Reykjavíkurborg
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 51
==
==
[Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 51
](/fundargerdir/ibuarad-haaleitis-og-bustadahverfis-fundur-nr-51)
**Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis**
Ár 2024, þriðjudaginn 27. ágúst, var haldinn 51. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl.16.33. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Friðjón R. Friðjónsson, Sigurður Lúðvík Stefánsson, Bjarney Kristín Ólafsdóttir og Guðrún Elísabet Ómarsdóttir. Fundinn sat einnig Arna Hrönn Aradóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð
**Þetta gerðist:**
Lagt fram bréf velferðarsviðs dags. 13. ágúst 2024, um óbreytta setu fulltrúa foreldrafélaga í íbúaráði Háleitis- og Bústaðahverfis tímabilið 2024 – 2026. Guðrún Elísabet Ómarsdóttir foreldrafélagi Breiðagerðisskóla tekur sæti sem aðalfulltrúi og Herborg Ingvarsdóttir foreldrafélagi Fossvogsskóla tekur sæti sem varafulltrúi. MSS22080029
Fylgigögn
Lagt fram bréf velferðarsviðs dags. 13. ágúst 2024, um að samkvæmt samkomulagi íbúasamtaka dags. 10. ágúst 2022, tekur Sigurður Lúðvík Stefánsson sæti sem aðalfulltrúi í íbúaráði Háaleitis- Bústaðahverfi tímabilið 2024 – 2026, í stað Gísla Kr. Björnssonar sem tekur sæti sem varafulltrúi. MSS22080029
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. ágúst 2024, um samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 26. júní s.l. um tillögu að hverfisskipulag Hlíða, hverfi 3.1. SN150530
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. ágúst 2024, um samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 26. júní s.l. um tillögu að hverfisskipulag Hlíða, hverfi 3.2. SN150531
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. ágúst 2024, um samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 26. júní s.l. um tillögu að hverfisskipulag Hlíða, hverfi 3.3. Öskjuhlíðahverfi. SN150532
Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Háaleitis og Bústaðahverfis haust 2024. MSS22080127
- Kl. 16.40 tekur Ívar Orri Aronsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
Fram fer kynning á Forvarnaráætlun barna og ungmenna 2024 - 2026. MSS24010139
Fylgigögn
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
Lögð fram greinargerð dags. 29. júlí 2024, vegna styrks úr Hverfissjóð 2023, fyrir verkefnið forvörn gegn fíkniefnum. MSS23030157
Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
**Fundi slitið kl. 18.07**
Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson
Friðjón R. Friðjónsson Sigurður Lúðvík Stefánsson
Bjarney Kristín Ólafsdóttir Guðrún Elísabet Ómarsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 27. ágúst 2024**