Akraneskaupstaður
Skipulags- og umhverfisráð 308. fundur
[s. 433 1000](tel:4331000) [Vefir Akraneskaupstaðar](#)
= Skipulags- og umhverfisráð =
Dagskrá
=== 1.Viðhald fasteigna 2024 ===
2408249
Vettvangsskoðun skipulags- og umhverfisráðs og bæjarfulltrúa á verkstað í Brekkubæjarskóla og í íþróttahúsið á Vesturgötu.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir góða skoðunarferð um svæðið.
=== 2.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins ===
2205146
Kynning á stöðu mála varðandi samfélagsstöð á Dalbraut 8.
Kristján Garðarsson og Hjörtur Hannesson frá Andrúm koma og fara yfir hönnun á Dalbraut 8.
Kristinn Sveinson og Hildigunnur Árnadóttir koma fyrir hönd starfshópsins og fara yfir vinnu hans.
Kristján Garðarsson og Hjörtur Hannesson frá Andrúm koma og fara yfir hönnun á Dalbraut 8.
Kristinn Sveinson og Hildigunnur Árnadóttir koma fyrir hönd starfshópsins og fara yfir vinnu hans.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir góða kynningu.
Gestir víkja af fundi.
Gestir víkja af fundi.
=== 3.Deiliskipulag Dalbrautarreitur norðurhluta ===
2207011
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi ásamt greinagerð fyrir Dalbrautarreit norðurhluta.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
=== 4.Ægisbraut 1-7 - skipulag lóðar ===
2405016
Lóðarhafar Ægisbrautar 1-7 óska eftir að hefja formlegt deiliskipulagsferli fyrir lóðirnar sbr. meðfylgjandi deiliskipulagsdrög sem þeir kynntu fyrir bæjarstjórn og skipulags- og umhverfisráði í maí sl.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að stilla upp verkefna- og kostnaðaráætlun fyrir endurskoðun á deiliskipulagi fyrir Ægisbraut.
=== 5.gangstéttir í botnlangagötum í jörundarholti ===
2409134
Fyrirspurn íbúa í Jörundarholti um að fella niður gangstétt í botnlanga í jörundarholti 124-142 og heimila þar bílastæði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bílastæði verði skilgreind í götunni og einungis heimilt að leggja öðru megin. Skipulagsfulltrúa og umhverfisstjóra falið að útbúa nánari útfærslu.
=== 6.Umferðaröryggi við skóla og íþróttamannvirki ===
2408106
Umfjöllun um umferðaröryggi við skóla- og íþróttamannvirki.
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að kanna með uppfærslu á umferðaröryggisáætlun.
=== 7.Vinnuskólinn 2024 ===
2403177
Skýrsla vinnuskóla Akraness 2024 lögð fram ásamt minnisblaði.
Garðykjustjóri kynnti starfsemi vinnuskólans fyrir sumarið 2024.
=== 8.Garðyrkjustjóri 2024 ===
2401301
Yfirlit yfir verkefni ársins 2024 hjá garðyrkjustjóra ásamt minnisblaði.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir góða kynningu á verkefnum garðyrkjustjóra 2024.
=== 9.Stefnumótun Akraneskaupstaðar ===
2209259
Umfjöllun um stefnumótun Akraneskaupstaðar.
Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu til næsta fundar.
=== 10.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025-2034 ===
2409132
Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025 (2026 - 2034). Bæjarráð vísar áætluninni til skipulags- og umhverfisráðs og óskar þess að ráðið setji fram sína forgangsröðun m.a. miðað við framgang verkefna á árinu 2024. Jafnframt meti skipulags- og umhverfisráð þörfina fyrir viðauka og setji þá fram formlegt erindi þar að lútandi.
Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 23:00.