Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 34. (2135)
|
|
|
|**1. 2307150 - Lántaka samkvæmt fjárhagsáætlun.**
|Á fund bæjarráðs kom Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri og gerði grein fyrir tillögu um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga, samtals að fjárhæð kr. 500.000.000. Um er að ræða 350.000.000 kr. lán í LSS 55 og 150.000.000 kr. lán úr LSS 55. Í lánasamningi kemur fram að tilgangur lánsins er fjármögnun á verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu. Nánar tiltekið er lán að fjárhæð kr. 350.000.000 til fjármögnunar á byggingu 3. áfanga Urriðaholtsskóla og lán að fjárhæð kr. 150.000.000 til endurbóta á skólahúsnæði í eigu sveitarfélagsins.
|
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar. Fyrir liggja drög að lánssamningum.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2403196 - Lambhagi 17 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byhggingarfulltrúa að veita Ölmu Björk Ástþórsdóttur, kr. 130977-5539, leyfi til að stækka bílskúr fram um 2m og setja kraftsperruþak á skúrinn (þakið er flatt í dag). einnig er veitt leyfi til að byggja sólstofu út úr stofu hússins, að Lambhaga 17.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2405512 - Þorraholt 2-4 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Heklu fasteignum ehf., kt. 631202-3060, leyfi til að byggja 3 stakstæð verslunar- og þjónustuhús á 1-3 hæðum með millilofti auk 4ja hæða kjallara fyrir bílastæði og atvinnurými.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2408350 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi byggingarleyfisumsókn fyrir fjölbýlishúsið að Vorbraut 9. **
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 12. september 2024 fyrir fjölbýlishúsið Vorbraut 9, þar sem skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað uppbrot úthliða og gólfkóta 1.hæðar varðar og minnst er á í umsögn deiliskipulagshöfundar.
|
Að öðru leyti gerði nefndin ekki athugasemd við uppdrættina hvað deiliskipulag Hnoðraholts norður varðar. Umsögn deiliskipulagshöfundar lá fyrir.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2408351 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi byggingarleyfisumsókn fyrir fjölbýlishúsið að Vorbraut 11.**
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 12. september 2024 fyrir fjölbýlishúsið Vorbraut 11, þar sem skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað uppbrot úthliða og gólfkóta 1.hæðar varðar og minnst er á í umsögn deiliskipulagshöfundar.
|
Að öðru leyti gerði nefndin ekki athugasemd við uppdrættina hvað deiliskipulag Hnoðraholts norður varðar. Umsögn deiliskipulagshöfundar lá fyrir.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2306582 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Helguvíkur **
á Álftanesi vegna staðsetningar á farsímamastri.
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 12. september, að breytingu deiliskipulags Helguvíkur á Álftanesi að lokinni auglýsingu. Tillagan gerir ráð fyrir staðsetningu fjarskiptamasturs við gatnamót Suðurnesvegar og Höfðabrautar sem getur orðið allt að 12 metra hátt. Engar athugasemdir bárust og umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga á tillögunni.
|
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi Helguvíkur í samræmi við 3.mgr.41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2403405 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna deiliskipulags Deildar og Landakots á Álftanesi varðandi dælustöð fráveitu. **
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 12. september 2024 að breytingu deiliskipulags Deildar og Landakots á Álftanesi að lokinni auglýsingu ásamt athugasemdum, umsögnum og greinargerð umhverfissviðs þar sem lögð voru til svör við athugasemdum. Tillagan gerir ráð fyrir staðsetningu dælustöðvar fráveitu á óbyggðu svæði vestan Hólmatúns.
|
Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030 gerir ráð fyrir veitumannvirki, þ.e. dælistöð fráveitu á þessum stað sem að nánar þurfi að gera ráð fyrir í deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd hefur skilning á því að íbúar í námunda við staðinn hafi áhyggjur af staðsetningu stöðvarinnar, sérstaklega af bráðabirgðarráðstöfunum vegna skólphreinsunar.
