Garðabær
Skipulagsnefnd Garðabæjar - 12
|
|
|
|**1. 2403204 - Hestamýri 1-3 - dsk br. Breiðamýri**
|Lagðar fram hugmyndir uppbyggingaraðila, Hestamýrar ehf, um áframhaldandi uppbygging fjölbýlishúsa við Hestamýri. Ásgeir Guðmundsson framkvæmdastjóri Hestamýrar og Birkir Árnason arkitekt hjá Nordic arkitektum gerðu grein fyrir hugmyndunum.
|
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2404386 - Eskiás 7 og 10 - Deiliskipulagsbreyting**
|Sigurður Einarsson arkiktekt og Örn Kjartansson hjá framkvæmdfélaginu Eskiás hf gerðu grein fyrir tillögu að breytingum á tillögunni sem leitast við að koma til móts við athugasemdir.
|
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2111064 - Breyting á vaxtarmörkum svæðisskipulags í landi Garðabæjar. Aðal- og svæðisskipulagsbreyting.**
|Lagðar fram að nýju skipulagslýsingar fyrir tillögu að breytingu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins"Höfuðborgarsvæðið 2040" annarsvegar og fyrir tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 hinsvegar. Svæðisskipulagstillagan gerir ráð fyrir færslu vaxtamarka í Rjúpnahlíð og aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir breyttri landnotkun í Rjúpnahlíð þar sem að opið svæði yrði athafnasvæði.
|
Lýsingarnar voru auglýstar í lok árs 2022 og sendar umsagnaraðilum til umsagnar.
Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur skilning á því að almenningur, m.a. íbúar í efri byggðum Kópavogs, sé annt um að staðinn sé vörður um opin svæði til útivistar í nágrenni við íbúabyggð. Skipulagsnefnd bendir á að Garðabær hefur í skipulagsáætlunum sínum skilgreint stór opin svæði til útivistar eins og í Heiðmörk, Sandahlíð og í Smalaholti auk friðlýstra svæða sem þekja nú stóran hluta bæjarlandsins og nýtast íbúum höfuðborgarsvæðisins alls.
Í umsögn Skipulagsstofnunar við ofangreindar skipulagslýsingarnar dags. 22.desember 2022 kom fram að að mati stofnunarinnar sé Rjúpnahlíð verðmætt byggingarland sem gæti hentað fyrir margvíslega landnotkun. Gera þyrfti betur grein fyrir valkostum í umhverfismatsskýrslu, þ.e. að fleiri kostir yrðu bornir saman við athafnasvæði eins og íbúðarbyggð.
Skipulagsnefnd vísar því til umhverfissviðs og skipulagsráðgjafa að skoðað verði hvort endurskoða mætti vaxtarmörk byggðar eins og þau eru sett fram í lýsingu að tillögu á breytingu á svæðisskipulagi. Einnig að umhverfismatsskýrsla áætlanna skoði fleiri kosti til landnotkunar til samanburðar við valkostinn athafnasvæði. Eins skuli sett fram markmið um að ákvæði aðalskipulagstillögunnar stuðli að því að önnur landnotkun eins og athafnasvæði falli eins vel við aðliggjandi byggð og hægt er.
Skipulagsnefnd áréttar mikilvægi þess áform um athafnasvæði í Rjúpnahlíð séu sett í samhengi við þá stefnu svæðisskipulags og aðalskipulags um samgöngu-og þróunarás meðfram Hafnarfjarðarvegi og aðliggjandi byggð.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2404497 - Skilti við Vífilsstaði/Reykjanesbraut - Stjarnan**
|Lögð fram tillaga að staðsetningu auglýsingaskiltis við Reykjanesbraut vestan við Sunnuhvol sem er ætlað að koma í stað skiltisins sem stendur við Reykjanesbraut í Vetrarmýri en er víkjandi í deiliskipulagi.
|
Ekkert deiliskipulag er í gildi á staðnum.
