Reykjavíkurborg
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 52
**Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis**
Ár 2024, þriðjudaginn 24. september, var haldinn 52. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Hvassaleitisskóla og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Friðjón R. Friðjónsson, Bjarney Kristín Ólafsdóttir, Ívar Orri Aronsson og Sigurður Lúðvík Stefánsson,. Fundinn sátu einnig Arna Hrönn Aradóttir og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Fram fer kynning á starfsemi Hvassaleitisskóla. MSS22090034
Iðunn Pála Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl.16.59 tekur Guðrún Elísabet Ómarsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 2. júlí 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um skipulagslýsingu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Safamýri-Álftamýri (Framsvæðið). USK24050280
Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn fyrir tilskilinn frest þann 1. október nk.
Fylgigögn
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 2. júlí 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um skipulagslýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Borgarspítalareit. USK24050386
Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn fyrir tilskilinn frest þann 1. október nk.
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. september 2024, vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðar Bjarkaráss að Stjörnugróf 9. USK24060316
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. september 2024, vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ármúla, Vegmúla og Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 13A við Ármúla. USK24020149
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. september 2024, með útskrift úr fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs vegna samþykktar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Síðumúla 2-6 vegna lóðarinnar nr. 6 við Síðumúla. SN220763
Fylgigögn
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
- Kl. 17.53 víkur Bjarney Kristín Ólafsdóttir af fundi.
Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Breiðagerðisskóla, dags. 22. ágúst 2024, vegna styrks úr Hverfissjóði 2023, fyrir verkefnið Sumar og sól í hverjum tón. MSS23030157
Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Réttarholtsskóla, dags. 1. september 2024, vegna styrks úr Hverfissjóði 2023, fyrir verkefnið Litahlaup Réttarholtsskóla. MSS23030157
**Fundi slitið kl. 18.00**
Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson
Friðjón R. Friðjónsson Sigurður Lúðvík Stefánsson
Guðrún Elísabet Ómarsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis 24. september 2024**