Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 35. (2136)
|24.09.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Rakel Steinberg Sölvadóttir varamaður, Hlynur Elías Bæringsson varaáheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2406835 - Helguvík - Lambhagi 3 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Sigurði Magnússyni, kt. 010748-2089, byggingarleyfi skv. þegar samþykktum uppdráttum af vinnustofuviðbyggingu, stækkunar á forstofu og breytingu á svefnherbergisglugga á austurhlið, að Helguvík - Lambhaga 3.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2407203 - Mosprýði 1 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Guðbjörgu Kristjánsdóttur, kt. 220154-4679, leyfi fyrir milli lofti yfir hluta bílgeymslu, baðherbergis og þvottahúss, að Mosprýði 1.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2406431 - Stekkholt 51 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Aviad ehf., kt. 640419-0320, leyfi til að byggja parhús að Stekkholti 51.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2406430 - Stekkholt 53 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Aviad ehf., kt. 640419-0320, leyfi til að byggja parhús að Stekkholti 53.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2407252 - Þorraholt 19 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita ÞG Hnoðraholti ehf., kt. 660124-0470, leyfi fyrir byggingu fjölbýlishúss með 23 íbúðum að Þorraholti 19.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2404120 - Ungmennahús - Áfangaskýrsla **
|Áfangaskýrsla íþrótta- og tómstundaráðs og ungmennaráðs Garðabæjar um hugmyndavinnu og þarfagreiningu varðandi aðstöðu fyrir félags- og tómstundastarf ungs fólks í bænum, lögð fram.
|
Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í skýrslunni að stofnun ungmennahúss sé liður í að styrkja og efla forvarnir í bænum með fjölbreyttri og heilbrigðri félagslegri starfsemi fyrir ungmenni bæjarins. Fræðslu- og menningarsvið skal vinna að nánari útfærslu tillögunnar í samráði við forsvarsmenn félagsmiðstöðva í Garðabæ.
Bæjarráð vísar málinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2409356 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar 2025, dags. 18. september 2024.**
|Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar ásamt fylgigögnum þar sem fram kemur að hlutdeild Garðabæjar árið 2025 er áætluð kr. 2.972.960.
|
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2409389 - Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga um skráningu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.**
|Tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2024, sem fer fram 10.-11. október nk.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2409392 - Tilkynning innviðaráðuneytisins um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. dags. 6. september 2024. **
|Tilkynning innviðaráðuneytisins um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem fer fram 9. október nk.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2407142 - Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028, dags. 18. september 2024.**
|Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árin 2025-2028.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45.
|