Akraneskaupstaður
Skóla- og frístundaráð 244. fundur
[s. 433 1000](tel:4331000) [Vefir Akraneskaupstaðar](#)
= Skóla- og frístundaráð =
Dagskrá
=== 1.Sundmiðar og kort - ósk um kaup á starfrænni lausn ===
2408133
Óskað er eftir viðbótarfjárveitingu vegna kaupa á tæknibúnaði svo hægt verði að hætta útgáfu miða og korta á pappírsformi við sundlaugar Akraneskaupstaðar.
Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja fylgir málinu eftir.
Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja fylgir málinu eftir.
Skóla- og frístundaráð styður framlagða tillögu um kaup á nauðsynlegum tæknibúnaði skv. minnisblaði, til að hægt verði að koma aðgangsmiðum og kortum á stafrænt form. Málinu vísað til afgreiðslu hjá bæjarráði.
=== 2.Framkvæmdir við mannvirki á skóla- og frístundasviði - reglubundið yfirlit ===
2402214
Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri fer yfir stöðu framkvæmda. Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Alfreð fyrir góða yfirferð um stöðu framkvæmda.
Alfreð og Daníel víkja af fundi.
=== 3.Grundaskóli - beiðni um kaup á stærri ofni í skólamötuneytið ===
2408134
Erindi frá skólastjóra Grundaskóla um kaup á stærri gufuofni í mötuneyti skólans.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að fallist verði á kaup á nýjum og stærri gufuofni fyrir mötuneyti Grundaskóla. Ráðið telur nauðsynlegt fyrir skólann að fá afkastameiri ofn svo hægt verði að anna auknum fjölda matarskammta með tilkomu gjaldfrjálsra skólamáltíða.
=== 4.Grunnskólar - kaup á viðbótar nemendatölvum ===
2408135
Beiðni um kaup á tölvum fyrir nemendur unglingastigs grunnskólanna sem til kemur vegna affalla og nemendafjölgunar.
Skóla- og frístundaráð vísar málinu til afgreiðslu hjá bæjarráði.
=== 5.Landsmót Samfés á Akranesi 2024 ===
2408136
Landsmót Samfés verður haldið á Akranesi dagana 4. til 6. október næstkomandi. Óskað er eftir gjaldfrjálsum afnotum af íþróttamannvirkjum s.s sal og sundlaug á Jaðarsbökkum meðan á móti stendur.
Skóla- og frístundaráð fagnar því að Landsmót Samfés verði haldið á Akranesi þetta árið og leggur til við bæjarráð að heimila gjaldfrjáls afnot af íþróttamannvirkjunum fyrir þátttakendur mótsins. Málinu vísað til afgreiðslu hjá bæjarráði.
Fundi slitið - kl. 09:45.