Málið var skoðað vel að hálfu umhverfissviðs og ráðgjafa, m.a. hvort önnur staðsetning gæti verið betri. Sjálfrennsli núverandi lagna hefur þar mikið að segja og það rask sem framkvæmdir myndu óhjákvæmilega fylgja breytingum á lögnum sem væri þá ráðist í vegna útfærslu á bráðabirgðaráðstöfunum.
Niðurstaða skoðunar er sú að ekki er mælt með annarri staðsetningu en þeirri sem deiliskipulagstillagan og aðalskipulag gera ráð fyrir.
Óþægindi vegnar lyktmengunar teljast óveruleg en til að koma til móts við athugasemdir þá leggur skipulagsnefnd til að bætt verði við ákvæði í tillöguna sem gerir ráð fyrir því að lífsíu (biofilter) verði komið fyrir í útblæstri bráðabirgðahreinsistöðvar.
Áhrif umferðar í tengslum við rekstur teljast óveruleg og er ekki ástæða til að bregðast við þeim þætti málsins.
Útsýnisskerðing samkvæmt auglýstri tillögu er nokkur á meðan að bráðabirgðaráðstafanir vegna hreinsunar eru til staðar. Skipulagsnefnd leggur til að hámarkshæð byggingar vegna hreinsistöðvar til bráðarbirgða lækki um 1 metra, úr 3 m í 2 og að hún verði niðurgrafin og umlykt grasmönum að auki. Grasmanir koma að auki til móts við athugasemdir sem lúta að hugsanlegu ónæði vegna hljóðs frá hreinsistöðinni.
Mikilvægi þess að meðhöndlun fráveitu sé samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru og hafa það að tilgangi að draga úr áhrifum á umhverfið er ótvírætt.
Undirbúningur vegna útfærslu á endurbættu fráveitukerfi á Álftanesi er hafin.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna, með ofangreindri breytingum á útfærslu bráðabirgðabyggingar, sem breytingu deiliskipulags Deildar og Landakots í samræmi við 3.mgr.41.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að svörum við athugasemdum.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2409093 - Umhverfishópar 2024 - Greinargerð um sumarvinnu ungs fólks. **
|Greinargerð um umhverfishópa í Garðabæ 2024, sumarvinnu ungs fólks, lögð fram. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með störf Umhverfishópa 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2409140 - Erindi Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk fyrir árið 2025, dags. 3. september 2024. **
|Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2409224 - Erindi Grindavíkurbæjar um uppgjör við sveitarfélög vegna grindvískra leikskólabarna, dags. 6. september 24. **
|Lagt fram erindi Grindavíkurbæjar vegna uppgjörs við sveitarfélög sem hafa orðið fyrir auknum útgjöldum við að veita grindvískum börnum vist á leikskóla, dags. 6. september 2024.
|
Bæjarráð vísar erindinu til meðferðar fræðslu- og menningarsviðs.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2409225 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Ungmennafélags Álftaness um tímabundið áfengisleyfi vegna herrakvölds í íþróttamiðstöðinni Breiðumýri.**
|Lögð fram umsókn UMF-Álftaness um tímabundið áfengisleyfi í íþróttamiðstöðinni Breiðumýri, á herrakvöldi sem halda á 4. október 2024. Bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2409226 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar UMF Stjörnunnar um veitingaleyfi fyrir Stjörnustofuna í Mýrinni.**
|Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2409141 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Eimverk ehf. um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað.**
|Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2409229 - Kynningarbréf Úrvinnslusjóðs varðandi Alþjóðlega rafrusldaginn, dags. 11. september 2024.**
|Kynningarbréf varðandi Alþjóðlega rafrusldaginn 14. október 2024 lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2409234 - Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi fjárhagsáætlun 2025-2029, dags. 11. september 2024.**
|Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi fjárhagsáætlun 2025. Áætlað framlag Garðabæjar er kr. 232.895.000.
|
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
|
|
|
|