Vopnafjarðarhreppur
Sveitarstjórn - 34
== Fundur nr. 34 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
AÖS
Axel Örn SveinbjörnssonNefndarmaður
SGS
Sigurður Grétar SigurðssonNefndarmaður
BM
Bobana MicanovicNefndarmaður
KÓP
Kristrún Ósk PálsdóttirNefndarmaður
SK
Sandra KonráðsdóttirNefndarmaður
HBÓ
Hafdís Bára ÓskarsdóttirNefndarmaður
VOH
Valdimar O. HermannssonSveitarstjóri
ÍEJ
Íris Edda JónsdóttirVerkefnastjóri stjórnsýslu, ritari
Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 19. september 2024 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.
Fyrir liggur fyrirmynd af samningi og upplýsingar um heilsueflandi samfélag og afgreiðsla fjölskylduráðs.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps staðfestir tillögu hreppsráðs um að gerast aðili að Heilsueflandi samfélagi hjá landlækni. Sveitarstjóra er falið að ganga frá umsókn og samningi.**
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþyktt samhljóða.
Fyrir liggur erindi frá fjölskylduráði um bætta lýsingu á bílastæðið við Selárlaug.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að fá tilboð í verkið og leita leiða til framkvæmda sem fyrst.**
Til máls tóku Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Hafdís Bára Óskarsdóttir og Axel Örn Sveinbjörnsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur beiðni um afnot af íþróttahúsi fyrir styrktartíma eldri borgara.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi beiðni með fyrirvara um lausa tíma í íþróttahúsinu til að mæta óskum.**
Til máls tóku Valdimar O. Hermannsson, Kristrún Ósk Pálsdóttir og Axel Örn Sveinbjörnsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur grunnur að nýju lóðarblaði fyrir Hafnarbyggð 49, þar sem lóðarblað var ekki til fyrir lóðina.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps staðfestir bókun umhverfis- og**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur auglýsing fyrir umsóknir til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Lagt fram til kynningar.
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Fyrir liggur styrkbeiðni frá Kvennaathvarfinu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps vísar erindinu til fjárhagsáætlunagerðar 2025.**
Til máls tók Hafdís Bára Óskarsdóttir.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur beiðni um umsögn frá matvælaráðuneytinu til sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps vegna jarðarkaupa Brims hf. á býlinu Egilstöðum, á grundvelli 10. gr. a jarðalaga nr. 81/2004.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna umsögn sem send verður í samráði við sveitarstjórn.**
Til máls tóku Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Valdimar O. Hermannsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur tilboð frá Vinnuvélar & Ásafl ehf. á nýjum löndunarkrana.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi tilboð og felur sveitarstjóra að ganga frá kaupum.**
Til máls tóku Valdimar O. Hermannsson og Kristrún Ósk Pálsdóttir.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Hafnasambandsþingið verður haldið í Hofi á Akureyri, 24.- 25. október 2024.
Efirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps sendir sveitarstjóra og formann umhverfis- og framkvæmdaráðs á þingið fyrir hönd Vopnafjarðarhrepps.**
Til máls tóku Kristrún Ósk Pálsdóttir og Valdimar O. Hermannsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Lögð hafi verið fram drög að kaupsamningi við AFL Starfsgreinafélag vegna kaupa sveitarfélagsins á Lónabraut 4, Vopnafirði, fnr. 2171969 og 2171970, m.v. kaupverð 19.900.000 kr.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps gefur Valdimar O. Hermannssyni, sveitarstjóra, fullt og ótakmarkað umboð til að ganga frá endanlegum samningnum og skrifa undir nauðsynleg skjöl í því skyni. Hluti af kaupverðinu sé greitt með því að AFL Starfsgreinafélag taki á leigu herbergi 4 í Kaupvangi af sveitarfélaginu og sé sveitarstjóra jafnframt falið að ganga frá húsaleigusamningi vegna þess.**
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóri fór yfir helstu mál sveitarfélagsins og svaraði spurningum.
Til máls tóku Bobana Micanovic og Valdimar O. Hermannsson.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:13.