Fjarðabyggð
Stjórn menningarstofu - 10
**1. 2404223 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2025**
|Drög að fjárhagsáætlun menningarmálaflokksins 2025 framlögð.|
Stjórn menningarstofu vísar fjárhags- og starfsáætlun menningarmála til bæjarráðs.
**2. 2409157 - Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2025 2026**
|Nefndin fór yfir forsendur gjaldskráa safna 2026 að nýju.|
Stjórnin samþykkir fyrirliggjandi breytingar á gjaldskrá fyrir árið 2026 og hækkar gjaldskrá til samræmis við markmið. Jafnframt samþykkir stjórn að ákvæði vegna opnunar utan hefðbundins opnunartíma taki gildi frá og með 1. janúar 2025 og gjaldskrá 2025 taki breytingum sem því nemur.
**3. 2410027 - Uppbyggingarsjóður 2024 - umsóknir og styrkveitingar**
|Farið yfir verkefni á árinu 2025 sem verður sótt um í Uppbyggingarsjóð Austurlands.|
Stjórnin felur starfsmönnum að vinna að umsóknum áfram.
**4. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins**
|Framhald vinnu við útfærslu á lóð og húsnæði Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði. |
Stjórn vísar til kynningar og athugasemda tillögu að útfærslu á skipulagi lóðar Íslenska stríðsárasafnsins til ungmennaráðs og öldungarráðs.
[AK2402_A01 Stridsarasafn_Yfirlitsmynd_A3_500.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=VBjnQgCnzk_y25Wbmog&meetingid=MGUdWY063EWwWBQRkRSvA1
&filename=AK2402_A01 Stridsarasafn_Yfirlitsmynd_A3_500.pdf)
**5. 2410032 - Fjárbeiðni 2024**
|Framlagt að nýju erindi frá Héraðsskjalasafni Austurlands þar sem fjallað er um framlög til reksturs safnsins frá aðildarsveitarfélögum.|
Stjórn menningarstofu samþykkir að veita viðbótarframlag til reksturs Héraðsskjalasafns Austfirðinga á árinu 2024 sem nemur beiðni. Mætt af rekstri menningarmálaflokksins. Hvað varðar viðbótarframlag næsta árs er því vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2025 og bæjarráðs.
[Fjárbeiðni 2024-Héraðsskjalasafn-sign-Fjarðabyggð.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=FR8jnG1ewk6unlAS7oTBIA&meetingid=MGUdWY063EWwWBQRkRSvA1
&filename=Fjárbeiðni 2024-Héraðsskjalasafn-sign-Fjarðabyggð.pdf)
**6. 2402237 - Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2024**
|Farið yfir málefni minjasafna og stöðu þeirra. Fyrir liggur að skilgreina þarf stefnu safna í Fjarðabyggð og markmið rekstrar þeirra. Skil á árskýrslu viðurkenndra safna er til 24. október 2024 og lokafrestur til að sækja um í safnasjóð er til 6. nóvember.|
Stjórn felur formanni og bæjarritara að vinna að málinu og koma með á næsta fundi.