Hvalfjarðarsveit
Fjölskyldu- og frístundanefnd 60. fundur
= Fjölskyldu- og frístundanefnd =
Dagskrá
=== 1.Trúnaðarmál ===
2010017
Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
=== 2.Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu ===
2403001
Kynning á niðurstöðum frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) stofnaði til frumkvæðisathugunar á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu í febrúar sl. Athugun var eitt af fyrstu skrefum stofnunarinnar í að sinna ytra eftirliti með stoð- og stuðningsþjónustu sveitarfélaga.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) stofnaði til frumkvæðisathugunar á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu í febrúar sl. Athugun var eitt af fyrstu skrefum stofnunarinnar í að sinna ytra eftirliti með stoð- og stuðningsþjónustu sveitarfélaga.
Farið yfir niðurstöður frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar á reglum sveitarfélaga um stoð og stuðningsþjónustu. Félagsmálastjóra falið að vinna áfram með niðurstöðurnar.
=== 3.Sportabler- frístundakerfi ===
2401029
Sportabler- frístundakerfi.
Abler er kerfi sem er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum, forráðamönnum og öðru starfsfólki. Abler einfaldar skipulag, samskipti, greiðslur og yfirsýn. Í byrjun árs gerði Hvalfjarðarsveit samning til reynslu í eitt ár við Abler ehf. um notkun Hvata styrkjakerfis ásamt skráningar- og greiðslukerfinu Abler (áður Sportabler). Markmiðið með slíkum samning var að einfalda íbúum Hvalfjarðarsveitar að nýta tómstundastyrkinn sem og að auðvelda afgreiðslu tómstundastyrkja. Abler hefur reynst vel á reynslutímanum og eru merki um að fleiri séu að nýta tómstundastyrkina. Með nýjum samningi við Abler mun einnig bætast við fleiri möguleikar á nýtingu kerfisins.
Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur því til við sveitastjórn að semja við Abler um áframhaldandi þjónustu.
Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur því til við sveitastjórn að semja við Abler um áframhaldandi þjónustu.
=== 4.Jafnréttisstefna Hvalfjarðarsveitar ===
2011001
Samkvæmt Jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar hefur nefndin m.a. það hlutverk að kanna árlega kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Við skipan í stjórnir, ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins skal hlutfall kynjanna vera sem jafnast og ekki undir 40% kynjahalli.
Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna, eru karlar 58 og 64 konur.
Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna, eru karlar 58 og 64 konur.
Samkvæmt Jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar hefur nefndin m.a. það hlutverk að kanna árlega kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Við skipan í stjórnir, ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins skal hlutfall kynjanna vera sem jafnast og ekki undir 40% kynjahalli.
Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna árið 2024, eru karlar, 58 og 64 konur.
Kynjahlutfallið er því þannig að karlar eru 48% og konur eru 52% í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Nefndin gerir ekki athugasemdir til sveitarstjórnar við stöðu mála.
Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna árið 2024, eru karlar, 58 og 64 konur.
Kynjahlutfallið er því þannig að karlar eru 48% og konur eru 52% í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Nefndin gerir ekki athugasemdir til sveitarstjórnar við stöðu mála.
=== 5.Samstarf þjónustukerfa á sviði endurhæfingar. ===
2410006
Erindi frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
Fjölskyldu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemdir við drög að samningi milli þjónustukerfa og starfsreglum samhæfingarteyma. Nefndin samþykkir að veita félagsmálastjóra umboð til undirritunar samningsins. Erindinu vísað til sveitarstjórnar.
=== 6.Fundargerðir Ungmennaráðs ===
2310003
16. fundargerð Ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram.
=== 7.Öldungaráð ===
2305056
Lögð fram fundargerð 4. fundar Öldungaráðs sem fram fór þann 17.09.2024.
Lagt fram.
=== 8.Fjárhagsáætlun Fjölskyldu- og frístundanefndar 2025 ===
2409038
Fjárhagsáætlun 2025.
Lagt fram. Félagsmálastjóra og Frístunda- og menningafulltrúa falið að vinna áfram að fjárhagsáætlun útfrá umræðum á fundi.
=== 9.Sundlaugin að Hlöðum ===
2403002
Yfirlit yfir rekstur sundlaugar að Hlöðum sumarið 2024.
Farið var yfir rekstur á sundlauginni að Hlöðum sumarið 2024. Umræða var á fundinum um skipulag og framtíðarsýn sundlaugarinnar.
=== 10.Umsögn um drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. ===
2410010
Drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk.
Lagt fram til kynningar.
=== 11.Ungmennaþing Vesturlands 2024. ===
2410003
Ungmennaþing Vesturlands 2024.
Ungmennaþing Vesturlands verður haldið í Ölver, Hvalfjarðarsveit dagana 25.-27. október. Fjölskyldu- og frístundanefnd hvetur ungmenni í sveitarfélaginu að taka þátt.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Mál nr. 2410006 - Samstarf þjónustukerfa á sviði endurhæfingar. Málið verður nr. 5 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 5:0
Mál nr. 2410010 - Umsögn um drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Málið verður nr. 10 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 5:0
Mál nr. 2410003 - Ungmennaþing Vesturlands 2024. Málið verður nr. 11 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 5:0
Ása Líndal Hinriksdóttir sat undir liðum nr. 2401029, 241029, 2310003, 2409038, 2403002 og 2410003.
Marie Greve Rasmussen vék af fundi klukkan 17:48.