Garðabær
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 3
|
|**Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks**
|03.10.2024 kl. 08:30 kom samráðshópur um málefni fatlaðs fólks saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Kristín Einarsdóttir formaður, Sveinbjörn Halldórsson aðalmaður, Bergþóra Bergsdóttir aðalmaður, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Pála Marie Einarsdóttir umsjónarþroskaþjálfi, Snædís Björnsdóttir lögfræðingur.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2405293 - Frumkvæðisathugun á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk**
|Bréf Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála um niðurstöður frumkvæðisathugunar á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum sveitarfélaga. dags. 16.05.2024 lagt fram til kynningar. Starfsfólk velferðarsviðs hefur lagt drög að minnisblaði um úrbætur á heimasíðu Garðabæjar.
|
|
|
|
|
|
|**2. 2404194 - Frumkvæðisathugun á þjónustu í búsetuúrræðum fatlaðs fólks**
|Bréf Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, varðandi frumkvæðisathugun á þjónustu í búsetuúrræðum fatlaðs fólks, dags. 9. apríl 2024 lagt fram til kynningar. Sótt hefur verið um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að standa straum af kostnaði vegna úttektarinnar, sem er umfangsmikil. Um er að ræða sameiginlega umsókn Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar.
|
|
|
|
|
|
|**3. 2403006 - Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu**
|Niðurstöður Gæða- og eftirlitsstofnunar varðandi Garðabæ vegna frumkvæðisathugunar á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu, dags. 16.9.2024, lagt fram til kynningar.
|
|
|
|
|
|
|**4. 2403491 - OPCAT eftirlit með stöðum þar sem frelsissviptir dvelja**
|Frumskýrsla Umboðsmanns Alþingis um einkarekin búsetuúrræði fyrir börn á grundvelli OPCAT-eftirlits, dags. 27.6.2024 lögð fram til kynningar. Starfsfólk fjármála- og stjórnsýslusviðs og velferðarsviðs vinna að vinnslu svara Garðabæjar vegna skýrslunnar sem send verða til Umboðsmanns fyrir 1. janúar 2025.
|
|
|
|
|
|
|**5. 2409553 - Kostnaðar- og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk**
|Áfangaskýrsla I um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk sem kom út 24. janúar 2024 og áfangaskýrsla II sem kom út 24. september 2024 lagðar fram til kynningar.
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|