Skipulagsnefnd fellst á tillöguna og gerir ekki athugasemd við að skipulagsstjóri vísi byggingarleyfisumsókn sem er í samræmi við tillöguna til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2407389 - Auglýsingaskilti í Garðabæ - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn Snjallrása ehf um hugmyndir um þrjá staði þar sem fyrirtækið hefur hug á að staðsetja auglýsingaskjái á áberandi stöðum í bæjarlandi við stofnbrautir. Skjáirnir eru 20-24 m2 að flatarmáli með stillanlegu birtustigi.
|
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði og leggur nefndin til að óskað verði eftir umsögn Vegagerðarinnar m.a. með tilliti til öryggissjónarmiða. Skoða þarf hvort að hugmyndirnar samrýmist þeirri stefnu sem sett er fram í Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 um skilti.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2409043 - Búðarflöt 1 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram endurnýjuð umsókn um byggingarleyfi fyrir bílageymslu á lóð sem er í samræmi við byggingarleyfi sem var veitt árið 2018 en ekki hefur komið til framkvæmdar. Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt árið 2015 og var byggingarleyfi í samræmi við þá niðurstöðu sem fékkst í því ferli.
|
Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til grenndarkynningar að nýju í samræmi við 44.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Grenndarkynna skal eigendum að Búðarflöt 2,3,4 og 6 og Lambhaga 6,7, 8, 9, 10.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 1904300 - Hliðsnes - breyting húsnúmera í fasteignaskrá**
|Lögð að nýju fram ósk landeigenda og íbúa á Hliðsnesi um breytingu númera á lóðum.
|
Skipulagsnefnd mælir með því að ráðist verði í gerð deiliskipulags fyrir Hliðsnes þannig að horft verði til framtíðar þegar húsnúmer verða ákveðin.
Vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2305147 - Hraungarðar - Garðprýði 1 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Garðahrauns vegna lóðarinnar að Hraungörðum**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Garðahrauns að lokinni auglýsingu ásamt þeim athugasemdum og umsögnum sem borist hafa.
|
Skipulagsnefnd beinir því til lóðarhafa að lagðar verði fram hugmyndir um útfærslu byggingar og aðkomu sem leitist við að koma til móts við athugasemdir og umsagnir.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2302193 - Ásahverfi, farsímasamband.**
|Sviðstjóri umhverfissviðs og skipulagsstjóri gerðu grein fyrir samtali við farsímafyrirtækin um möguleika á öðrum útfærslum sem hafa það að markmiði að bæta farsímasamband í austanverðu Hraunsholti en um leið að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.
|
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2409494 - Skerpluholt 2 -kjallari - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa að Skerpluholti 2 um útfærslu sem gerir ráð fyrir kjallara. Vísað er til þess að landslag á lóð gefi tilefni til þess.
|
Skipulagsnefnd óskar eftir því að hugmyndin sé útfærð nánar með tilliti til aðliggjandi lands til vesturs og suðurs sem verður í framtíðinni opið svæði í almenningseigu.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2409320 - Skerpluholt 3 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir hækkun gólfkóta einbýlishússins Skerpluholt 3 um 20 cm.
|
Hámarkshæð hússins yrði óbreytt og reiknast frá núverandi gólfkóta. Umsögn gatnahönnuðar liggur fyrir.
Skipulagsnefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Skerpluholts 1,2,4 og 5 sem og Vorbrautar 10.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2406885 - Hafnarfjörður-ask.br. - stækkun Straumsvíkurhafnar og efnistökusvæðis Rauðamelsnámu**
|Lögð fram umsagnarbeiðni Hafnarfjarðar um tillögu á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar sem tengist umfangsmiklum áformum fyrirtækisins Carbfix sem nefnist Coda Terminal um uppbyggingu móttöku- og geymslustöðvar fyrir koldíoxíð innan lögsögu Hafnarfjarðar. Breytingartillagan nær til stækkunar Straumsvíkurhafnar og efnistökusvæðis í Rauðamelsnámu.
|
Lögð fram matsskýrsla sem fylgdi umhverfismati framkvæmdarinnar, og umsagnir sem borist hafa m.a. frá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti.
