Dalabyggð
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 133
|Jón Egill Jónsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1 og 2.|
**1. 2408005 - Tómstundir/íþróttir skólaárið 2024-2025**
|Jón Egill íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir það starf sem boðið verður upp á í haust og búið er að skipuleggja.|
Fræðslunefnd lýsir ánægju með það framboð af tómstundum sem í boði verður.
[Íþróttir og tómstundir haust 2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=wnCqhQtFM0qtaduEnAYdJA&meetingid=xplY7YPl4ET_q_BcKD4vw1)
**2. 2408002 - Ungmennaráð 2024-2025**
|Lögð fram drög að auglýsingu eftir framboðum í ungmennaráð. Auglýsingin var samþykkt með á orðnum breytingum og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma auglýsingu og kynningarefni á framfæri til ungmenna. Framboðsfrestur er til og með 9. september n.k.|
**3. 2305001 - Skólaþjónusta**
**4. 2408003 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2024-2025**
|Varðandi skólalóð, öryggismál og leiksvæði, þá óskar fræsðlunefnd eftir því að byggingarnefnd/byggðarráð taki umræðu um þennan mikilvæga þátt við framkvæmdaaðilann sem og eftirlitsaðilann sem sér um byggingarstjórn og eftirlit með verkinu er varðar aðstöðu nemenda grunnskólans samanber minnisblað skólastjóra.|
Varðandi leiktæki á skólalóð þá mælist fræðslunefnd til að það verði skoðað hvað helst vanti á núverandi lóð í samráði við skólastjórnendur.
Rætt um kynningarfund sem haldinn verður þann 4. september n.k. í Dalabúð þar sem Menntastefna Dalabyggðar verður kynnt. Fræðslunefnd hvetur alla áhugasama til að mæta á fundinn sem haldinn verður í Dalabúð kl. 17:30.
[Minnisblað skólastjóra-Til fræðslunefndarfund 27.8.2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=hFSAImTE0KdjmXqX0tQzw&meetingid=xplY7YPl4ET_q_BcKD4vw1)
**5. 2408004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2024-2025**
|Ljóst er að börnum er að fjölga á leikskólanum þegar líður á haustið, eru 23 börn nú en stefnir í að verði 27 börn í nóvember. Rætt um mönnum og stöðu hennar.|
**7. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024**
|Varðandi viðbótartillögur sem vísað var til fræðslunefndar þá var rætt um hvaða möguleikar væru til staðar. Fræðslunefnd óskar eftir við byggðarráð að þeir þættir sem tilgreindir eru í viðbótartillögum starfshópsins verði hafðir til hliðsjónar við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar fyrir komandi ár.|
[Skýrsla starfshóps, undirrituð..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=hAmCm8OcOEuoosom7uoWQQ1&meetingid=xplY7YPl4ET_q_BcKD4vw1)