Vopnafjarðarhreppur
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 20
== Fundur nr. 20 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 22:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
SGS
Sigurður Grétar SigurðssonNefndarmaður
BS
Borghildur SverrisdóttirNefndarmaður
LÁ
Lárus ÁrmannssonNefndarmaður
AKÁ
Agnar Karl ÁrnasonNefndarmaður
IDJ
Ingólfur Daði JónssonNefndarmaður
KÓP
Kristrún Ósk PálsdóttirNefndarmaður
SJ
Sigurður JónssonByggingarfulltrúi
VOH
Valdimar O. HermannssonSveitarstjóri
ÍEJ
Íris Edda JónsdóttirVerkefnastjóri stjórnsýslu, ritari
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 11. september 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00.
Fyrir liggur fyrirspurn frá Mælifell ehf. vegna breytingu á Búðaröxl 5, er varðar neyðarútgang og glugga á norðurhlið sem liggur fyrir að vinna að beiðni Vopnafjarðarhrepps.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps telur breytingarnar óverulegar með hliðsjón af ákvæðum gr. 2.3.4 í byggingarreglugerð og þurfi því ekki að leita samþykkis nefndarinnar. Framkvæmdina skal tilkynna til byggingarfulltrúa sbr. gr. 2.3.6 í byggingarreglugerð. **
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur fyrirspurn frá Mælifell ehf. að beiðni Vopnafjarðarhrepps um að lækka útveggi í Sundabúð 3 til að bæta útsýni.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps telur breytingarnar óverulegar með hliðsjón af ákvæðum gr. 2.3.4 í byggingarreglugerð og þurfi því ekki að leita samþykkis nefndarinnar. Framkvæmdina skal tilkynna til byggingarfulltrúa sbr. gr. 2.3.6 í byggingarreglugerð.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur tilboð frá Vinnuvélar og Ásafl ehf. á nýjum löndunarkrana, til kynningar.
Sveitarstjóri gerir grein fyrir könnun sinni á eignarhaldi og aðgengi að Kolbeinstangarvita. Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjóri kynnti fyrirkomulag fjárhagsáætlunarvinnu 2025. Lagt fram til kynningar.
Fyrir liggur beiðni um stækkun lóðarinnar við Hafnarbyggð 49 frá lóðarhafa ásamt drögum að merkjalýsingu fyrir lóðina. Stækkunin tekur til svæðis ofan við lóðina upp í brekkuna.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar og vísar erindinu til sveitarstjórnar. Ráðið beinir því til sveitastjórnar að heimila að lóðirnar við hliðina, nr. 47 og 51, verði stækkaðar til samræmis við þessa breytingu sé þess óskað.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:40