Skipulagsnefnd tekur undir þau atriði sem koma fram í umsögn Umhverfisstofnunar um að gera þurfi grein fyrir áhrifum á yfirborðsvatnshlotið og grunnvatnshlotið Kleifarvatn. Nefndin minnir auk þess á að í greinargerð heildarendurskoðunar vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu eru tilgreindar niðurstöður úr greiningarvinnu Vatnaskila. Þar kemur m.a. fram að einn af framtíðarmöguleikum vatnsöflunar á höfuðborgarsvæðinu er í Fagradal norðaustan við Kleifarvatn en ekki verður séð að minnst sé á þann álitlega vatnstökustað, hvorki í umhverfismatsskýrslu né í umsögnum.
Þar sem að fram kemur í niðurstöðum umhverfismats að áhrif á grunnvatn séu metin óviss vill skipulagsnefndin árétta mikilvægi þess að mótvægisaðgerðum og vöktun sé framfylgt.
Skipulagsnefndin telur að leita hefði átt umsagnar Garðabæjar við umhverfismat framkvæmdarinnar þar sem að sveitarfélagið ætti að teljast viðeigandi umsagnaraðili þar sem að hugsanleg áhrif framkvæmdarinnar teygi sig inn í lögsögu þess sbr.15.gr.laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Að öðru leyti gerir skipulagsnefnd Garðabæjar ekki athugasemdir við skipulagstillöguna sem tengist áformum um Coda Terminal innan lögsögu Hafnarfjarðar.
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2407339 - Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 - 2025 vegna borteiga, nr. 0086/2024**
|Lögð fram umsagnarbeiðni Hafnarfjarðar um tillögu á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar sem tengist umfangsmiklum áformum fyrirtækisins Carbfix sem nefnist Coda Terminal um uppbyggingu móttöku- og geymslustöðvar fyrir koldíoxíð innan lögsögu Hafnarfjarðar. Breytingartillagan nær til svæðis sunnan Straumsvíkur sem er iðnaðarsvæði, athafnasvæði og óbyggt svæði í Kapelluhrauni og er gert ráð fyrir staðsetningum borteiga þar sem niðurdæling koldíoxíðs fer fram.
|
Lögð fram matsskýrsla sem fylgdi umhverfismati framkvæmdarinnar, og umsagnir sem borist hafa m.a. frá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti.
Skipulagsnefnd tekur undir þau atriði sem koma fram í umsögn Umhverfisstofnunar um að gera þurfi grein fyrir áhrifum á yfirborðsvatnshlotið og grunnvatnshlotið Kleifarvatn. Nefndin minnir auk þess á að í greinargerð heildarendurskoðunar vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu eru tilgreindar niðurstöður úr greiningarvinnu Vatnaskila. Þar kemur m.a. fram að einn af framtíðarmöguleikum vatnsöflunar á höfuðborgarsvæðinu er í Fagradal norðaustan við Kleifarvatn en ekki verður séð að minnst sé á þann álitlega vatnstökustað, hvorki í umhverfismatsskýrslu né í umsögnum.
Þar sem að fram kemur í niðurstöðum umhverfismats að áhrif á grunnvatn séu metin óviss vill nefndin árétta mikilvægi þess að mótvægisaðgerðum og vöktun sé framfylgt.
Skipulagsnefnd telur að leita hefði átt umsagnar Garðabæjar við umhverfismat framkvæmdarinnar þar sem að sveitarfélagið ætti að teljast viðeigandi umsagnaraðili þar sem að hugsanleg áhrif framkvæmdarinnar teygi sig inn í lögsögu þess sbr.15.gr.laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Að öðru leyti gerir skipulagsnefnd Garðabæjar ekki athugasemdir við skipulagstillöguna sem tengist áformum um Coda Terminal innan lögsögu Hafnarfjarðar.
