem greinst hafa rakaskemmdir. Framkvæmdir hafa gengið vel í sumar og er þeim nú að mestu lokið nema í Garðaskóla. Framkvæmdum verður haldið áfram í skólanum í vetur og þess gætt að þær raski sem minnst skólastarfi.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2408206 - Ársskýrslur grunnskóla 2023-2024**
|Lagðar voru fram ársskýrslur grunnskóla skólaársins 2023-2024. Skólanefnd færir þakkir til skólafólks fyrir faglegar og vel unnar ársskýrslur. Þær bera vott um metnaðarfullt og gott skólastarf auk þess sem þær eru mikilvæg heimild og tæki til stefnumótunar í skólastarfinu. Skólanefnd leggur til frekari samræminga efnistaka í ársskýrslum og felur fræðslusviði að fylgja því eftir.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2408205 - Skólabyrjun 2024-2024. Fjöldi nemenda og fleiri upplýsingar**
|Rædd var skólabyrjun skólaársins 2024-2025. Í ár hófu 2653 nemendur nám í grunnskólum bæjarins, þar af 274 nemendur í 1. bekk.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2407085 - Minnisblað til sveitarfélaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir**
|Guðbjörg Linda Udengaard, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti minnisblað um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Garðabæ og verkferla vegna afgreiðslu skólamáltíða skólaárið 2024-2025. Eftir breytinguna greiðir Garðabær 56% af kostnaði við hverja máltíð á móti 44% framlagi ríkisins. Ekki er gert ráð fyrir að hlutdeild Garðabæjar verði meiri en þetta. Forráðafólk þarf að skrá börn sín eftir sem áður í mataráskrift eins og áður, reynt verður að leita allra leiða til að komast hjá matarsóun. Skólanefnd fylgist með framvindu málsins.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2408208 - Menntadagurinn 2024**
|Rætt var um Menntadaginn 2024 sem haldinn verður 1. nóvember nk. Formaður skólanefndar ræddi viðurkenningar skólanefndar fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf í Garðabæ. Skólanefnd felur fræðslu- og menningarsviði að vinna drög að umgjörð um viðurkenningar á framúrskarandi skólastarfi í Garðabæ sem verða veittar á Menntadaginn.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2408207 - Grunnskólar, árangur og líðan**
|Rætt var um skólastarf í grunnskólum Garðabæjar. Umræður voru um mælitæki sem grunnskólarnir nota og leiðir til umbóta, framfara og hvernig við tryggjum gæðaskólastarf. Skólanefnd telur nauðsynlegt að hafa samanburðarhæfar mælingar á námsárangri meðal annars til að hægt sé að þróa kennsluaðferðir út frá árangri. Skólanefnd felur fræðslu- og menningarsviði að draga fram stöðu nemenda í Garðabæ varðandi námsárangur og námsframvindu í samstarfi við skólastjórnendur og hagaðila og gera tillögur til úrbóta eftir því sem við á. Kynningar á þeirri vinnu fari fram á fundum skólanefndar fyrir næstu áramót. Ákveðið var að fá kynningu á niðurstöðum Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar á fund skólanefndar með áherslu á hagnýta og ráðgefandi úrvinnslu gagna.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.
|