Akraneskaupstaður
Skipulags- og umhverfisráð 310. fundur
[s. 433 1000](tel:4331000) [Vefir Akraneskaupstaðar](#)
= Skipulags- og umhverfisráð =
Dagskrá
=== 1.Íþróttahús Jaðarsbökkum - Fjölgun á körfuboltakörfum ===
2409288
Körfuknattleiksfélag Akraness hefur óskað eftir að skoðaður verður sá möguleiki á að fjölga föstum körfuboltakörfum í nýju íþróttahúsi á Jaðarsbökkum sem eru hugsaðar fyrir minnibolta. Verkefnastjóri kynnir mögulegar lausnir og leggur fram kostnaðaráæltun.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fjölga föstum körfuboltakörfum um 6 í nýju íþróttahúsi á Jaðarsbökkum.
=== 2.Æðaroddi 27 - smáhýsi á lóð ===
2409308
Ósk lóðarhafa Æðarodda 27 um að fjarlægður verður steyptur hluti mannvirkis og rifinn niður hluti skúrs er liggur að lóðarmörkum Æðarodda 25. Eftir framkvæmdir mun standa á lóðinni léttbyggður skúr, að lámarki 3m frá aðliggjandi lóð nr. 25. Óskað er eftir heimild að ofangreindur skúr fái að standa á lóðarmörkum sem liggur að landi Akraneskaupstaðar. Einnig er óskað eftir að hæð skúrsins fái að halda sér.
Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
=== 3.Höfðasel 16 - Aðstaða Málmu ===
2409298
Tillaga Málmu (á vegum Terru) um gerð aðstöðu í Gámu fyrir starfsemi við málmsöfnun lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrsta áfanga framkvæmdaráætlunar Málmu á lóð Höfðaseli 16.
=== 4.Breyting á aðalskipulagi vegna Innnesvegar 1 - Umsókn til skipulagsfulltrúa ===
2406240
Umsókn Löðurs ehf. um breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 vegna Innnesvegar 1. Kynningarfundur fór fram 23. september 2024. Fundargerð lögð fram. Ásamt undirskriftalista dagsett 23. september 2024.
Fundargerð lögð fram. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
=== 5.Deiliskipulag Flatarhverfi klasi 5 og 6 Innnesvegur 1 Breyting - umsókn til Skipulagsfulltúra ===
2308168
Umsókn Löðurs ehf. um breytingu á deiliskipulagi Flatahverfis, klasi 5 og klasi 6 vegna Innnesvegar 1. Kynningarfundur fór fram 23. september 2024. Fundargerð lögð fram. Ásamt undirskriftalista dagsett 23. september 2024.
Fundargerð lögð fram. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
=== 6.Dalbraut 8, Deiliskipulag- breyting ===
2409016
Umræður um breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits, vegna Dalbraut 8, samfélagsmiðstöð. Farið yfir breytingar á byggingarreit.
Breyting á deiliskipulagi Dalbrautarreits, vegna Dalbraut 8 lögð fram.
=== 7.Deiliskipulag Dalbrautarreitur norðurhluta ===
2207011
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi ásamt greinagerð fyrir Dalbrautarreit norðurhluta.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Dalbrautreits norðurhluta verði auglýist skv. 1 mgr 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 8.Jaðarsbakkar íþróttasvæði - beiðni um gögn ===
2409240
Skipulagsfulltrúi leggur fram minnisblað varðandi beðni um gögn fyrir íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyirliggjandi minnisblað skipulagsfulltrúa sem svar við beðni um gögn fyrir íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum.
=== 9.Framkvæmdir við Viðgerðarbryggju við Lambhúsasund ===
2409309
Erindi Faxaflóahafna varðandi framkvæmdir án tilskilins leyfis við Viðgerðarbryggju við Lambhúsasund.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir erindið og brýnir um leið mikilvægi þess að sótt sé um framkvæmdarleyfi fyrir þær framkvæmdir í bæjarlandinu þar sem það á við.
=== 10.Framkvæmdaleyfi - sjósetningaraðstaða Akraneshöfn ===
2409311
Umsókn Faxaflóahafna um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á sjósetningaraðstöðu. Framkvæmdin hefur ekki áhrif á aðra en sveitarfélagið.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdarleyfi vegna endurbóta á sjósetningaraðstöðu, skv. 13 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.
=== 11.Stefnumótun Akraneskaupstaðar ===
2209259
Umfjöllun skipulags- og umhverfisráðs um stefnumótun Akraneskaupstaðar.
Skipulags- og umhverfisráð listar upp lykilverkefni sem leggja á áherslu næstu 1-2 árin.
=== 12.Golfklúbburinn Leynir - viðhaldsverkefni húsnæðis vegna lekavandamála ===
2309071
Ósk Golfklúbbsins Leynis um svör frá Akraneskaupstað sökum stöðugrar ógnar er steðjar að Garðavöllum (frístundamiðstöð) vegna ítrekaðra lekavandamála í kjallara húsnæðis.
Verkefnastjóra fasteigna og rekstrarstjóra þjónustumiðstöðvar er falið að vinna málið áfram. Horft verði m.a. til þeirra hugmynda sem fram hafa komið um lausn vandans.
=== 13.Garðavöllur - stækkun á landssvæði ===
24042348
Golfklúbburinn Leynir óskar eftir að Akraneskaupstaður skrifi undir viljayfirlýsingu um stækkun á svæði Garðavalla (golfvallar).
Skipulags- og umhverfisráð þakkar stjórn Leynis fyrir eftirfylgnina á þessu máli. Ráðið tekur jákvætt í frekari þróun golfsvæðisins. Ráðið telur að skynsamlegast sé að skoða breytingar golfvallarins samhliða skipulagsvinnu Akrakotslands. Stefnt er að því að sú vinna hefjist á komandi ári. Að þessu gefnu telur ráðið að undirritun viljayfirlýsingar um stækkun golfvallar sé ekki tímabær að svo stöddu.
=== 14.Garðavöllur - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamning ===
2409315
Golfklúbburinn Leynir óskar eftir að fá í gildi viðurkenndan lóðaleigusamning á því landi sem GL nýtir í dag undir Garðavöll.
Skipulags- og umhverfisráð telur að skynsamlegast sé að lóðarleigusamningur sé unnin samhliða skipulagsvinnu Akrakotslands. Stefnt er að því að sú vinna hefjist á komandi ári.
Fundi slitið - kl. 22:00.