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2407341 - Hafnarfjörður, deiliskipulagsbreyting.- Hellnahraun 3. áfangi**
|Lögð fram umsagnarbeiðni Hafnarfjarðar um tillögu á breytingu á deiliskipulag Hellnahrauns 3.áfanga sem tengist umfangsmiklum áformum fyrirtækisins Carbfix sem nefnist Coda Terminal um uppbyggingu móttöku- og geymslustöðvar fyrir koldíoxíð innan lögsögu Hafnarfjarðar. Breytingartillagan nær til þriggja athafnalóða þar sem borteigar verða staðsettir.
|
Lögð fram matsskýrsla sem fylgdi umhverfismati framkvæmdarinnar, og umsagnir sem borist hafa m.a. frá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti.
Skipulagsnefnd tekur undir þau atriði sem koma fram í umsögn Umhverfisstofnunar um að gera þurfi grein fyrir áhrifum á yfirborðsvatnshlotið og grunnvatnshlotið Kleifarvatn. Nefndin minnir auk þess á að í greinargerð heildarendurskoðunar vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu eru tilgreindar niðurstöður úr greiningarvinnu Vatnaskila. Þar kemur m.a. fram að einn af framtíðarmöguleikum vatnsöflunar á höfuðborgarsvæðinu er í Fagradal norðaustan við Kleifarvatn en ekki verður séð að minnst sé á þann álitlega vatnstökustað, hvorki í umhverfismatsskýrslu né í umsögnum.
Þar sem að fram kemur í niðurstöðum umhverfismats að áhrif á grunnvatn séu metin óviss vill nefndin árétta mikilvægi þess að mótvægisaðgerðum og vöktun sé framfylgt.
Skipulagsnefnd telur að leita hefði átt umsagnar Garðabæjar við umhverfismat framkvæmdarinnar þar sem að sveitarfélagið ætti að teljast viðeigandi umsagnaraðili þar sem að hugsanleg áhrif framkvæmdarinnar teygi sig inn í lögsögu þess sbr.15.gr.laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Að öðru leyti gerir skipulagsnefnd Garðabæjar ekki athugasemdir við skipulagstillöguna sem tengist áformum um Coda Terminal innan lögsögu Hafnarfjarðar.
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2407340 - Hafnarfjörður, deiliskipulagsbreyting. Hellnahraun 2**
|Lögð fram umsagnarbeiðni Hafnarfjarðar um tillögu á breytingu á deiliskipulag Hellnahrauns 2.áfanga sem tengist umfangsmiklum áformum fyrirtækisins Carbfix sem nefnist Coda Terminal um uppbyggingu móttöku- og geymslustöðvar fyrir koldíoxíð innan lögsögu Hafnarfjarðar. Breytingartillagan gerir ráð fyrir nýrri lóð fyrir borteig ætluðum fyrir niðurdælingarholur.
|
Lögð fram matsskýrsla sem fylgdi umhverfismati framkvæmdarinnar, og umsagnir sem borist hafa m.a. frá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti.
Skipulagsnefnd tekur undir þau atriði sem koma fram í umsögn Umhverfisstofnunar um að gera þurfi grein fyrir áhrifum á yfirborðsvatnshlotið og grunnvatnshlotið Kleifarvatn. Nefndin minnir auk þess á að í greinargerð heildarendurskoðunar vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu eru tilgreindar niðurstöður úr greiningarvinnu Vatnaskila. Þar kemur m.a. fram að einn af framtíðarmöguleikum vatnsöflunar á höfuðborgarsvæðinu er í Fagradal norðaustan við Kleifarvatn en ekki verður séð að minnst sé á þann álitlega vatnstökustað, hvorki í umhverfismatsskýrslu né í umsögnum.
