Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 36. (2137)
|
|
|
|**1. 2307150 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar - Viðauki nr. 1.**
|Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri kom á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir eftirfarandi viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2024. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2024 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
|
Viðauki 1.
Velferðasvið:
Sérstakur húsnæðisstuðningur (02180-9113) kr. 20.000.000. Fjölgun hefur orðið á þeim sem sótt hafa um húsaleigubætur auk þess sem greiðslur bóta hafa hækkað. Alls fengu 217 greiddar húsaleigubætur frá Garðabæ í ágúst sl.
Úrræði á heimili vegna barna kr. 15.000.000. Umfang barnaverndarmála hefur aukist og einnig fjöldi.
Fræðslu- og menningarsvið:
Félagsmiðstöð Urriðaholtsskóla - Urrinn (06315- ) kr. 10.000.000. Frá og með skólaárinu 2023-2024 hefur verið rekin félagsmiðstöð við Urriðaholtsskóla, Urrinn. Starfsemi hefur byggst hraðar upp en gert var ráð fyrir í áætlun.
Vinnuskóli kr. 14.000.000. Ríflega 100 fleiri börn voru í vinnuskólanum í sumar en áætlun gerði ráð fyrir. Börnum fjölgaði úr 610 í 731 milli ára.
Námsvistargjöld vegna leikskólabarna í öðrum sveitarfélögum (04167- ) kr. 60.000.000. Greiðslur til annarra sveitarfélaga vegna leikskólabarna sem eru að flytjast til Garðabæjar voru meiri á vorönn en gert hafði verið ráð fyrir.
Foreldragreiðslur vegna leikskólabarna (04175-9174) kr. 40.000.000. Greiðslur til foreldra barna sem biða eftir leikskólaplássi voru meiri á vorönn en áætlun gerði ráð fyrir.
Leikskóladeild Urriðaholtsskóla (04124- ) kr. 185.000.000.- Fleiri börn eru á leikskóladeildinni í Urriðaholtsskóla en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Einnig bætast við 40 ný leikskólarými frá og með þessu hausti.
Urriðaból við Holtsveg kr. -75.000.000.- Áætlun gerði ráð fyrir að skólinn færi hraðar í rekstur en raunin hefur orðið.
Umhverfissvið:
Aukaframlag til Strætó bs. (10720-9195) kr. 14.000.000. Á fundi bæjarráðs 13. ágúst sl. var samþykkt erindi frá Strætó bs. vegna beiðni um aukið rekstrarframlag vegna hækkunar á kostnaði við aðkeyptan akstur. Erindið var samþykkt og vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.
Samtals aukin rekstrarkostnaður 283.000.000
Framkvæmdir. kr. 40.000.000.- Á fundi bæjarráðs 3. september sl. var samþykkt tillaga sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs að endurnýjunarþörf tölvubúnaðar verði mætt með því að forgangsraða búnaði fyrir börn með 40mkr. viðbótarframlagi á árinu 2024. Erindið var samþykkt og vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.
Samtals kr. 323.000.000
Fjármögnun viðauka
Staðgreiðsla útsvars 00010-0021 kr. -83.000.000
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga (00100-0148) kr. -240.000.000
Samtals -323.000.000
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2407178 - Mosprýði 3 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Ottó Hafliðasyni, kt. 271256-3109, leyfi fyrir byggingu sólskála að Mosprýði 3.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2407362 - Steinprýði 15 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Rögnvald Othar Erlingssyni, kt. 020257-7419, leyfi til að byggja einbýlishús á einni hæð að Steinprýði 15.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2407339 - Afgreiðsla skipulagsnefndar. Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 - 2025 vegna borteiga, nr. 0086/2024**
|Lögð fram afgreiðsla skipulagsnefndar frá 26. september 2024 vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, vegna borteiga. Fram kemur að skipulagsnefnd taki undir þau atriði sem fram koma í umsögn Umhverfissvotfnunar um að gera þurfi grein fyrir áhrifum á yfirborsvatnshlotið og grunnvatnshlotið Kleifarvatn. Þá minnir nefndin auk þess á að í greinargerð heildarendurskoðunar vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu eru tilgreindar niðurstöður úr greiningarvinnu Vatnaskila. Þar komi m.a. fram að einn af framtíðarmöguleikum vatnsöflunar á höfuðborgarsvæðinu er í Fagradal norðaustan við Kleifarvatn en ekki verður séð að minnst sé á þann álitlega vatnstökustað, hvorki í umhverfismatsskýrslu né í umsögnum.
|
Þar sem að fram kemur í niðurstöðum umhverfismats að áhrif á grunnvatn séu metin óviss áréttar skipulagsnefnd mikilvægi þess að mótvægisaðgerðum og vöktun sé framfylgt.
