Dalabyggð
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 149
|Margrét Róbertsdóttir starfsmaður Eflu sat fundinn undir lið 1.|
**1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal**
|Umræður spunnust um deiliskipulagið og þau drög sem kynnt voru. Samþykkt að vinna málið áfram á milli funda þannig að hægt verði að leggja fram tillögu um uppfært skipulag á næsta fundi nefndarinnar.|
**2. 2408011 - Vindorkuver í landi Sólheima, umhverfismatsskýrsla**
|Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir lengri tímafresti til þess að gefa umsögn um framkomna umhverfismatsskýrslu um vindorkugarð í landi Sólheima. |
Skýrslan er gríðarlega efnismikil og snertir það marga viðamikla þætti í innviðum í Dalabyggð, og stangast á við gildandi aðalskipulag. Í ljósi framangreinds óskar nefndin eftir því að fá rýmri frest til að skila af sér umsögn eða þar til eftir næsta reglubundna fund umhverfis- og skipulagsnefndar sem verður haldinn 2. október n.k.
**3. 2408013 - Vindorkuver í landi Garpsdals umhverfisskýrsla**
|Sveitarstjóra falið að ganga frá umsögn Dalabyggðar um fyrirliggjandi umhverfisskýrslu í landi Garpsdals, í samstarfi við skipulagsfulltrúa, í samræmi við umræður á fundinum.|
**4. 2408008 - Umsókn um byggingarleyfi Rauðbarðaholt 3**
|Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um að fullnægjandi gögn hafi borist byggingarfulltrúa.|
**5. 2409001 - Umsókn um byggingarleyfi að Ljárskógaströnd 17**
|Umsóknin er í samræmi við deili- og aðalskipuskipulagsbreytingar sem nú eru í ferli hjá Skipulagsstofnun. |
Ekki er unnt að gefa út byggingarleyfi fyrr en skipulögin bæði hafa tekið gildi og fullnægjandi gögn hafa borist byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að þessum formsatriðum uppfylltum.
**6. 2409003 - Umsókn um byggingarleyfi Ljárskógaströnd 26**
|Umsóknin er í samræmi við deili- og aðalskipuskipulagsbreytingar sem nú eru í ferli hjá Skipulagsstofnun. |
Ekki er unnt að gefa út byggingarleyfi fyrr en skipulögin bæði hafa tekið gildi og fullnægjandi gögn hafa borist byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að þessum formsatriðum uppfylltum.
**7. 2405003 - Aðkomutákn við Búðardal**
|Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að staðsetningu.|
[adkomutakn-afstada.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=4ql008HX8kSZWBKrXEUi7w&meetingid=PmqLfiu2ZEiJRWWBczHEYA1)
**8. 2409004 - Umsókn um breytingu á hönnun að Jörfa**
|Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir beiðni um breytingu á fyrirliggjandi hönnun með fyrirvara um að fullnægjandi gögn hafi borist byggingarfulltrúa.|
**9. 2408007 - Framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar**
[Breidafjardarskyrsla-juni-2024..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=zyO5f_9Re0evod0kFC5NTw1&meetingid=PmqLfiu2ZEiJRWWBczHEYA1)