Garðabær
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 10
|
|
|
|**1. 2406835 - Helguvík - Lambhagi 3 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi. Gert er ráð fyrir að ný vinnustofa verði reist við húsið. Gengið er inn í vinnsustofu um nýjan inngang sem gerður er gegnum núverandi bílageymslu. Gert er ráð fyrir að núverandi forstofurými verði stækkað fram undir núverandi þakskyggni.
|
Þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu hlýtur umsókn um byggingarleyfi ferli í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstjóri vísar umsókninni til grenndarkynningar samkvæmt ofangreindri lagagrein. Grenndarkynna skal eigendum við Vindás og Melshús.
Þar sem að yfirlýsinga þeirra sem grenndarkynning nær til liggur fyrir er tími til að gera athugasemdir við tillöguna hér með styttur og gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt sem er í samræmi við grenndarkynnt gögn sbr.3.mgr.sömu greinar.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022.
|
|
|
|
|
|**2. 2408081 - Birkás 1 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn og meðfylgjandi skissa þar sem sótt er um staðsetningu smáhýsis við lóðarmörk raðhúslóðarinnar Birkiás 1 að Ásabraut. Smáhýsi yrði staðsett u.þ.b. 40 cm frá lóðarmörkum. Húsið er 2,64m x 3,8m að stærð, samtals 10 fm. Hæð er 2,33m.
|
Engin ákvæði erum um smáhýsi í deiliskipulagi Hraunsholts vestra.
Garðabær er eigandi aðliggjandi lands og því þarf samþykki sveitarfélagsins fyrir smáhýsi sem er nær lóðarmörkum en 3m.
Áður en skipulagsstjóri afgreiðir málið fyrir hönd Garðabæjar skal grenndarkynna hugmyndina eigendum parhússins Bjarkaráss 2 og 4 auk þess sem samþykki eigenda raðhúslengjunnar Birkiás 1-5 þarf að liggja fyrir.
|
|
|
|
|
|**3. 2407178 - Mosprýði 3 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn vegna sólskála við Mosprýði 3.
|
Fyrirhugaður sólskáli fer út fyrir byggingarlínu lóðar og er þar af leiðandi ekki í samræmi við skilmála uppdráttar deiliskipulags Garðahrauns. Umsóknin kallar á óverulega breytingu deiliskipulags Garðahrauns í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsstjóri vísar því umsókninni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum við Mosprýði 5 og 7 og Dalprýði 4 og 6 og Dalprýði 8 og 10. Samþykki parhúshlutans Mosprýði 1 þarf að liggja fyrir.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022.
|
|
|
|
|
|**4. 2406092 - Gilsbúð 7 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn, sem felur í sér að breyta efri hæð í íbúðarhúsnæði. Meðfylgjandi er samþykki eigenda að Gilsbúð 7.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti þegar að deiliskipulag Athafnasvæðis í Búðum hefur verið samþykkt og öðlast gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda.
|
|
|
|
|
|**5. 2404512 - Smiðsbúð 9 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingarleyfi ásamt tillögu að aðaluppdráttum.Tillaga er ekki í samræmi við skipulagsskilmála sem heimila aðeins íbúðir á efri hæðum gildandi deiliskipulagi fyrir Iðnbúð og Smiðsbúð. Tillaga sem auglýst hefur verið að deiliskipulagi athafnasvæðis í Búðum gerir ekki heldur ráð fyrir því að íbúðir séu heimilaðar á neðri hæðum.
|
Skipulagsstjóri getur því ekki fallist á að heimila byggingarleyfi í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|**6. 2407176 - Espilundur 9 - tilkynningarskyld framkvæmd**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja tilkynningu um framkvæmd. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|
|**7. 2407313 - Umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem felst í sameiningu lóða við Þorraholt ofl.**
|Lögð fram umsókn lóðarhafa um breytingar á deiliskipulagi Hnoðraholts Norður sem ná til fjölbýlishúslóðanna Þorraholt 3, 5, 7, 9, 11,13,15,17 og 19, húsgerðir F1 og F2.
|
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum auk smærri lagfæringa:
- Byggingarmagn neðanjarðar breytist á lóð Þorraholts 3.
- Lóðir 5, 7 og 9 sameinast í eina lóð.
