Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1664
**1664. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í Tollhúsi við Tryggvagötu, þriðjudaginn 3. september 2024 og hófst hann kl. 14:00.**
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, í Teams, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
**1. Hús á sprungusvæðum í Grindavík - 2408033**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðjón Bragason, ráðgjafi, Árni Þór Sigurðsson, FUMG, Gylfi Þór Þorsteinsson, FUMG, Fráfarandi sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs í Teams, hafnarstjóri og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar.
Lagt fram minnisblað um uppgjör vegna húsa á hættusvæðum, dags. 27. ágúst 2024.
Fyrirhugaður er vinnufundur Grindavíkurbæjar og Grindavíkurnefnarinnar um aðgerðir varðandi mannvirki á og við sprungur.
**2. Lokunarpóstar við Grindavík - 2409001**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðjón Bragason, ráðgjafi, Árni Þór Sigurðsson, FUMG, Gylfi Þór Þorsteinsson, FUMG, fráfarandi sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs í Teams, hafnarstjóri og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar.
Bæjarráð leggur áherslu á að bærinn verði opnaður sem fyrst fyrir almenningi og lokunarpóstarnir verði aflagðir í núverandi mynd.
**3. Verkefni skipulags- og umhverfissviðs - 2408032**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðjón Bragason, ráðgjafi, sviðsstjórar Grindavíkurbæjar, launafulltrúi, sérfræðingur tæknideildar og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar.
Lögð fram greinargerð um stöðu mála á skipulags- og umhverfissviði og tillögur um nýtt skipulag á sviðinu, dags. 27. ágúst 2024.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar.
**4. Niðurrif á Hópinu - 2406039**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðjón Bragason, ráðgjafi, sviðsstjórar Grindavíkurbæjar, launafulltrúi, sérfræðingur tæknideildar, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar og Skarphéðinn Berg Steinarsson, ráðgjafi.
Lagt fram minnisblað frá umsjónamanni fasteigna Grindavíkurbæjar varðandi framtíð Hópsins, dags. 23.08.2024 og minnisblað frá Batteríinu um skipulag til framtíðar vegna aðgengis ferðamanna til að áhrif jarðskjálfta og eldgosa, dags. 10.07. 2024.
Bæjarráð samþykkir að stofna vinnuhóp sem vinnur áfram með þær tillögur sem fram koma í minnisblöðunum og samþykkja eftirfarandi í hópinn:
Elísabet Bjarnadóttir
Sigurður Rúnar Karlsson
Eggert Sólberg Jónsson
Skarphéðinn Berg Steinarsson
Fulltrúi bæjarstjórnar
**5. Félagsmál Grindavíkurbæjar - stöðuskýrsla - 2409003**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðjón Bragason, ráðgjafi, sviðsstjórar Grindavíkurbæjar, launafulltrúi, sérfræðingur tæknideildar og skólastjóri tónlistarskólans í Grindavík.
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs um verkefni á sviðinu, dags. 29. ágúst 2024.
**6. Starfsemi Grindavíkurbæjar - mannauður til framtíðar - 2408040**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðjón Bragason, ráðgjafi, sviðsstjórar Grindavíkurbæjar, launafulltrúi og sérfræðingur tæknideildar.
Farið yfir starfsemi og starfsmannahald næstu mánuði.
**7. Nafngiftir nýrra náttúrufyrirbæra - 2408042**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðjón Bragason, ráðgjafi, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sérfræðingur tæknideildar.
Lagt fram minnisblað um nafngiftir nýrra náttúrufyrirbæra, dags. 30.08.2024.
**8. Aðstaða UMFG til æfinga og keppni - 2404147**
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Lagður fram leigusamningur við Kópavogsbæ vegna aðstöðu í íþróttahúsinu við Kársnesskóla með gildistíma 1. okt. 2024 til 31. maí 2025.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
**9. Áfangastaðurinn Grindavík í kjölfar náttúruhamfara - 2408038**
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Lagt fram minnisblað frá Batteríinu, dags. 10.07.2024 um framtíðarskipulag í Grindavík.
**10. Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur óskar eftir stuðningi - 2406086**
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Lagt fram erindi frá Stjórn knattspyrnudeildar UMFG varðandi styrk að fjárhæð 10.000.000 kr.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna málið áfram.
**11. Viðburðir og samverustundir fyrir Grindvíkinga veturinn 2024-2025 - 2408035**
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs fór yfir skipulag samverustunda veturinn 2024-2025.
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra að vinna málið áfram.
**12. Starfsstyrkir á frístunda- og menningarsviði 2025 - 2408037**
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Lagt fram yfirlit um tillögur að samstarfssamningum á árinu 2025 og áætluðum kostnaði vegna þeirra.
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra frístunda- og menningarnefndar að vinna málið áfram.
**13. Kvikan - Opnunartími veturinn 2024-2025 - 2408017**
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að útfæra opnunartíma Kvikunnar þrjá til fjóra daga í viku frá og með 9. september nk. Tilgangur er að búa til samfélagsmiðstöð fyrir Grindvíkinga heima í Grindavík.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45.
Bæjarráð / 3. september 2024
[Fundur 1664](/v/27335)
Bæjarstjórn / 27. ágúst 2024
[Fundur 576](/v/27327)
Bæjarstjórn / 21. ágúst 2024
[Fundur 575](/v/27316)
Bæjarráð / 14. ágúst 2024
[Fundur 1663](/v/27305)
Bæjarstjórn / 23. júlí 2024
[Fundur 574](/v/27293)
Bæjarstjórn / 2. júlí 2024
[Bæjarstjórn nr. 573](/v/27284)
Bæjarstjórn / 25. júní 2024
[Fundur 572](/v/27283)
Bæjarstjórn / 11. júní 2024
[Fundur 571](/v/27265)
Bæjarstjórn / 3. júní 2024
[Fundur 570](/v/27264)
Bæjarstjórn / 30. maí 2024
[Fundur 569](/v/27263)
Bæjarstjórn / 21. maí 2024
[Fundur 568](/v/27262)
Bæjarstjórn / 7. maí 2024
[Fundur 567](/v/27261)
Skipulagsnefnd / 3. júní 2024
[Fundur 133](/v/27259)
Skipulagsnefnd / 8. maí 2024
[Fundur 132](/v/27249)
Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023
[Fundur 128](/v/27248)
Bæjarstjórn / 30. apríl 2024
[Fundur 566](/v/27205)
Bæjarstjórn / 23. apríl 2024
[Fundur 565](/v/27194)
Bæjarstjórn / 17. apríl 2024
[Fundur 564](/v/27184)
Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024
[Fundur 131](/v/27169)
Bæjarstjórn / 4. apríl 2024
[Fundur 562](/v/27168)
Bæjarstjórn / 10. apríl 2024
[Fundur 563](/v/27163)
Bæjarstjórn / 26. mars 2024
[Fundur 561](/v/27138)
Skipulagsnefnd / 25. mars 2024
[Fundur 130](/v/27133)
Skipulagsnefnd / 25. mars 2024
[Fundur 130](/v/27131)
Bæjarstjórn / 19. mars 2024
[Fundur 560 ](/v/27114)
Bæjarstjórn / 12. mars 2024
[Fundur 559](/v/27096)
Bæjarstjórn / 20. febrúar 2024
[Fundur 556](/v/27040)
Bæjarstjórn / 13. febrúar 2024
[Fundur 555](/v/27026)
Bæjarstjórn / 8. febrúar 2024
[Fundur 554](/v/26997)