Reykjavíkurborg
Velferðarráð - Fundur nr. 487
**Velferðarráð**
Ár 2024, föstudagur 27. september var haldinn 487. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 09:10 í félagsmiðstöðinni Árskógum 4. Fundinum var jafnframt streymt á vefnum. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Natalie G. Gunnarsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir og Þorvaldur Daníelsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Sara Sigurbjörnsdóttir Öldudóttir og Gunnlaugur Sverrisson sem ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn og býður gesti velkomna.
Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, heldur erindi: Sterkt velferðarkerfi sem undirstaða velsældar. VEL240090060.
Svala Hreinsdóttir, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, heldur erindi: Velsældarhugleiðingar Sambandsins. VEL24090061.
Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar, heldur erindi: Velsæld hjá Reykjavíkurborg. VEL24090062.
Elva Dögg H. Gunnarsdóttir, uppistandari, segir frá velsæld út frá sjónarhóli notandans. VEL240090063.
Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og af vefnum.
**Fundi slitið kl. 10:24**
Heiða Björg Hilmisdóttir Þorvaldur Daníelsson
Ellen Jacqueline Calmon Natalie Gunnarsdóttir
Andrea Helgadóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð velferðarráðs frá 27. september 2024**