Dalabyggð
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 134
|Jón Egill íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1 og 2.|
**1. 2408005 - Tómstundir íþróttir skólaárið 2024-2025**
[Íþróttir og tómstundir haust 2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=ZfTyES4OkaY6WInTyoL9Q&meetingid=prGQqtk8ikeaQcfxNaQ0Hg1)
**2. 2408002 - Ungmennaráð 2024-2025**
|Fræðslunefnd samþykkir að bjóða þeim Jóhönnu Vigdísi Pálmadóttur og Guðmundi Sören Vilhjálmssyni sæti í Ungmennaráði. |
Öðrum þeim sem gáfu kost á sér er þakkað fyrir sýndan áhuga á setu í Ungmennaráði.
Jafnframt er þeim Kristínu Ólínu og Matthíasi þakkað fyrir þeirra framlag til starfa í Ungmennaráði.
|Í dag mánudaginn 30. september er síðasti formlegi starfsdagur Jóns Egils Jónssonar íþrótta og tómstundafulltrúa í starfi sínu hjá Dalabyggð. Fræðslunefnd þakkar Jóni Agli fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á komandi tímum.|
**3. 2408003 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2024-2025**
**4. 2408004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2024-2025**
|Skólastjóri ræddi um stöðu mála í starfsmannamálum leikskólans og ljóst að þörf kann að vera á að ráða inn starfsmann tímabundið í 50% starf, um er að ræða tímabundið starf fram að vori 2025. |
Viðrað var hvort taka ætti upp ákveðið "mönnunarmódel" byggt á útreiknuðum barngildum hverju sinni. Fræðslunefnd vísar þeirri umræðu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
**5. 2404022 - Tónlistarskóli 2024**
|Nú eru tveir tónlistarkennarar að störfum í samtals 1,22 stöðugildi. Nánast allir nemendur fengu inn í námi m.v. þær umsóknir sem lágu fyrir áður en kennsla hófst. |
Skólastjóri upplýsti að miðannartónleikar tónlistarskólans verði haldnir miðvikudaginn 23. október n.k. kl.15:30 en ekki þann 24. október eins og stendur í skóadagatali,
Fram kom að 43% nemenda í grunnskólanum stunda nám í tónlistarskólanum, þar af 16 í fullu námi og 14 í hálfu námi.
Varðandi tónlistarnám fyrir fullorðna einstaklinga þá er ekki að sinni svigrúm til þess a.m.k. að sinni.
**6. 2301030 - Menntastefna, innleiðing og mat á skólastarfi**
|Farið yfir stöðu einstakra verkefna og þá tímaáætlun sem unnið er eftir því tengdu.|
**7. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal í MB**
**8. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024**
**9. 2304010 - Félagsmiðstöð ungmenna**
|Sveitarstjóri kynnti tímabundna lokun félagsmiðstöðvar ungmenna f.o.m. 1. október.|
**10. 1811022 - Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni**
|Kynnt drög að uppfærðum reglum um tómstundastyrk í Dalabyggð, samþykkt að vinna með drögin á milli funda.|