Fjarðabyggð
Stjórn menningarstofu - 9
**1. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins**
|Fjallað um skipulag lóðar Íslenska stríðsárasafnsins og framtíðaruppbyggingu þess. Framlagðar þrjár tillögur að skipulagi lóðarinnar sem stjórnin vann með til útfærslu.|
Stjórn fór yfir tillögur og gerði breytingar á tillögu A sem óskað verður eftir að arkitekt útfæri nánar í samræmi við áherslur stjórnarinnar.
**2. 2404223 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2025**
|Farið yfir rekstur næsta árs og áherslur í starfsemi auk viðhaldsverkefna. Rætt um fyrirkomulag bæjarhátíða í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnuna.|
| |
__Gestir__
|Upplýsingafulltrúi - 00:00|
**3. 2409157 - Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2025**
|Framlögð til umfjöllunar nefndar gjaldskrá safna samhliða fjárhagsáætlunargerð 2025 vegna gjaldskrár 2026. |
Nefndin fór yfir forsendur gjaldskráa safna og felur bæjarritara að vinna að útfærslu með forstöðumanni og leggja fyrir næsta fund.
**4. 2409129 - Gjaldskrá félagsheimila 2025**
|Framlögð til umfjöllunar nefndar gjaldskrá félagsheimila samhliða fjárhagsáætlunargerð 2025. |
Stjórn samþykkir að gjaldskrá hækki um 5,6% samkvæmt samþykkt bæjarráðs og vísar afgreiðslu til bæjarráðs.
**5. 2402237 - Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2024**
|Framlögð skýrsla verkefnastjóra menningarstofu um starfsemi minjasafna árið 2024 ásamt tölum um aðsókn að söfnunum.|
Stjórn þakkar greinargóða samantekt. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2025 en aðsókn hefur dregist saman. Stjórn mun fjalla frekar um málefni safna.