Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 37. (2138)
|08.10.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2406817 - Stekkholt 14 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Heimi Óla Heimissyni, kt. 270590-3149, leyfi til að byggja tvílyft einbýlishús með innbyggðum bílskúr að Stekkholti 14.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2410050 - Vífilsstaðir - framtíð svæðis.**
|Bæjarstjóri kynnti erindi sem sent hefur verið til fjármála- og efnahagsráðherra, forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra. Þar er óskað eftir samráði við Garðabæ um framtíð og skipulag Vífilsstaðasvæðisins, þ.m.t. um framtíðarnýtingu fasteigna að Vífilsstöðum sem eru í eigu ríkisins.
|
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja erindinu eftir, þ.m.t. með fundum með þeim ráðherrum sem erindinu er beint að.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2407394 - Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn - drög.**
|Drög að reglum Garðabæjar um stuðningsfjölskyldur við fjölskyldur fatlaðra barna, lögð fram.
|
Bæjarráð vísar drögunum til velferðarráðs og til umsagnar hjá samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2410071 - Bréf heilbrigðiseftirlitsins varðandi fjárhagsáætlun árið 2025, dags. 3. október 2024.**
|Lagt fram bréf heilbrigðiseftirlitsins varðandi starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 ásamt tillögum að gjaldskrám. Áætlað framlag Garðabæjar er kr. 19.693.055. Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 og gjaldskrám heilbrigðiseftirlits til afgreiðslu bæjarstjórnar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2409583 - Bréf Úrvinnslusjóðs um fyrirkomulag greiðslna til sveitarfélaga vegna söfnunar plastvara á víðavangi, dags. 26. september 2024. **
|Í bréfinu kemur fram samþykkt stjórnar Úrvinnslusjóðs að greiða til sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda hvers veitarfélags fyrir árin 2023 og 2024, en greiðslan nemur 262 kr/kg. Hlutfall Garðabæjar er kr. 2.500.528.
|
Forsenda greiðslna er að Garðabær leggi fram staðfestingu á ráðstöfun fjár til hreinsunar á víðavangi og hreinsunar á ruslabiðum. Skila þarf inn gögnum til Úrvinnslusjóðs fyrir 31. desember 2024. Jafnframt er óskað eftir ítarlegri upplýsingum, liggi þær fyrir, varðandi magn úrgangs sem safnaðist úr hreinsun á víðavangi og ruslabiðum á vegum sveitarfélagsins ásamt upplýsingum um kostnað vegna hreinsunar fyrir framangreind ár.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2409530 - Bréf UMFÁ varðandi nafn á heimavöll liðsins íþróttahúsinu á Álftanesi, dags. 27. september 2024.**
|Í bréfinu kemur fram beiðni um að nefna íþróttahúsið á Álftanesi heiti Kaldalóns, fasteignafélags sem er styrktaraðili körfuknattleiksdeildar UMF Álftaness.
|
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra útfærslu málsins í samráði við fulltrúa UMF Álftaness.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2409470 - Þróunarsjóður grunnskóla 2024, síðari úthlutun.**
|Lagt var fram til kynningar upplýsingar um síðari úthlutun Þróunarsjóðs grunnskóla 2024. Að þessu sinni bárust 11 umsóknir.
|
Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar grunnskóla að úthlutað verði nú kr. 13.428.000.-
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2401346 - Drög að samningi um þjónustu Samhjálpar við heimilislausa einstaklinga með miklar og flóknar þjónustuþarfir.**
|Lögð fram drög að samstarfssamningi um þjónustu Samhjálpar við heimilislausa einstaklinga með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Gert er ráð fyrir að fjárframlag Garðabæjar sverði kr. 978.238, sem er 7,83% af heildarfjárhæð samningsins.
|
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög, með fyrirvara um að aðrir samningsaðilar geri slíkt hið sama. Málinu er vísað til velferðarsviðs til frágangs.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2409520 - Bréf Félags eldri borgara í Garðabæ um sæti formanns FEBG í öldungaráði, dags. 24. september 2024.**
|Lagt fram bréf Félags eldri borgara í Garðabæ dags. 24. september 2024, þar sem fram kemur að Anna R. Möller, formaður félagsins, hafi verið tilnefnd f.h. félagsins sem aðalmaður í Öldungaráð.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. .
|