Vopnafjarðarhreppur
Menningar- og atvinnumálanefnd - 23
== Fundur nr. 23 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
FBF
Fanney Björk FriðriksdóttirNefndarmaður
USÖS
Urður Steinunn Önnudóttir SahrNefndarmaður
RLG
Ragna Lind GuðmundsdóttirNefndarmaður
SB
Sigríður BragadóttirNefndarmaður
BM
Bobana MicanovicNefndarmaður
Fundur nr. 23 kjörtímabilið 2022-2026 í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps verður haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps miðvikudaginn 17. september klukkan 8:30.
Farið var yfir uppgjör Vopnaskaks 2024 og niðurstöðu frá vinnufundi skipulagsnefndar hátíðarinnar.
Sveitarstjóri fór yfir aðgerðaráætlun fyrir fjárhagsáætlunarvinnu í haust.
Rætt var um áherslur nefndarinnar fyrir næsta ár en óskum til fjárhagsáætlunar er vísar til næsta fund atvinnu- og menningarmálanefndar í október.
Lagt fram til umræðu.
Staða BRAS til umræðu. Íris Edda hefur tekið við af Urði Sahr í stýrihópi BRAS f.h. Vopnafjarðarhrepps.
Farið var yfir stöðu mála hjá Nýtingarkjarnanum og spurningum svarað varðandi verkefnið.
Ákveðið var að næsti fundur nefndar færist til 23. október. Fyrir fasta fundartíma næsta árs verður lögð fram könnun til nefndarmanna.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir eignarhaldi og aðgengi að Kolbeinstangarvita. Umræða um gönguleiðir í sveitarfélaginu og umsóknir til Framkvæmdarsjóðs ferðamannastaða voru einnig til umræðu.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:56.