- Byggingarreitir og byggingarmagn neðanjarðar breytast á lóðum Þorraholt 5, 7 og 9.
- Lóðir 11, 13 og 15 sameinast í eina lóð.
- Lóðir 17 og 19 sameinast í eina lóð.
Tillögu að sameiningum lóða eru vegna útfærslu á bílakjöllurum.
Skipulagsstjóri metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr.123/2010. Í samræmi við 2.ml. 3.mgr. 44.greinar sömu laga er fallið frá grenndarkynningu þar sem að deiliskipulagsbreytingin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og Garðabæjar.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
|
|
|**8. 2406834 - Þorraholt 13 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir fjölbýlishúss að Þorraholti 13 ásamt umsögnum deiliskipulagshöfundar og viðbrögðum aðalhönnuða við umsögninni.
|
Með vísan í umsögn deiliskipulagshöfundar, viðbrögð aðalhönnuðar og fund skipulagsstjóra með deiliskipulagshöfundi og aðalhönnuði þann 20.ágúst sl. gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við framlagða uppdrætti.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi þegar að óveruleg deiliskipulagsbreyting hefur tekið gildi.
|
|
|
|
|
|**9. 2406817 - Stekkholt 14 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn fyrir Stekkholt 14, ásamt samþykkt lóðarhafa að Stekkholti 12 sem snýr að stiga á lóðarmörkum.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti og þegar að gert hefur verið grein fyrir útfærslu lóðar og ofanvatnslausna.
|
|
|
|
|
|**10. 2406431 - Stekkholt 51 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn. Óskað var eftir umsögn deiliskipulagshöfundar og komu athugasemdir. Uppdrættir hafa verið lagfærðir í samræmi við þær. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|
|**11. 2406430 - Stekkholt 53 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn. Óskað var eftir umsögn deiliskipulagshöfundar og komu athugasemdir. Uppdrættir hafa verið lagfærðir í samræmi við þær. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|
|**12. 2408458 - skerpluholt 4 - Deiliskipulagsbreyting**
|Lögð fram umsókn um breytingu deiliskipulag Hnoðraholts Norður sem nær til einbýlishúslóðarinnar Skerpluholt 4.
|
Tillagan gerir ráð fyrir því að bílastæði lóðarinnar flytjist til vesturs.
Skipulagsstjóri metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2.mgr.43.greinar skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga. Grenndarkynna skal íbúum og eigendum Skerpluholts 2,3,5,6 og 7.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
|
|
|**13. 2407268 - Skerpluholt 3 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti. Skipulagsstjóri ítrekar að haft skal samráð við aðliggjandi lóðarhafa við frágang á lóðarmörkum og minnir á ákvæði deiliskipulags um hæðir veggja og girðinga á lóðum.
|
|
|
|
|
|
|**14. 2407063 - Skerpluholt 11og 13 - dsk br. hækkun hæðarkóta**
|Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem nær til lóðanna Skerpluholt 11 og 13 að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust. Tillaga skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
|
|
|
|**15. 2404411 - Vorbraut 37-47 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn fyrir Vorbraut 37-47. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem eru í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|
|**16. 2312042 - Vinastræti 1-3 - Umsókn um byggingarleyfi ( 3. áfangi Urriðaholtsskóli)**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti. Skipulagsstjóri óskar jafnframt eftir skýrari útlistun á bílastæðum á lóð á lóðaruppdrætti sem skal liggja fyrir við lokaúttekt. Samkvæmt sérskilmálum skulu bílastæði á lóð vera 130 en samkvæmt aðaluppdráttum eru þau aðeins 127. Ekki er unnt að telja bílastæði við sleppistæði sem almenn bílastæði.
|
|
|
|
|
|
|**17. 2305173 - Keldugata 5 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem gera ráð fyrir því að breyta rými í kjallara sem var lagnarými í geymslu. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað umrætt lagnarými varðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
|
|
|
|**18. 2405177 - Grímsgata 6 - DSK br.**
|Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á breytingu Urriðaholts Norðurhluta 4 að lokinni grenndarkynningu.Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarks byggingarmagn lóðarinnar Grímsgata 6 aukist um 60 m2. Engar athugasemdir bárust. Tillagan skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting á deiliskipulagi Urriðaholts Norðurhluta 4. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþyktt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022.
|
|
|