Garðabær
Bæjarstjórn Garðabæjar - 13. (946)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarstjórn Garðabæjar**
|
|**13. (946). fundur**
|
|
|19.09.2024 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar. Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson bæjarfulltrúi. Harpa Þorsteinsdóttir varabæjarfulltrúi. Sigurður Sveinn Þórðarson varabæjarfulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
||Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.
|
Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.
Forseti bæjarstjórnar bauð Sigurð Þórðarson velkominn til fundarins, en hann situr sinn fyrsta fund
sem bæjarfulltrúi.
Fundargerð fundar bæjarstjórnar frá 5. september 2024 er lögð fram.
Bæjarstjóri kvaddi sér hljóðs og minntist Benedikts Sveinssonar, fyrrverandi bæjarfulltrúa sem lést í
vikunni. Bæjarstjórn Garðabæjar færir fjölskyldu Benedikts samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2409007F - Fundargerð bæjarráðs frá 10/9 ´24. **
|Fundargerðin sem er 7.tl. er samþykkt samhljóða.
|
Afgreiðsla mála.
|
|
|2205413 - Viðauki við ráðningarsamning bæjarstjóra.
|
|
|
|Bæjarstjórn staðfestir viðauka við ráðningarsamning bæjarstjóra, dags. 10. september 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2409019F - Fundargerð bæjarráðs frá 17/9 ´24. **
|Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi 8.tl. - Umhverfishópa 2024 - greinargerð um sumarvinnu ungs fólks.
|
Fundargerðin sem er 15.tl. er samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla mála.
|
|
|2306582 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Helguvíkur
|
á Álftanesi vegna staðsetningar á farsímamastri.
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 12. september, að breytingu deiliskipulags Helguvíkur á Álftanesi að lokinni auglýsingu. Tillagan gerir ráð fyrir staðsetningu fjarskiptamasturs við gatnamót Suðurnesvegar og Höfðabrautar sem getur orðið allt að 12 metra hátt. Engar athugasemdir bárust og umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga á tillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi Helguvíkur í samræmi við 3.mgr.41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|2403405 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna deiliskipulags Deildar og Landakots á Álftanesi varðandi dælustöð fráveitu.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 12. september 2024 að breytingu deiliskipulags Deildar og Landakots á Álftanesi að lokinni auglýsingu ásamt athugasemdum, umsögnum og greinargerð umhverfissviðs þar sem lögð voru til svör við athugasemdum. Tillagan gerir ráð fyrir staðsetningu dælustöðvar fráveitu á óbyggðu svæði vestan Hólmatúns. Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030 gerir ráð fyrir veitumannvirki, þ.e. dælistöð fráveitu á þessum stað sem að nánar þurfi að gera ráð fyrir í deiliskipulagi. Skipulagsnefnd hefur skilning á því að íbúar í námunda við staðinn hafi áhyggjur af staðsetningu stöðvarinnar, sérstaklega af bráðabirgðarráðstöfunum vegna skólphreinsunar. Málið var skoðað vel að hálfu umhverfissviðs og ráðgjafa, m.a. hvort önnur staðsetning gæti verið betri. Sjálfrennsli núverandi lagna hefur þar mikið að segja og það rask sem framkvæmdir myndu óhjákvæmilega fylgja breytingum á lögnum sem væri þá ráðist í vegna útfærslu á bráðabirgðaráðstöfunum. Niðurstaða skoðunar er sú að ekki er mælt með annarri staðsetningu en þeirri sem deiliskipulagstillagan og aðalskipulag gera ráð fyrir. Óþægindi vegnar lyktmengunar teljast óveruleg en til að koma til móts við athugasemdir þá leggur skipulagsnefnd til að bætt verði við ákvæði í tillöguna sem gerir ráð fyrir því að lífsíu (biofilter) verði komið fyrir í útblæstri bráðabirgðahreinsistöðvar. Áhrif umferðar í tengslum við rekstur teljast óveruleg og er ekki ástæða til að bregðast við þeim þætti málsins. Útsýnisskerðing samkvæmt auglýstri tillögu er nokkur á meðan að bráðabirgðaráðstafanir vegna hreinsunar eru til staðar. Skipulagsnefnd leggur til að hámarkshæð byggingar vegna hreinsistöðvar til bráðarbirgða lækki um 1 metra, úr 3 m í 2 og að hún verði niðurgrafin og umlykt grasmönum að auki. Grasmanir koma að auki til móts við athugasemdir sem lúta að hugsanlegu ónæði vegna hljóðs frá hreinsistöðinni. Mikilvægi þess að meðhöndlun fráveitu sé samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru og hafa það að tilgangi að draga úr áhrifum á umhverfið er ótvírætt. Undirbúningur vegna útfærslu á endurbættu fráveitukerfi á Álftanesi er hafin. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna, með ofangreindri breytingum á útfærslu bráðabirgðabyggingar, sem breytingu deiliskipulags Deildar og Landakots í samræmi við 3.mgr.41.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að svörum við athugasemdum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2405041F - Fundargerð stjórnar Hönnunarsafns Íslands frá 28/5 ´24.**
|Guðlaugur Kristmundsson tók til máls og ræddi starfsemi Hönnunarsafnsins, 2. tl. aðsóknartölur 2024 og 7.tl. húsnæðismál Hönnunarsafns Íslands.
