Garðabær
Bæjarstjórn Garðabæjar - 14. (947)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarstjórn Garðabæjar**
|
|**14. (947). fundur**
|
|
|03.10.2024 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar. Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson bæjarfulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
||Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.
|
Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.
Fundargerð bæjarstjórnar frá 19. september 2024 er lögð fram.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2409028F - Fundargerð bæjarráðs frá 24/9 ´24. **
|Hrannar Bragi Eyjólfsson tók til máls og ræddi 6.tl., ungmennahús - áfangaskýrslu. Hrannar Bragi lagði fram eftirfarandi bókun:
|
"Tillagan um stofnun ungmennahúss er liður í því að styrkja og efla forvarnir í Garðabæ. Ungmennahús Garðabæjar mun bætast við fjölbreytta flóru íþrótta- og tómstundastarfs í bænum og vera jákvæður vettvangur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára í bænum þar sem þau geta komið saman með jafnöldrum sínum og tekið þátt í skipulögðu og óskipulögðu starfi sem styrkir þau, hvetur og eflir.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna aðkomu ungmennaráðs að vinnunni við áfangaskýrsluna og tillögu hennar og hrósa fulltrúum þess sem og fulltrúum íþrótta- og tómstundaráðs fyrir málefnalega og vel ígrundaða vinnu".
Ingvar Arnarson tók til máls og óskaði knattspyrnuliði UMF Álftaness til hamingju með sigur í 5. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu og ræddi 6. tl. Ungmennahús - áfangaskýrslu.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls og ræddi 6.tl. Ungmennahús - áfangaskýrslu. Þorbjörg lagði fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans fagna því að loks sé komið að því að koma á fót Ungmennahúsi í Garðabæ, sem Garðabæjarlistinn hefur kallað eftir árum saman."
Fundargerðin sem er 10.tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2409039F - Fundargerð bæjarráðs frá 1/10 ´24.**
|Fundargerðin sem er 15.tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|2307150 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar - Viðauki nr. 1.
|
|
|
|"Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2024 samkvæmt 2.mgr. 63.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. (Mál nr. 2307150) Velferðarsvið: Sérstakur húsnæðisstuðningur (02180-9113) kr. 20.000.000. Fjölgun hefur orðið á þeim sem sótt hafa um húsaleigubætur auk þess sem greiðslur bóta hafa hækkað. Alls fengu 217 greiddar húsaleigubætur frá Garðabæ í ágúst sl. Úrræði á heimili vegna barna kr. 15.000.000. Umfang barnaverndarmála hefur aukist og einnig fjöldi. Fræðslu- og menningarsvið: Félagsmiðstöð Urriðaholtsskóla - Urrinn (06315- ) kr. 10.000.000. Frá og með skólaárinu 2023-2024 hefur verið rekin félagsmiðstöð við Urriðaholtsskóla, Urrinn. Starfsemi hefur byggst hraðar upp en gert var ráð fyrir í áætlun. Vinnuskóli kr. 14.000.000. Ríflega 100 fleiri börn voru í vinnuskólanum í sumar en áætlun gerði ráð fyrir. Börnum fjölgaði úr 610 í 731 milli ára. Námsvistargjöld vegna leikskólabarna í öðrum sveitarfélögum (04167- ) kr. 60.000.000. Greiðslur til annarra sveitarfélaga vegna leikskólabarna sem eru að flytjast til Garðabæjar voru meiri á vorönn en gert hafði verið ráð fyrir. Foreldragreiðslur vegna leikskólabarna (04175-9174) kr. 40.000.000. Greiðslur til foreldra barna sem biða eftir leikskólaplássi voru meiri á vorönn en áætlun gerði ráð fyrir. Leikskóladeild Urriðaholtsskóla (04124- ) kr. 185.000.000.- Fleiri börn eru á leikskóladeildinni í Urriðaholtsskóla en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Einnig bætast við 40 ný leikskólarými frá og með þessu hausti. Urriðaból við Holtsveg kr. -75.000.000.- Áætlun gerði ráð fyrir að skólinn færi hraðar í rekstur en raunin hefur orðið. Umhverfissvið: Aukaframlag til Strætó bs. (10720-9195) kr. 14.000.000. Á fundi bæjarráðs 13. ágúst sl. var samþykkt erindi frá Strætó bs. vegna beiðni um aukið rekstrarframlag vegna hækkunar á kostnaði við aðkeyptan akstur. Erindið var samþykkt og vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun. Samtals aukin rekstrarkostnaður 283.000.000 Framkvæmdir. kr. 40.000.000.- Á fundi bæjarráðs 3. september sl. var samþykkt tillaga sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs að endurnýjunarþörf tölvubúnaðar verði mætt með því að forgangsraða búnaði fyrir börn með 40mkr. viðbótarframlagi á árinu 2024. Erindið var samþykkt og vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun. Samtals kr. 323.000.000 Fjármögnun viðauka Staðgreiðsla útsvars 00010-0021 kr. -83.000.000 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga (00100-0148) kr. -240.000.000 Samtals -323.000.000"
|
|
|
|
|
|2409043 - Afgreiðsla skipulagsnefndar. Búðarflöt 1.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að vísa umsókn um byggingarleyfi um bílageymslu á lóð sem er í samræmi við byggingarleyfi sem var veitt árið 2018 en ekki hefur komið til framkvæmdar, í grenndarkynningu. Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt árið 2015 og byggingarleyfi var veitt í samræmi við þá niðurstöðu sem fékkst í því ferli. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Tillögunni er vísað til grenndarkynningar að nýju í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal eigendum að Búðarflöt 2, 3, 4 og 6 og Lambhaga 6, 7, 8, 9 og 10.
