Vopnafjarðarhreppur
Fjölskylduráð - 24
== Fundur nr. 24 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 12:30
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð
BS
Berglind SteindórsdóttirNefndarmaður
AÖS
Axel Örn SveinbjörnssonNefndarmaður
JHH
Jenný Heiða HallgrímsdóttirNefndarmaður
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
HD
Hjörtur DavíðssonNefndarmaður
HA
Heiðbjört AntonsdóttirNefndarmaður
ÞH
Þráinn HjálmarssonNefndarmaður
VOH
Valdimar O. HermannssonNefndarmaður
ÞS
Þórhildur SigurðardóttirStarfsmaður
SEK
Sigríður Elva KonráðsdóttirSkólastjóri Vopnafjarðarskóla
MG
María GuðmundsdóttirÁheyrnarfulltrúi skóla
ÍEJ
Íris Edda Jónsdóttiráheyrnarfulltrúi foreldra
S
SandraLeikskólastjóri
MÓÓ
Matthildur Ósk Óskarsdóttiráheyrnarfulltrúi foreldra
KRS
Katla Rán SvavarsdóttirÁheyrnarfulltrúi leikskóla
Fundur var haldinn þriðjudaginn 10. september kl. 12:30 í félagsheimilinu Miklagarði.
Samþykkt samhljóða.
Samþykki nemanda í skólaráði vantar.
Nemendur eru 75 í skólanum.
19 stöðugildi eru við skólann, fleiri tímar eru boði í sérkennslu, 23 tvítengdir nemendur í skólanum. María Guðmundsdóttir tengiliður farsældar er komin í meiri sérkennslu. Stoðtímar þar sem kennarar eru inní bekk, skólahjúkrun einu sinni í viku. Talþjálfun hjá Sesselju Stefánsdóttur talmeinafræðingi er í boði fyrir nemendur. Teymiskennsla er í skólanum, kennarar telja að það sé betra fyrir nemendur félagslega þar sem fleiri eru saman í bekk. Gott samstarf er við Múlaþing með skólaþjónustu. 16 nemendur nýta fjóra skólabíla.
Nemendur í 10. bekk að fara til Hollands 19. september. Starfamessa fyrir 9. og 10 bekk grunnskóla á Austurlandi í samvinnu við Austurbrú verður haldin 19. september í Múlaþingi og mun Vopnafjarðarskóli taka þátt í því.
Í september verður farið í viðhaldsúttekt á skólanum. Kemur fagaðili frá Verkís. Í sumar var málað töluvert inni. Skipt var um ljós í 10. bekkjar stofunni, þarf að skipta um ljós víða í skólanum.
Skólastjóri spyr um framkvæmdir á skólalóðinni. Sveitarstjóri upplýsir um að búið er að kaupa trampólín. Verktaki bíður eftir að þau komi á staðinn og þá verður byrjað á þeim áfanga.
Rætt um öryggismyndavélar þegar kemur að nýjum tækjum á skólalóð og einnig varðandi forvarnargildi.
Fjölskylduráð gerði viðhorfskönnun meðal foreldra leikskólabarna þar sem lagðar voru fram hugmyndir af þremur tímabilum fyrir sumarlokun sumarið 2025. Fyrir liggur bókun Hreppsráðs 5. september um sumarlokun næstu þrjú árin á grundvelli skoðunarkannana síðustu ára.
Jenný Heiða fer af fundinum.
Lagt til að gerð verði könnun hjá starfsfólki, höfð til hliðsjónar kannanir frá foreldrum og athugað viðhorf atvinnulífsins. Finna tillögur af þremur tímabilum fyrir næsta fund.
Samþykkir: Heiðbjört Antonsdóttir, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson, Berglind Steindórsdóttir. Þráinn Hjálmarsson greiðir atkvæði á móti og Hjörtur Davíðsson situr hjá.
Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri kynnir fyrirkomulag vinnu við fjárhagsáætlanagerð sem er framundan
Á bílastæðinu við sundlaugina í Selárdal er engin lýsing og því alveg kolniðamyrkur í mesta skammdeginu. Með öryggi vegfarenda í huga er lagt til að sett verði upp einhver lýsing á bílastæðinu.
Samþykkt samhljóða. Erindi sent áfram til sveitarstjórnar.
Fjölskylduráð leggur til að sveitarfélagið gerist aðili að verkefninu Heilsueflandi samfélagi og óskar eftir því sveitarstjóri sendi inn umsókn. Samþykkt samhljóða.
Fundartímar verða kl 8:15 í vetur.
Fjölskylduráð vísar erindinu til sveitarstjórnar m.t.t. aðkomu sveitarfélagsins. Hugmyndin er að eldri borgarar borgi fyrir tímana en ekki er víst að þátttaka verði næg til þess að borga öll laun íþróttafræðings. Óskað er eftir því að Vopnafjarðarhreppur bjóði íþróttahúsið að kostnaðarlausu fyrir þessa tíma. Starfsmanni fjölskylduráðs er falið að sækja um styrk fyrir námskeiðinu.
Fjölskylduráð óskar eftir því að eldri borgarar hafi kost á því að fá heimsendan mat alla daga ársins og möguleiki þess verði kannaður. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:59.