Suðurnesjabær
Bæjarráð
= Bæjarráð =
Dagskrá
=== 1.Fjárhagsáætlun - lántaka ===
2207012
Minnisblað frá sérfræðingi fjármála um lánakosti, með tillögu um heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum lið.
=== 2.Fjárhagsáætlun 2024-2027 ===
2303087
Tillaga um endurskoðun á þjónustugjaldskrá varðandi barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu, skv. áskorun frá Sambandi ísl. sveitarfélaga í tengslum við gerð kjarasamninga 2024. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að endurskoða viðkomandi liði í þjónustugjaldskrá til lækkunar, þannig að hækkun þeirra verði 3,5% frá gjaldskrá ársins 2023. Breytingin taki gildi frá og með 1. september 2024.
Samþykkt samhljóða að endurskoða viðkomandi liði í þjónustugjaldskrá til lækkunar, þannig að hækkun þeirra verði 3,5% frá gjaldskrá ársins 2023. Breytingin taki gildi frá og með 1. september 2024.
=== 3.Íþróttamannvirki ===
1901070
Erindi frá Knattspyrnufélaginu Víði með tillögu um staðsetningu á nýju íþróttasvæði milli byggðarkjarna Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:
Bæjarráð þakkar erindið, en bendir á að bæjarstjórn hefur þegar samþykkt staðsetningu á gervigrasvelli. Unnið er eftir þeirri samþykkt enda hafa forsendur ekki breyst.
Bæjarráð þakkar erindið, en bendir á að bæjarstjórn hefur þegar samþykkt staðsetningu á gervigrasvelli. Unnið er eftir þeirri samþykkt enda hafa forsendur ekki breyst.
=== 4.Gervigrasvöllur - hönnun og framkvæmdir ===
2408077
Minnisblað frá deildarstjóra umhverfismála með upplýsingum um verðkönnun vegna hönnunar á gervigrasvelli. Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að leggja fyrir næsta fund bæjarráðs tillögu um við hvaða aðila verði samið um verkefnið.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að leggja fyrir næsta fund bæjarráðs tillögu um við hvaða aðila verði samið um verkefnið.
=== 5.Búsetuúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda ===
2406068
Minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs og teymisstjóra barnaverndarþjónustu varðandi kostnað vegna neyðarúrræðis fyrir börn í einkareknum búsetuúrræðum.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins. Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með viðkomandi ráðherrum og embættismönnum um málefnið sem allra fyrst.
Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins. Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með viðkomandi ráðherrum og embættismönnum um málefnið sem allra fyrst.
=== 6.Heilbrigðisþjónusta í Suðurnesjabæ ===
2010066
Viljayfirlýsing um stuðning við opnun heilsugæsluþjónustu í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Bæjarráð fagnar stuðningi heilbrigðisráðherra og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við opnun heilsugæsluþjónustu í Suðurnesjabæ og veitir bæjarstjóra umboð til að undirrita viljayfirlýsingu þar um.
Bæjarráð fagnar stuðningi heilbrigðisráðherra og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við opnun heilsugæsluþjónustu í Suðurnesjabæ og veitir bæjarstjóra umboð til að undirrita viljayfirlýsingu þar um.
=== 7.Húsnæði og leiguhúsnæði í Suðurnesjabæ ===
2011102
Kauptilboð í eignina Tjarnargata 4.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra heimild til að ganga til samninga um sölu á eigninni.
Samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra heimild til að ganga til samninga um sölu á eigninni.
=== 8.Jarðhræringa á Reykjanesi - skýrsla um rýni. ===
2408013
Lokaskýrsla um rýni vegna jarðhræringa á Reykjanesi tímabilið 25.10.2023 til 23.05.2023.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
=== 9.Heimsókn til sorporkustöðvar í Finnlandi ===
2408052
Upplýsingar um áformaða ferð til að skoða sorporkustöð í Finnlandi.
Afgreiðsla:
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og mun tilnefna fulltrúa Suðurnesjabæjar í áformaða ferð.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og mun tilnefna fulltrúa Suðurnesjabæjar í áformaða ferð.
=== 10.Fasteignafélag Sandgerðis ===
2107018
Aðalfundur dags. 20.08.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
=== 11.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2024 ===
2401028
803. fundur stjórnar dags. 14.08.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
=== 12.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2024 ===
2401024
560. fundur stjórnar dags. 13.08.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 16:59.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að leita eftir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 425 mkr., sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins.