Fjarðabyggð
Stjórn menningarstofu - 7
**1. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins**
|Farið yfir stöðu safnsins og uppgjör tjónabóta vegna foktjóns ásamt varðveislu muna Hinriks Steinssonar. Gerð grein fyrir vinnu Landmótunar hf. sem er að vinna að tillögum og nýtingu lóðar safnsins.|
Stjórn tekur málið upp á næsta fundi og verður þá lögð fram áætlun um kostnað við endurgerð bragga ásamt því að kynning verður á tillögum Landmótunar hf.
**2. 2404200 - Málefni Sköpunarmiðstöðvar**
|Vísað frá bæjarráði til stjórnar menningarstofu tillögu um að Fjarðabyggð skipi fulltrúa í stjórn Sköpunarmiðstöðvarinnar.|
Stjórn menningarstofu samþykkir að fulltrúar af hálfu Fjarðabyggðar í stjórn Sköpunarmiðstöðvarinnar verði formaður og varaformaður stjórnar menningarstofu Fjarðabyggðar. Stjórnin tilnefnir því nú sem aðalmann til stjórnarsetu Jón Björn Hákonarson og sem varamann Guðbjörgu Söndru Óðinsdóttur Hjelm.
Jafnframt leggur stjórn til við bæjarráð að miðstöðin verði skilgreind sem fjórða menningarmiðstöðin á Austurlandi með það hlutverk að vera miðstöð skapandi lista og því beint til stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi að leitað verði samninga við hlutaðeigandi ráðuneyti um að samningur verði gerður við miðstöðina líkt og þær þrjár sem þegar hafa viðaukasamning um starfsemi sína sem hluta af menningarsamningi sveitarfélaganna á Austurlandi.
**3. 2404223 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2025**
|Lagt fram bréf fjármálastjóra um úthlutun bæjarráðs á fjárhagsramma stofunnar fyrir árið 2025.|
Stjórn felur sviðsstjóra að vinna að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 og leggja fyrir nefndina að nýju tillögur að fjárhagsáætlun og drög starfsáætlunar.
**4. 2408040 - Beiðni um viðbótarframlag 2024**
|Vísað frá bæjarráði til stjórnar menningarstofu beiðni Héraðsskjalasafns Austfirðinga um aukið framlag til reksturs safnsins.|
Stjórn samþykkir að fela formanni og bæjarritara að vinna með málið áfram og leggja að nýju fyrir stjórn til umfjöllunar.