Skipulagsnefnd telur að leita hefði átt umsagnar Garðabæjar við umhverfismat framkvæmdarinnar þar sem að sveitarfélagið ætti að teljast viðeigandi umsagnaraðili þar sem að hugsanleg áhrif framkvæmdarinnar teygi sig inn í lögsögu þess sbr.15.gr.laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Að öðru leyti gerir skipulagsnefnd Garðabæjar ekki athugasemdir við skipulagstillöguna sem tengist áformum um Coda Terminal innan lögsögu Hafnarfjarðar.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið skipulagsnefndar sem koma fram í afgreiðslu nefndarinnar.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2409043 - Afgreiðsla skipulagsnefndar. Búðarflöt 1.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að vísa umsókn um byggingarleyfi um bílageymslu á lóð sem er í samræmi við byggingarleyfi sem var veitt árið 2018 en ekki hefur komið til framkvæmdar, í grenndarkynningu. Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt árið 2015 og byggingarleyfi var veitt í samræmi við þá niðurstöðu sem fékkst í því ferli.
|
Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Tillögunni er vísað til grenndarkynningar að nýju í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynna skal eigendum að Búðarflöt 2, 3, 4 og 6 og Lambhaga 6, 7, 8, 9 og 10.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2404497 - Afgreiðsla skipulagsnefndar. Skilti við Vífilsstaði/Reykjanesbraut.**
|Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að staðsetningu auglýsingaskiltis við Reykjanesbraut vestan við Sunnuhvol sem er ætlað að koma í stað skiltisins sem stendur við Reykjanesbraut í Vetrarmýri en er víkjandi í deiliskipulagi.
|
Ekkert deiliskipulag er í gildi á staðnum.
Skipulagsnefnd féllst á tillöguna og gerði ekki athugasemd við að skipulagsstjóri vísi byggingarleyfisumsókn sem er í samræmi við tillöguna til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2409320 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður vegna lóðarinnar við Skerpluholt 3. **
|Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir hækkun gólfkóta einbýlishússins Skerpluholt 3 um 20 cm.
|
Hámarkshæð hússins yrði óbreytt og reiknast frá núverandi gólfkóta. Umsögn gatnahönnuðar liggur fyrir.
Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísaði henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Skerpluholts 1,2,4 og 5 sem og Vorbrautar 10.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2408358 - Endurskoðun örorkulífeyriskerfis almannatrygginga**
|Drög að starfsreglum samhæfingarteyma sem tryggja eiga fagleg og skilvirk vinnubrögð samhæfingarteyma lögð fram, ásamt drögum að samningi um samstarf á sviði endurhæfingar. Um er að ræða verkefni á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. félagsþjónustu sveitarfélaga, Tryggingastofnunar, Vinnumálastofnunar og VIRK Starfsendurhæfingasjóðs ses.
|
Markmið vinnunnar er framtíðarfyrirkomulag um heilstæða nálgun og samþættingu þjónustu í tengslum við endurhæfingu einstaklinga. Samstarfið er mikilvægur liður í að ná því markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði fólks sem þarf á endurhæfingarþjónustu að halda til að bæta afkomu sína og möguleika til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar frá 2021.
Bæjarráð vísar málinu til velferðarsviðs.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2006237 - Aðgerðaráætlun Garðabæjar og staða vegna innleiðingar Barnasáttmálans**
|Aðgerðaráætlun Garðabæjar og staða vegna innleiðingar Barnasáttmálans lögð fram.
|
Drög að aðgerðaráætlun Garðabæjar hafa verið kynnt í íþrótta- og tómstundaráði, leikskólanefnd, menningar- og safnanefnd, skólanefnd grunnskóla, umhverfisnefnd og velferðarráði á tímabilinu janúar til júní 2024.
Stefnt er að því að ljúka umræddum aðgerðum og skýrslu varðandi þær og sækjast formlega eftir viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag haustið 2024.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja aðgerðaráætlun Garðabæjar vegna innleiðingar á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2406792 - Bréf Umhverfisstofnunar varðandi upphaf vinnu stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið Vífilsstaðavatn, dags. 25. september 2024. **
|Erindi umhverfisstofnunar vegna stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið Vífilsstaðavatn, dags. 23. september 2024 lagt fram.
|
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og umhverfissviðs.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2409553 - Kostnaðar- og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk**
|Áfangasskýrsla II, tillögur starfshóps Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna kostnaðar- og ábyrgðarskiptingar ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk, lögð fram.
|
Bæjarráð ítrekar nauðsyn þess að tillögurnar komist hratt í framkvæmd og að því fylgi fjárframlög af hálfu ríkisins.
Bæjarráð vísar málinu til frekari umfjöllunar hjá velferðarráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2409536 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar UMF Stjörnunnar um tímabundið áfengisleyfi vegna herra- og kvennakvölds Stjörnunnar í Miðgarði.**
|Lögð fram umsókn UMF Stjörnunnar um tímabundið áfengisleyfi í íþróttamiðstöðinni Miðgarði vegna herra- og kvennakvölds Stjörnunnar, sem halda á 18. og 19. október 2024.
|
Bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2409557 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi fyrir tónlistarhátíðina Rökkvuna á Garðatorgi.**
|Lögð fram umsókn Garðabæjar um tímabundið áfengisleyfi að Garðatorgi 1-4 vegna Rökkvunar - listahátíð unga fólksins, sem halda á 12. október 2024.
|
Bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2409490 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um námsgögn, 222. mál, dags. 24. september 2024.**
|Erindi mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna frumvarps til laga um námsgögn.
|
Umsagnarfrestur er til 8. október 2024.
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslu- og menningarsviðs.
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2304498 - Innleiðing farsældar í Garðabæ**
|Lagt fram svar sviðsstjóra velferðarsviðs og fræðslu- og menningarsviðs, vegna fyrirspurnar Brynju Dan Gunnarsdóttur, f.h. Framsóknarflokksins um stöðu á innleiðingu farsældar í Garðabæ.
|
Sviðsstjórar velferðarsviðs og fræðslu- og menningarsviðs fór yfir stöðu á innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
|
|
|
|