|
|
|
|
|
|2404497 - Afgreiðsla skipulagsnefndar. Skilti við Vífilsstaði/Reykjanesbraut.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að staðsetningu auglýsingaskiltis við Reykjanesbraut vestan við Sunnuhvol sem er ætlað að koma í stað skiltisins sem stendur við Reykjanesbraut í Vetrarmýri en er víkjandi í deiliskipulagi. Ekkert deiliskipulag er í gildi á staðnum. Skipulagsnefnd féllst á tillöguna og gerði ekki athugasemd við að skipulagsstjóri vísi byggingarleyfisumsókn sem er í samræmi við tillöguna til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|2409320 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður vegna lóðarinnar við Skerpluholt 3.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breytingu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir hækkun gólfkóta einbýlishússins Skerpluholt 3 um 20 cm. Hámarkshæð hússins yrði óbreytt og reiknast frá núverandi gólfkóta. Umsögn gatnahönnuðar liggur fyrir. Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísaði henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum Skerpluholts 1,2,4 og 5 sem og Vorbrautar 10.
|
|
|
|
|
|2006237 - Aðgerðaráætlun Garðabæjar og staða vegna innleiðingar Barnasáttmálans
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir aðgerðaráætlun Garðabæjar vegna innleiðingar á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2409024F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 18/9 ´24.**
|Hrannar Bragi Eyjólfsson tók til máls og ræddi 1.tl. vopnaburð barna og ungmenna, 2.tl., forvarnarviku Garðabæjar 2024, 3.tl. íþróttaþing Garðabæjar, 5.tl., vinnuskólann 2024, 8.-21.tl. umsóknir um styrki úr afrekssjóði íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar og umsóknir um ferðastyrki íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar.
|
Sigríður Hulda Jónsdóttir tók til máls og ræddi 2.tl., fovarnarviku Garðabæjar 2024 og 4.tl. þarfagreiningu varðandi aðstöðu fyrir félags- og tómstundastarf ungs fólks í Garðabæ.
Björg Fenger tók til máls og ræddi 7.tl., Nordic Baltic youth summit 2024 og 8.-21.tl. umsóknir um styrki úr afrekssjóði íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar og umsóknir um ferðastyrki íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar.
Brynja Dan Gunnarsdóttir tók til máls og ræddi 2.tl. forvarnarviku Garðabæjar 2024.
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls og ræddi 2.tl. forvarnarviku Garðabæjar 2024, 5.tl. vinnuskólann 2024 og 4.tl. þarfagreiningu varðandi aðstöðu fyrir félags- og tómstundastarf ungs fólks í Garðabæ.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls og ræddi 1.tl. vopnaburð barna og ungmenna og 2.tl. forvarnarviku Garðabæjar 2024.
Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi fundargerðina.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2409033F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 26/9 ´24.**
|Björg Fenger tók til máls og ræddi 3.tl. breytingu á vaxtarmörkum svæðisskipulags í landi Garðabæjar - Aðal- og svæðisskipulagsbreytingu og 13.tl., breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna borteiga.
|
Ingvar Arnarson tók til máls og ræddi 5.tl. auglýsingaskilti í Garðabæ - fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2409021F - Fundargerð velferðarráðs frá 18/9 ´24.**
|Gunnar Valur Gíslason tók til máls og ræddi 6.tl., frumkvæðisathugun á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk, 7.tl., frumkvæðisathugun á þjónustu á búsetuúrræðum fatlaðs fólks og 8.tl., frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu.
|
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls og ræddi 4.tl., félagslegt leiguhúsnæði í Garðabæ. Þorbjörg lagði fram eftirfarandi bókun:
"Garðabæjarlistinn ítrekar þá afstöðu sína að brýn þörf er á frekari uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis í Garðabæ."
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls og ræddi 6.tl. frumkvæðisathugun á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk, 7.tl. frumkvæðisathugun á þjónustu á búsetuúrræðum fatlaðs fólks, 8.tl. frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu og 5.tl. tölulegar upplýsingar í barnavernd og fjárhagsaðstoð.
Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi 4.tl. félagslegt leiguhúsnæði í Garðabæ og 5.tl. tölulegar upplýsingar í barnavernd og fjárhagsaðstoð.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2401141 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 30/9 ´24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2401136 - Fundargerð stjórnar SSH frá 16/9 ´24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2401135 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 14/6, 28/6 og 16/8 ´24.**
|Fundargerðirnar eru lagðar fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2401133 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 14/8 ´24.**
|Gunnar Valur Gíslason tók til máls og ræddi 1.tl. sex mánaða uppgjör Sorpu bs. og 4.tl. önnur mál.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2401139 - Fundargerð eigendafundar Sorpu bs. frá 30/9 ´24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2401137 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 13/9 ´24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2401325 - Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 10/9 ´24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2410010 - Tillaga Garðabæjarlistans um hækkun hvatapeninga.**
|Þorbjörg Þorvaldsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu:
|
"Bæjarstjórn samþykkir að gert verði ráð fyrir hækkun hvatapeninga um 15 þúsund krónur á hvert barn í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025, þ.e. að hvatapeningar verði hækkaðir úr 55 þúsund kr. í 70 þúsund kr.
Þá verði framvegis miðað við að upphæð hvatapeninga fylgi verðlagsþróun."
"Greinargerð:
Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi hefur, ásamt því að vera mikilvægur vettvangur fyrir félagslegan þroska barna og heilsu, gríðarlegt forvarnargildi. Því er mikilvægt að allar fjölskyldur geti boðið börnum sínum upp á að stunda slíkt starf, óháð efnahag. Fjárhagslegt aðgengi að íþróttum og tómstundum er sérstaklega aðkallandi vegna þrengri fjárhagsstöðu heimila, en einnig sökum þess að Garðabær hefur fjárfest milljörðum í aðstöðu til íþróttaiðkunar á undanförnum árum og ber töluverðan kostnað af rekstri þeirra á
ári hverju.
Árið 2018 voru hvatapeningar hækkaðir í 50 þúsund krónur. Sú upphæð samsvarar tæpum 71 þúsund krónum árið 2024 ef tekið er tillit til verðlagsbreytinga, en hvatapeningar hafa aðeins hækkað um 5 þúsund krónur á tímabilinu 2018-2024.
Garðabæjarlistinn er á þeirri skoðun að eðlilegt sé að hvatapeningar hækki samhliða verðlagi, þar sem æfingagjöld gera það að jafnaði. Líta má svo á að tillagan um hækkun sé leiðrétting og leggjum við því áherslu á að eftirleiðis verði hvatapeningar látnir fylgja verðlagi, svo sambærilegrar leiðréttingar verði ekki þörf á nokkurra ára fresti.
Enn geti tekjulægri fjölskyldur svo sótt um viðbótarhvatapeninga, sem haldist í 15 þúsund krónum.
Samkvæmt greinargerð ÍTG frá árinu 2023 þarf að gera ráð fyrir kostnaðaraukningu upp á u.þ.b. 30 milljónir, ef miðað er við 75% nýtingu hvatapeninga."
Hrannar Bragi Eyjólfsson tók til máls og ræddi tillöguna og lagði til að tillögunni yrði vísað til fjárhagsáætlunar 2025.
Brynja Dan Gunnarsdóttir tók til máls og ræddi tillöguna.
Guðfinnur Sigurvinsson tók til máls og ræddi tillöguna.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls að nýju.
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls og ræddi tillöguna.
Guðfinnur Sigurvinsson tók til máls að nýju.
Björg Fenger tók til máls og ræddi tillöguna.
Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi tillöguna.
Hrannar Bragi Eyjólfsson tók til máls að nýju.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunar 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2304350 - Samkomulag ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppfærslu samgöngusáttmála frá árinu 2019 og samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald (síðari umræða).**
|Almar Guðmundsson tók til máls og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærslu samgöngusáttmála frá árinu 2019 og samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald.
|
Ingvar Arnarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Garðabæjarlistinn fagnar uppfærslu samgöngusáttmálans og samstöðu bæjarstjórnar hvað hann varðar, enda eru ríkir hagsmunir íbúa Garðabæjar og höfuðborgarsvæðisins alls að fyrirhugaðar vega- og stígaframkvæmdir auk eflingar á almenningssamgöngum sem þar eru tíundaðar verði að veruleika."
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Viðreisn fagnar mjög samþykkt á uppfærðum Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og ríkisins, sem upphaflega var undirritaður 2019. Þetta er mikilvæg og þörf innviðauppbygging sem hefur í för með sér lífskjarabætur fyrir höfuðborgarbúa og landsmenn alla.
Markmið sáttmálans er að stytta ferða- og biðtíma í bílum, búa til hágæða almenningssamgöngur og að efla göngu- og hjólastíga. Framkvæmdin öll gerir það að verkum að við komum til með að hafa um fjölbreyttari samgöngumáta að velja sem hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu okkar og fólk kemst hraðar á milli einstaka hluta höfuðborgarsvæðisins."
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða uppfærðan samgöngusáttmála.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)