|
Sigríður Hulda Jónsdóttir tók til máls og ræddi 2. tl. aðsóknartölur 2024 og 3.tl. safnfræðslu.
Gunnar Valur Gíslason tók til máls og ræddi 1.tl. Hönnunarmars 2024.
Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi starfsemi Hönnunarsafnsins og 7.tl. húsnæðismál Hönnunarsafns Íslands.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2409010F - Fundargerð leikskólanefndar frá 11/9 ´24. **
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2409014F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 12/9 ´24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2409011F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 11/9 ´24.**
|Björg Fenger tók til máls og ræddi 1.tl. Hafnarfjörð, deiliskipulagsbreytingu. Borteigar við Kapelluhraun.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2401136 - Fundargerðir stjórnar SSH frá 2/9 og 6/9 ´24.**
|Fundargerðirnar eru lagðar fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2401134 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 15/8 ´24. **
|Hrannar Bragi Eyjólfsson tók til máls og ræddi 1.tl. árshlutauppgjör janúar til júní 2024, 2.tl. fjárhagsáætlun 2025 - meginforsendur og fyrstu drög, 3.tl. launamál og 4.tl. sölur til loka júlí.
|
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls og ræddi fundargerðina.
Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi 2.tl. fjárhagsáætlun 2025 - meginforsendur og fyrstu drög.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2401139 - Fundargerð eigendafundar Sorpu bs. frá 2/9 ´24.**
|Gunnar Valur Gíslason tók til máls og ræddi fundargerðina.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2401138 - Fundargerðir eigendafunda Strætó bs. frá 1/7 og 2/9 ´24.**
|Fundargerðirnar eru lagðar fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2307150 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2024 - lántaka**
|Almar Guðmundsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga samtals að fjárhæð kr. 350.000.000 samkvæmt lánssamningi nr. 2409_48. Um er að ræða jafngreiðslulán með lokagjalddaga 5. nóvember 2055, með 2,5% árlegum föstum vöxtum allan lánstímann. Virkir vextir eru í samræmi við lið 1.D og eru 3,80% með uppgreiðsluheimild.
|
Þá gerði bæjarstjóri jafnframt grein fyrir tillögu um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga, samtals að fjárhæð kr. 150.000.000 samkvæmt lánssamningi nr. 2409_47. Um er að ræða jafngreiðslulán með lokagjalddaga 5. nóvember 2055, með 2,5% árlegum föstum vöxtum allan lánstímann. Virkir vextir eru í samræmi við lið 1.D og eru 3,80% með uppgreiðsluheimild.
"Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að útreiðslufjárhæð allt að kr. 350.000.000,-, með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til vegna byggingar 3. áfanga Urriðaholtsskóla sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra, kt. 030572-2979, veitt fullt og
ótakmarkað umboð til þess f.h. Garðabæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð
sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að útgreiðslufjárhæð allt að kr. 150.000.000,-, með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á endurbótum á skólahúsnæði sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra, kt. 030572-2979, veitt fullt og
ótakmarkað umboð til þess f.h. Garðabæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð
sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns."
Bókun lánveitingar og skilmála þeirra lesin upp og færð til bókar. Samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)