Reykjavíkurborg
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 80
**Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks**
Ár 2024, fimmtudaginn 3. október var 80. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 10.02. Fundinn sátu: Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Hallgrímur Eymundsson og Unnur Þöll Benediktsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Katarzyna Beata Kubis og Þorkell Sigurlaugsson. Einnig sátu fundinn eftirfarandi embættismenn og starfsfólk: Anna Kristinsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir með rafrænum hætti.
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Lagt fram bréf ÖBÍ, dags. 2. október 2024, um að Sigurbjörg S. Sigurgeirsdóttir taki sæti sem aðalfulltrúi í aðgengis- og samráðsnefnd í stað Áslaugar Ingu Kristinsdóttur. Jafnframt að Guðjón Sigurðsson sæti sem varafulltrúi í stað Stefáns Vilbergssonar. MSS2207001
- Kl.10.04 tekur Ásta Björg Björgvinsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
- Kl.10.10 tekur Björgvin Björgvinsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
Fram fer kynning upplýsingateymis Reykjavíkurborgar á samfélagsmiðlum og aðgengismálum.
Hulda Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fram fer kynning velferðarsviðs á beingreiðslusamningum vegna NPA-þjónustu og húsnæðis fatlaðs fólks. MSS24090013.
Katrín Harpa Ásgeirsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
Fram fer kynning mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu á aðgerðaáætlun gegn ofbeldi. MSS24060082
Halldóra Dýrleifar-Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Lagðar fram upplýsingar um Jafnréttisþing 2024. MSS24010049
Fylgigögn
**Fundi slitið kl.11.21**
Ingólfur Már Magnússon Björgvin Björgvinsson
Katarzyna Kubiś Þorkell Sigurlaugsson
Hallgrímur Eymundsson Ásta Björg Björgvinsdóttir
Unnur Þöll Benediktsdóttir Lilja Sveinsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 3. október 2024**