Þar sem að fram kemur í niðurstöðum umhverfismats að áhrif á grunnvatn séu metin óviss vill nefndin árétta mikilvægi þess að mótvægisaðgerðum og vöktun sé framfylgt.
Skipulagsnefnd telur að leita hefði átt umsagnar Garðabæjar við umhverfismat framkvæmdarinnar þar sem að sveitarfélagið ætti að teljast viðeigandi umsagnaraðili þar sem að hugsanleg áhrif framkvæmdarinnar teygi sig inn í lögsögu þess sbr.15.gr.laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Að öðru leyti gerir skipulagsnefnd Garðabæjar ekki athugasemdir við skipulagstillöguna sem tengist áformum um Coda Terminal innan lögsögu Hafnarfjarðar.
|
|
|
|
|
|
|
|**16. 2407337 - Deiliskipulag borteiga í sunnanverðu Kapelluhrauni, nr. 0934/2024: Lýsing**
|Lögð fram umsagnarbeiðni Hafnarfjarðar um tillögu á deiliskipulagi fyrir sunnanvert Kapelluhraun sem tengist umfangsmiklum áformum fyrirtækisins Carbfix sem nefnist Coda Terminal um uppbyggingu móttöku- og geymslustöðvar fyrir koldíoxíð innan lögsögu Hafnarfjarðar. Tillagan gerir ráð fyrir fjórum reitum fyrir borteiga fyrir niðurdælingarholur.
|
Lögð fram matsskýrsla sem fylgdi umhverfismati framkvæmdarinnar, og umsagnir sem borist hafa m.a. frá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti.
Skipulagsnefnd tekur undir þau atriði sem koma fram í umsögn Umhverfisstofnunar um að gera þurfi grein fyrir áhrifum á yfirborðsvatnshlotið og grunnvatnshlotið Kleifarvatn. Nefndin minnir auk þess á að í greinargerð heildarendurskoðunar vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu eru tilgreindar niðurstöður úr greiningarvinnu Vatnaskila. Þar kemur m.a. fram að einn af framtíðarmöguleikum vatnsöflunar á höfuðborgarsvæðinu er í Fagradal norðaustan við Kleifarvatn en ekki verður séð að minnst sé á þann álitlega vatnstökustað, hvorki í umhverfismatsskýrslu né í umsögnum.
Þar sem að fram kemur í niðurstöðum umhverfismats að áhrif á grunnvatn séu metin óviss vill nefndin árétta mikilvægi þess að mótvægisaðgerðum og vöktun sé framfylgt.
Skipulagsnefnd telur að leita hefði átt umsagnar Garðabæjar við umhverfismat framkvæmdarinnar þar sem að sveitarfélagið ætti að teljast viðeigandi umsagnaraðili þar sem að hugsanleg áhrif framkvæmdarinnar teygi sig inn í lögsögu þess sbr.15.gr.laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Að öðru leyti gerir skipulagsnefnd Garðabæjar ekki athugasemdir við skipulagstillöguna sem tengist áformum um Coda Terminal innan lögsögu Hafnarfjarðar.
|
|
|
|
|
|
|
|**17. 2409228 - Hafnarfjörður - Umsagnarbeiðni Ask.br. vegna Þorlákstúns. (SL4) í (stækkun ÍB7)**
|Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillöguna.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**18. 2409370 - Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040- Keldur og nágrenni - Ósk um umsögn**
|Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillöguna.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**19. 2409012F - Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 11**
|Lögð fram fundargerð.
|
|
|
|2407362 - Steinprýði 15 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2407178 - Mosprýði 3 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2407379 - Skerpluholt 11 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2408458 - skerpluholt 4 - Deiliskipulagsbreyting
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2405078 - Skerpluholt 4- Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2405512 - Þorraholt 2-4 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2407252 - Þorraholt 19 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2408437 - Vorbraut 27-35 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2408164 - Maríugata 37 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2406112 - Tinnuvellir 8A og B- Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|