Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 31. (2132)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarráð Garðabæjar**
|
|**31. (2132). fundur**
|
|
|27.08.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2304350 - Samkomulag ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppfærslu samgöngusáttmála frá árinu 2019 og samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald.**
|Á fund bæjarráðs komu Páll Björgvin Guðmundsson (Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu), Birgir B. Sigurjónsson (ráðgjafi), Þröstur Guðmundsson (Betri samgöngum ohf.), Jóhannes Rúnarsson (Strætó bs.), Ásthildur Helgadóttir (fulltrúi Kópavogs í viðræðuhópi um uppfærslu samgöngusáttmálans) og Guðjón Erling Friðriksson (fulltrúi Garðabæjar í viðræðuhópi um uppfærslu samgöngusáttmálans).
|
Kynntu þau Samgöngusáttmálann og viðauka við samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum, þar með talið innviðum almenningssamgangna, á höfuðborgarsvæðinu til 15 ára, þ.e. til og með ársins 2033, sem undirritað var hinn 26. september 2019. Viðaukinn var undirritaður af hálfu ríkisins annars vegar og Reykjavíkurborgar, Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupastaðar, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar, hins vegar, þann 21. ágúst 2024. Undirritun af hálfu ríkisins er með fyrirvara um að Alþingi samþykki þær lagabreytingar sem samkomulagið kveður á um. Að sama skapi er undirritun af hálfu sveitarfélaga með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi, sat jafnframt fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
Málinu er vísað til frekari umræðu í bæjarráði á næsta fundi bæjarráðs, þriðjudaginn 3. september 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2404115 - Mosagata 5-7 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Helga Þórissyni, kt. 111255-7419, leyfi fyrir sólskála á þaki, að Mosagötu 5-7.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2408276 - Þorraholt 3-9 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita ÞG Hnoðraholti ehf., kt. 660124-0470, leyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum að Þorraholti 3-9.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2408277 - Vorbraut 8-12 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita ÞG Asparskógum ehf., kt. 630916-0380, leyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum að Vorbraut 8-12.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2408296 - Beiðni Verðanda, leikfélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ um styrk vegna leiksýningar haustið 2024, dags. 16. ágúst 2024.**
|Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjóra og menningar- og safnanefndar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2401140 - Fundargerð 12. fundar Stefnuráðs byggðasamlaganna frá 14. ágúst 2024. **
|Fundargerð Stefnuráðs byggðasamlaganna frá 14. ágúst 2024, lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2408372 - Bréf Grænnar byggðar varðandi tilnefningu mannvirkis til Grænu skóflunnar, dags. 21. ágúst 2024. **
|Erindi Grænnar byggðar, dags. 21. ágúst 2024, þar sem fram kemur að Leikskólinn við Holtsveg 20, hafi verið tilnefndur til Grænu skóflunnar, sem er viðurkenning fyrir mannvirki sem byggð hafa verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum. Í erindinu er óskað eftir viðbótargögnum til framlagningar fyrir dómnefnd Grænu skóflunnar.
|
Bæjarráð vísar erindinu til Umhverfissviðs.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)