Hveragerðisbær
Bæjarstjórn
= Bæjarstjórn =
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Halldór Benjamín Hreinsson, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
=== 1.Verðkönnun á lóðafrágangi við Leikskólann Óskaland ===
2409136
Gerð var verðkönnun í verkið "Lóðafrágangur Finnmörk 1" og barst Hveragerðisbæ eitt tilboð í verkið frá Garðþjónustunni ehf. kr. 70.538.100,-
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Minnihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúar D-listans hafa frá upphafi verið ósammála þeirri leið sem meirihluti bæjarstjórnar, O-lista og Framsóknar, völdu að fara í við uppbyggingu leikskóla í Hveragerði. Það vekur furðu að ekki hafi verið samið í upphafi verksins um lóðafrágang og innanhús innréttingar og nú bætist við tug milljóna króna aukakostnaður við þessa viðbyggingu sem lendir á sveitarfélaginu við viðbyggingu sem meirihlutinn hefur skuldbundið sveitarfélagið að leigja, til áratuga. Þá er ljóst að leikskólaviðbyggingin verður ekki tekin í gagnið í desember, líkt og fulltrúar meirihlutans hafa ítrekað haldið fram, heldur mun opnun samkvæmt þessum tilboðum ekki verða fyrr en í byrjun nýs árs þar sem verklok þessara verka eru áætluð 15. desember.
Bæjarfulltrúar D-listans eru enn þeirrar skoðunar að skynsamlegast hefði verið að fara strax í að byggja nýjan leikskóla í Kambalandi. Það hefði vel verið hægt áfangaskipta byggingu hans og þannig hefði fjármunum íbúa í Hveragerði verið betur varið.
Fulltrúar D-listans hafa allt frá því að tillaga um viðbyggingu við leikskólann Óskalands kom fram, lýst yfir áhyggjum sínum yfir þeirri leið sem meirihlutinn valdi að fara og sitja því hjá í þessari atkvæðagreiðslu.
Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að taka tilboði Garðþjónustunnar ehf. í verkið. Minnihlutinn situr hjá.
Bæjarfulltrúar D-listans hafa frá upphafi verið ósammála þeirri leið sem meirihluti bæjarstjórnar, O-lista og Framsóknar, völdu að fara í við uppbyggingu leikskóla í Hveragerði. Það vekur furðu að ekki hafi verið samið í upphafi verksins um lóðafrágang og innanhús innréttingar og nú bætist við tug milljóna króna aukakostnaður við þessa viðbyggingu sem lendir á sveitarfélaginu við viðbyggingu sem meirihlutinn hefur skuldbundið sveitarfélagið að leigja, til áratuga. Þá er ljóst að leikskólaviðbyggingin verður ekki tekin í gagnið í desember, líkt og fulltrúar meirihlutans hafa ítrekað haldið fram, heldur mun opnun samkvæmt þessum tilboðum ekki verða fyrr en í byrjun nýs árs þar sem verklok þessara verka eru áætluð 15. desember.
Bæjarfulltrúar D-listans eru enn þeirrar skoðunar að skynsamlegast hefði verið að fara strax í að byggja nýjan leikskóla í Kambalandi. Það hefði vel verið hægt áfangaskipta byggingu hans og þannig hefði fjármunum íbúa í Hveragerði verið betur varið.
Fulltrúar D-listans hafa allt frá því að tillaga um viðbyggingu við leikskólann Óskalands kom fram, lýst yfir áhyggjum sínum yfir þeirri leið sem meirihlutinn valdi að fara og sitja því hjá í þessari atkvæðagreiðslu.
Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að taka tilboði Garðþjónustunnar ehf. í verkið. Minnihlutinn situr hjá.
=== 2.Verðkönnun á innréttingum í viðbyggingu leikskólans Óskaland ===
2409135
Gerð var verðkönnun í verkið "Óskaland-innréttingar". Hveragerðisbæ bárust fjögur tilboð í verkið en eitt tilboðið var metið ógilt.
Ágúst Guðmundsson ehf. kr. 51.151.000,-
GKS ehf. kr. 71.133.815,-
Trésmiðjan Stígandi ehf. kr. 40.862.745,-
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Pétur G. Markan, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Ágúst Guðmundsson ehf. kr. 51.151.000,-
GKS ehf. kr. 71.133.815,-
Trésmiðjan Stígandi ehf. kr. 40.862.745,-
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Pétur G. Markan, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun.
Tilboðin sem eru til samþykktar í bæjarstjórn eru í verk sem þurfa að klárast, lóðfrágangur og innréttingar, og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, til að náist að opna nýja viðbyggingu leikskólans Óskalands. Þessi áfangi er gleðiefni í þeirri vegferð að auka við leikskólapláss í Hveragerði. Nú er brýnt að tryggja að aðgengi (bílastæði) foreldra að leikskólanum sé gott, sérstaklega í ljósi þessi að börnum muni gleðilega fjölga við Óskaland þegar ný viðbygging er komin í gagnið.
Halldór Benjamín Hreinsson
Sandra Sigurðardóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Atli Viðar Þorsteinsson
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að taka tilboði Trésmiðjunnar Stíganda ehf. í verkið.
Minnihlutinn situr hjá.
Tilboðin sem eru til samþykktar í bæjarstjórn eru í verk sem þurfa að klárast, lóðfrágangur og innréttingar, og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, til að náist að opna nýja viðbyggingu leikskólans Óskalands. Þessi áfangi er gleðiefni í þeirri vegferð að auka við leikskólapláss í Hveragerði. Nú er brýnt að tryggja að aðgengi (bílastæði) foreldra að leikskólanum sé gott, sérstaklega í ljósi þessi að börnum muni gleðilega fjölga við Óskaland þegar ný viðbygging er komin í gagnið.
Halldór Benjamín Hreinsson
Sandra Sigurðardóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Atli Viðar Þorsteinsson
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að taka tilboði Trésmiðjunnar Stíganda ehf. í verkið.
Minnihlutinn situr hjá.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 17:16.
Getum við bætt efni síðunnar?