Fjarðabyggð
Bæjarráð - 861
**1. 2203087 - Fundur með forstjóra og upplýsingafulltrúa Alcoa**
|Fjallað um málefni Alcoa Fjarðaáls.|
| |
__Gestir__
|Fernando Costa forstjóri Alcoa - 00:00|
|Vigdís Diljá Óskarsdóttir stjórnandi samskipta- og samfélagsmála - 00:00|
**2. 2404213 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025**
|Tekin fyrir úthlutun á fjárhagsrömmum fyrir málaflokka og svið Fjarðabyggðar vegna ársins 2025.|
Bæjarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma áætlunar 2025 og felur
fjármálastjóra að gefa þá út til nefnda.
[Ný þjóðhagsspá Hagstofu og forsendur (sumar 2024).pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=uAHsYbrypUu8jlCiamOxAA&meetingid=opIFEEz90OhkhOaEyJ3Vw1
&filename=Ný þjóðhagsspá Hagstofu og forsendur (sumar 2024).pdf)
[Þjóðhagsspá í júní 2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=bE60k86qHEeF2NWZXuJ4ZA1&meetingid=opIFEEz90OhkhOaEyJ3Vw1
&filename=Þjóðhagsspá í júní 2024.pdf)
| |
__Gestir__
|Deildarstjóri fjármálasviðs - 00:00|
|Fjármálastjóri - 00:00|
**3. 2408127 - Veikindalaun 2024**
|Lögð fram greining fjármálastjóra á kostnaði við veikindalaun fyrstu sex mánuði ársins ásamt tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024.|
Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði vegna veikindalauna til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2024. Fjármálastjóra falið að setja fram viðaukann.
| |
__Gestir__
|Fjármálastjóri - 00:00|
|Deildarstjóri fjármálasviðs - 00:00|
|Fjármálastjóri - 00:00|
**4. 2306063 - Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði**
|Framlagðar nýjar beiðnir landeigenda Óseyrar í Stöðvarfirði um smölun sauðfjár sem er á jörðinni ásamt afriti af tölvupóstum sem sendir hafa verið á fjáreigendur sem líkindi eru til að eigi sauðfé sem um ræðir. Andmælafrestur er til 3. september en andmæli hafa ekki borist.|
[Tölvupóstur landeigenda Óseyrar 27 til 29 ágúst.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=PgeAJFxUDEyi3Mw7uLGpg&meetingid=opIFEEz90OhkhOaEyJ3Vw1
&filename=Tölvupóstur landeigenda Óseyrar 27 til 29 ágúst.pdf)
**5. 2407007 - Ágangsfé í landi Áreyja**
|Tekið fyrir að nýju erindi landeiganda Áreyja vegna ágangs sauðfjár á jörðinni. Fjáreigandi brást við og smalaði áreyrar sem ágangur sauðfjár hefur verið á. Jafnframt lögð fram ný kvörtun um ágang.|
Bæjarráð felur bæjarritara að hafa samband við hlutaðeigandi fjáreiganda.
**6. 2406060 - Drög að flokkun fimm virkjunarkosta**
|Framlögð drög að umsögn Fjarðabyggðar í síðara umsagnarferli vegna mats á Hamarsvirkjun sem virkjanakosts en tillaga verkefnastjórnar er að virkjunin fari í verndarflokk.|
Jón Björn Hákonarson vék af fundi.
Bæjarráð samþykkir umsögnina og felur bæjarritara að skila henni í samráðsgátt.
**7. 2408135 - Tæknidagur Fjölskyldunnar 2025**
|Framlagt bréf Verkmenntaskóla Austurlands þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttahúsinu á Norðfirði vegna tæknidags fjölskyldunnar.|
Bæjarráð samþykkir að styrkja tæknidaginn sem nemur afnotum af íþróttahúsinu á Norðfirði, tekið af liðnum óráðstafað.
[Bréf til bæjarráðs - Tæknidagur.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=9ib72Ai4rEim9ZByTGJaw&meetingid=opIFEEz90OhkhOaEyJ3Vw1
&filename=Bréf til bæjarráðs - Tæknidagur.pdf)
**8. 2406071 - Starfsemi Ilms**
|Framlögð drög viljayfirlýsingar vegna áforma TandraOrku ehf. um uppbyggingu verksmiðju sem framleiðir lífkol.|
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og felur bæjarritara að undirrita hana.
**9. 2404200 - Málefni Sköpunarmiðstöðvar**
|Fjallað um málefni Sköpunarmiðstöðvarinnar og framtíða hennar ásamt tillögu um að Austurbrú og Fjarðabyggð skipi fulltrúa í stjórn hennar.|
Bæjarráð vísar erindi til stjórnar menningarstofu.
**10. 2408145 - Styrkveitingar til starfa án staðsetningar**
|Framlögð til kynningar auglýsing innviðaráðuneytisins um styrkveitingar til ríkisstofnana vegna óstaðbundinna starfa.|
Bæjarráð felur upplýsingafulltrúa að taka saman yfirlit yfir innviði sem nýst geta ef stofnanir flytja starfsemi í sveitarfélaginu og koma því framfæri.
[Stjórnarráðið _ 150 milljónir í styrki til að fjölga óstaðbundnum störfum á landsbyggðinni.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=0erL_Ym6rEGhTQrtEsoblA&meetingid=opIFEEz90OhkhOaEyJ3Vw1
&filename=Stjórnarráðið _ 150 milljónir í styrki til að fjölga óstaðbundnum störfum á landsbyggðinni.pdf)
**11. 2205170 - Nefndaskipan Framsóknarflokks 2022-2026**
|Framsóknarflokkurinn tilkynnir um nefndabreytingar. Tinna Hrönn Smáradóttir tekur sæti Birgis Jónssonar í fjölskyldunefnd. Jafnframt tekur Pálína Margeirsdóttir sæti varaformanns.|
**12. 2011203 - Stjórnkerfisnefnd 2020-2024**
|Farið yfir stjórnkerfi Fjarðabyggðar|